Vík í Mýrdal ein mesta vaxtarbyggð landsins Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2015 19:30 Frá Vík í Mýrdal. Þar búa nú um 300 manns. Mestu íbúðabyggingar í landsbyggðarþorpi hérlendis um árabil eru í Vík Mýrdal. Þar er þessa dagana verið að flytja inn í tíu nýjar íbúðir í tveimur raðhúsalengjum. Utan suðvesturhornsins verður það sennilega bara Akureyri, með líklega yfir þrjátíu nýjar íbúðir, sem toppar Vík á þessu ári í byggingu nýs íbúðarhúsnæðis. Hlutfallslega verður aukningin þó margfalt meiri í Vík þar sem búa aðeins um 300 manns.Raðhúsalengjurnar tvær. Fimm íbúðir eru í hvorri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Smíði raðhúsanna í Vík hófst í fyrrahaust, flutt var inn í fyrstu íbúðirnar í vor og þær síðustu verða tilbúnar í næstu viku. „Okkur er ánægjulega að fjölga,“ segir Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Árið 2012 vorum við í sögulegu lágmarki hér í Mýrdalshreppi. Síðan þá hefur okkur fjölgað um sextíu manns.“ Fyrir byggð sem fjarað hafði undan í áratugi eru umskiptin vegna ferðamanna, og þau má glöggt sjá þessa dagana, nú þegar komið er fram í miðjan októbermánuð. Fyrir 5-6 árum var ferðaþjónustan löggst í dvala um þetta leyti árs. Nú er þar allt morandi í ferðamönnum, fjöldi rútubíla, og 3-4 heilsárshótel í rekstri, en áætlað er að hálfmilljón ferðamanna heimsæki Vík í ár. Starfsfólk ferðaþjónustunnar þarf líka þak yfir höfuðið.Elín Einarsdóttir í Sólheimahjáleigu, oddviti Mýrdalshrepps.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ferðaþjónustan er orðin mjög stór, okkar stærsta atvinnugrein hér. Hún er mannaflsfrek. Það vantar náttúrlega bara íbúðarhúsnæði fyrir vinnandi fólk,“ segir oddvitinn. Það voru raunar fjórir eigendur ferðaþjónustufyrirtækja í Mýrdalshreppi sem stóðu að smíði húsanna, þeirra á meðal Jóhannes Kristjánsson á Höfðabrekku, en hann segir allar íbúðirnar hafa selst fljótt,- telur raunar að þeir hefðu getað selt tíu í viðbót. Sveitarfélagið tók þátt í verkefninu með því að kaupa tvær íbúðanna. „Það er komið fólk í hverja einustu íbúð og vantar húsnæði enn,“ segir Elín.Hver íbúð er 91 fermetri að stærð. Verðið var aðeins um 16 milljónir króna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jóhannes Kristjánsson segir að þeir hafi kappkostað að halda byggingarkostnaði í lágmarki og selt íbúðirnar á kostnaðarverði, um sextán milljónir króna, en hver þeirra er 91 fermetri. Þessi litli kostnaður virðist lykilatriði á landsbyggðinni. „Það stendur svolítið i fólki að byggja sér húnæði hér því byggingarkostnaður er oft töluvert yfir raunvirði eignarinnar þegar hún fer í sölu. En hins vegar er það það jákvæða við þessa þróun hjá okkur, bæði fólksfjölgun og aukin umsvif, að hér hefur fasteignaverð hækkað töluvert mikið,“ segir Elín Einarsdóttir oddviti. Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Mestu íbúðabyggingar í landsbyggðarþorpi hérlendis um árabil eru í Vík Mýrdal. Þar er þessa dagana verið að flytja inn í tíu nýjar íbúðir í tveimur raðhúsalengjum. Utan suðvesturhornsins verður það sennilega bara Akureyri, með líklega yfir þrjátíu nýjar íbúðir, sem toppar Vík á þessu ári í byggingu nýs íbúðarhúsnæðis. Hlutfallslega verður aukningin þó margfalt meiri í Vík þar sem búa aðeins um 300 manns.Raðhúsalengjurnar tvær. Fimm íbúðir eru í hvorri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Smíði raðhúsanna í Vík hófst í fyrrahaust, flutt var inn í fyrstu íbúðirnar í vor og þær síðustu verða tilbúnar í næstu viku. „Okkur er ánægjulega að fjölga,“ segir Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Árið 2012 vorum við í sögulegu lágmarki hér í Mýrdalshreppi. Síðan þá hefur okkur fjölgað um sextíu manns.“ Fyrir byggð sem fjarað hafði undan í áratugi eru umskiptin vegna ferðamanna, og þau má glöggt sjá þessa dagana, nú þegar komið er fram í miðjan októbermánuð. Fyrir 5-6 árum var ferðaþjónustan löggst í dvala um þetta leyti árs. Nú er þar allt morandi í ferðamönnum, fjöldi rútubíla, og 3-4 heilsárshótel í rekstri, en áætlað er að hálfmilljón ferðamanna heimsæki Vík í ár. Starfsfólk ferðaþjónustunnar þarf líka þak yfir höfuðið.Elín Einarsdóttir í Sólheimahjáleigu, oddviti Mýrdalshrepps.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ferðaþjónustan er orðin mjög stór, okkar stærsta atvinnugrein hér. Hún er mannaflsfrek. Það vantar náttúrlega bara íbúðarhúsnæði fyrir vinnandi fólk,“ segir oddvitinn. Það voru raunar fjórir eigendur ferðaþjónustufyrirtækja í Mýrdalshreppi sem stóðu að smíði húsanna, þeirra á meðal Jóhannes Kristjánsson á Höfðabrekku, en hann segir allar íbúðirnar hafa selst fljótt,- telur raunar að þeir hefðu getað selt tíu í viðbót. Sveitarfélagið tók þátt í verkefninu með því að kaupa tvær íbúðanna. „Það er komið fólk í hverja einustu íbúð og vantar húsnæði enn,“ segir Elín.Hver íbúð er 91 fermetri að stærð. Verðið var aðeins um 16 milljónir króna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jóhannes Kristjánsson segir að þeir hafi kappkostað að halda byggingarkostnaði í lágmarki og selt íbúðirnar á kostnaðarverði, um sextán milljónir króna, en hver þeirra er 91 fermetri. Þessi litli kostnaður virðist lykilatriði á landsbyggðinni. „Það stendur svolítið i fólki að byggja sér húnæði hér því byggingarkostnaður er oft töluvert yfir raunvirði eignarinnar þegar hún fer í sölu. En hins vegar er það það jákvæða við þessa þróun hjá okkur, bæði fólksfjölgun og aukin umsvif, að hér hefur fasteignaverð hækkað töluvert mikið,“ segir Elín Einarsdóttir oddviti.
Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira