Vildi kaupa fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðarbæjar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. júlí 2016 19:02 Hollenski fjárfestirinn sem vill byggja einkasjúkrahús í Mosfellsbæ vildi í sumar gera samning við Hafnarfjarðarbæ um aðgang að vatnskerfi sveitarfélagsins sem hljóðaði upp á rúmlega fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðar. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ undirritaði fyrir helgi samning við fyrirtækið MCPB ehf. um úthlutun lóðar í bæjarfélaginu undir 30 þúsund fermetra einkasjúkrahús.Lán frá hollensku félagi Að sögn Henri Middeldorp, stjórnarformanns MCPB, verður framkvæmdin fjármögnuð með láni frá hollenska félaginu Burbanks Holding í gegnum annað hollenskt félag, Burbanks Capital. Lánið verður veitt til MCPB með veði í spítalanum. Sjálfur á Middeldorp 51 prósent í Burbanks Holding en félagið á svo 98 prósent í MCPB. Fjármagnið sem fara eigi í spítalann sé hins vegar ekki í hans eigu heldur í eigu fjárfesta en sé í eignastýringu hjá Burbanks Holding.Fjórföld vatnsnotkun Hafnarfjarðarbæjar MCPB hefur þó verið að vinna í fleiri verkefnum hér á landi. Fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Middeldorp hafi komið á fund bæjaryfirvalda í Hafnarfirði í sumar. Þar hafi hann óskað eftir að gera samning við bæjarfélagið um að fyrirtækið fengi að tengjast vatnskerfi sveitarfélagsins. Þær viðræður hefðu átt sér stað milli embættismanna bæjarfélagsins og Middeldorp. Áður en nokkurs konar niðurstaða eða samkomulag lá fyrir í þeim viðræðum óskaði Middeldorp eftir fundi með bæjarstjóra Hafnarfjarðar og fleiri stjórnendum sveitarfélagsins. Á þann fund mætti Middeldorp með samning þess efnis að Hafnarfjarðarbær selji fyrirtækinu 500 lítra á sekúndu af neysluvatni. Til að setja þessa tölu í samhengi þá notar allur Hafnarfjarðarbær um 120 lítra á sekúndu og því um að ræða rúmlega fjórfalt það magn. Þá notar höfuðborgarsvæðið í heild rúmlega 700 lítra af neysluvatni á sekúndu.Tóku beiðni Middeldorp mjög fálega Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði tóku beiðni hans um að samningurinn yrði undirritaður á staðnum mjög fálega. Var beiðni um undirritun samningsins síðan hafnað og hafa engar viðræður átt sér stað um málið eftir það. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sýndi Middeldorp ekki fram á nein gögn í viðræðum sínum við Hafnarfjarðarbæ, til að mynda um hvort og hvernig búið væri að fjármagna verkefnið. Þó kom fram í samtölum hans við embættismenn að hann hafði í hyggju að flytja vatnið til útlanda.Einbeita sér að einkasjúkrahúsinu Middeldorp staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði óskað eftir þessum viðræðum við bæjarfélagið. Hann sagði þó Hafnarfjarðarbæ ekki hafa unnið heimavinnuna sína eins og hann orðaði það og því hefði fyrirtækið ákveðið að einbeita sér að uppbyggingu sjúkrahússins í Mosfellsbæ. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Hollenski fjárfestirinn sem vill byggja einkasjúkrahús í Mosfellsbæ vildi í sumar gera samning við Hafnarfjarðarbæ um aðgang að vatnskerfi sveitarfélagsins sem hljóðaði upp á rúmlega fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðar. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ undirritaði fyrir helgi samning við fyrirtækið MCPB ehf. um úthlutun lóðar í bæjarfélaginu undir 30 þúsund fermetra einkasjúkrahús.Lán frá hollensku félagi Að sögn Henri Middeldorp, stjórnarformanns MCPB, verður framkvæmdin fjármögnuð með láni frá hollenska félaginu Burbanks Holding í gegnum annað hollenskt félag, Burbanks Capital. Lánið verður veitt til MCPB með veði í spítalanum. Sjálfur á Middeldorp 51 prósent í Burbanks Holding en félagið á svo 98 prósent í MCPB. Fjármagnið sem fara eigi í spítalann sé hins vegar ekki í hans eigu heldur í eigu fjárfesta en sé í eignastýringu hjá Burbanks Holding.Fjórföld vatnsnotkun Hafnarfjarðarbæjar MCPB hefur þó verið að vinna í fleiri verkefnum hér á landi. Fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Middeldorp hafi komið á fund bæjaryfirvalda í Hafnarfirði í sumar. Þar hafi hann óskað eftir að gera samning við bæjarfélagið um að fyrirtækið fengi að tengjast vatnskerfi sveitarfélagsins. Þær viðræður hefðu átt sér stað milli embættismanna bæjarfélagsins og Middeldorp. Áður en nokkurs konar niðurstaða eða samkomulag lá fyrir í þeim viðræðum óskaði Middeldorp eftir fundi með bæjarstjóra Hafnarfjarðar og fleiri stjórnendum sveitarfélagsins. Á þann fund mætti Middeldorp með samning þess efnis að Hafnarfjarðarbær selji fyrirtækinu 500 lítra á sekúndu af neysluvatni. Til að setja þessa tölu í samhengi þá notar allur Hafnarfjarðarbær um 120 lítra á sekúndu og því um að ræða rúmlega fjórfalt það magn. Þá notar höfuðborgarsvæðið í heild rúmlega 700 lítra af neysluvatni á sekúndu.Tóku beiðni Middeldorp mjög fálega Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði tóku beiðni hans um að samningurinn yrði undirritaður á staðnum mjög fálega. Var beiðni um undirritun samningsins síðan hafnað og hafa engar viðræður átt sér stað um málið eftir það. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sýndi Middeldorp ekki fram á nein gögn í viðræðum sínum við Hafnarfjarðarbæ, til að mynda um hvort og hvernig búið væri að fjármagna verkefnið. Þó kom fram í samtölum hans við embættismenn að hann hafði í hyggju að flytja vatnið til útlanda.Einbeita sér að einkasjúkrahúsinu Middeldorp staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði óskað eftir þessum viðræðum við bæjarfélagið. Hann sagði þó Hafnarfjarðarbæ ekki hafa unnið heimavinnuna sína eins og hann orðaði það og því hefði fyrirtækið ákveðið að einbeita sér að uppbyggingu sjúkrahússins í Mosfellsbæ.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira