Íslenski boltinn

Víkingar í basli með KV

Denis Abdulahi, fyrir miðri mynd, fékk rauða spjaldið í kvöld.
Denis Abdulahi, fyrir miðri mynd, fékk rauða spjaldið í kvöld. Mynd/Anton
Pepsi-deildarlið Víkings er komið áfram í 16-liða úrslit Valitors-bikarkeppninnar eftir að hafa lent í basli með 3. deildarlið KV.

Kemar Roofe braut ísinn fyrir Víkinga á 77. mínútu og Marteinn Briem, sem lagði upp markið fyrir Roofe, skoraði svo sjálfur níu mínútum síðar.

Denis Abdulahi fékk svo að líta rauða spjaldið í uppbótartíma leiksins fyrir að slá til leikmanns KV og gæti það reynst dýrkeypt fyrir Víkinga að missa hann í bann.

Fylgst var með leiknum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×