Vilja að lögreglan geti farið í verkfall Snærós Sindradóttir skrifar 22. ágúst 2015 08:00 Gerðardómur hefur í tvígang ákveðið kjör lögreglumanna. Hér sjást þeir bíða úrskurðar dómsins árið 2011. vísir/daníel Landssamband lögreglumanna hefur óskað eftir fundi með öllum flokkum á Alþingi með það að markmiði að stéttin fái verkfallsrétt að nýju. Verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn árið 1986. Sambandið sendi bréf til allra þingflokksformanna á miðvikudag. Í bréfinu segir að í kjaraviðræðum lögreglumanna hafi komið „skýrt fram af hálfu ríkisvaldsins að hann [verkfallsrétturinn] sé ekki til umræðu í tengslum við kjarasamninga lögreglumanna“. Frímann B. Baldursson, varaformaður Landssambands lögreglumanna, segir að samninganefnd ríkisins neiti að ræða verkfallsrétt nema að undangenginni lagabreytingu hjá Alþingi. Frumvarp þess efnis, sem lagt var fram af Eyrúnu Eyþórsdóttur, varaþingmanni Vinstri grænna, á síðasta þingi hlaut ekki afgreiðslu úr allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. „Þær leiðir sem hafa staðið okkur til boða í kjarabaráttu hafa ekki verið að skila okkur þeim kjarabótum sem við teljum að hafi verið eðlilegar,“ segir Frímann. Hann segir að rökin gegn verkfallsrétti lögreglumanna, öryggi ríkisins, haldi ekki vatni. „Hinn almenni lögreglumaður myndi væntanlega ekki fara í verkfall. Það væri væntanlega metið hverju sinni hvað væri skilgreint sem öryggisþjónusta fyrir íbúa landsins. Það er fullt af störfum innan lögreglunnar sem klárlega myndu seint vera álitin öryggisstörf.“Frímann Birgir BaldurssonHann segir það skjóta skökku við að lögreglumenn geti ekki farið í verkfall á meðan læknar og hjúkrunarfræðingar geti það. Krafa lögreglumanna sé að Alþingi setji að nýju verkfallsrétt og ósk þeirra er að þverpólitísk samstaða náist um málið. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður, styður kröfur lögreglunnar. „Mér finnst fullt tilefni til þess að hlusta á þær raunir sem lögreglumenn hafa lent í síðan verkfallsrétturinn var tekinn af þeim.“ Hann segir það fyrirslátt hjá Samninganefnd ríkisins að ekki sé hægt að semja um verkfallsréttinn nema Alþingi hafi heimilað hann í lögum. „Samninganefnd ríkisins segir þetta um allt. Ég hlusta ekki á þetta. Samninganefnd hefur bara það umboð sem ráðherrann gefur henni.“ „Ég hef rætt þetta við fjármálaráðherra og báða innanríkisráðherrana. Ég hef verið á þessari sveif frá upphafi,“ segir Vilhjálmur. Undir þetta tekur Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingar. „Ég held að þetta sé eðlileg krafa af þeirra hálfu. Það er skiljanlegt að þeir séu að horfa til þessa. En auðvitað væri best fyrir þá og samfélagið allt ef það mætti tryggja eðlilegar kjarabætur fyrir lögreglumenn án verkfallsátaka.“ Alþingi Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Landssamband lögreglumanna hefur óskað eftir fundi með öllum flokkum á Alþingi með það að markmiði að stéttin fái verkfallsrétt að nýju. Verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn árið 1986. Sambandið sendi bréf til allra þingflokksformanna á miðvikudag. Í bréfinu segir að í kjaraviðræðum lögreglumanna hafi komið „skýrt fram af hálfu ríkisvaldsins að hann [verkfallsrétturinn] sé ekki til umræðu í tengslum við kjarasamninga lögreglumanna“. Frímann B. Baldursson, varaformaður Landssambands lögreglumanna, segir að samninganefnd ríkisins neiti að ræða verkfallsrétt nema að undangenginni lagabreytingu hjá Alþingi. Frumvarp þess efnis, sem lagt var fram af Eyrúnu Eyþórsdóttur, varaþingmanni Vinstri grænna, á síðasta þingi hlaut ekki afgreiðslu úr allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. „Þær leiðir sem hafa staðið okkur til boða í kjarabaráttu hafa ekki verið að skila okkur þeim kjarabótum sem við teljum að hafi verið eðlilegar,“ segir Frímann. Hann segir að rökin gegn verkfallsrétti lögreglumanna, öryggi ríkisins, haldi ekki vatni. „Hinn almenni lögreglumaður myndi væntanlega ekki fara í verkfall. Það væri væntanlega metið hverju sinni hvað væri skilgreint sem öryggisþjónusta fyrir íbúa landsins. Það er fullt af störfum innan lögreglunnar sem klárlega myndu seint vera álitin öryggisstörf.“Frímann Birgir BaldurssonHann segir það skjóta skökku við að lögreglumenn geti ekki farið í verkfall á meðan læknar og hjúkrunarfræðingar geti það. Krafa lögreglumanna sé að Alþingi setji að nýju verkfallsrétt og ósk þeirra er að þverpólitísk samstaða náist um málið. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður, styður kröfur lögreglunnar. „Mér finnst fullt tilefni til þess að hlusta á þær raunir sem lögreglumenn hafa lent í síðan verkfallsrétturinn var tekinn af þeim.“ Hann segir það fyrirslátt hjá Samninganefnd ríkisins að ekki sé hægt að semja um verkfallsréttinn nema Alþingi hafi heimilað hann í lögum. „Samninganefnd ríkisins segir þetta um allt. Ég hlusta ekki á þetta. Samninganefnd hefur bara það umboð sem ráðherrann gefur henni.“ „Ég hef rætt þetta við fjármálaráðherra og báða innanríkisráðherrana. Ég hef verið á þessari sveif frá upphafi,“ segir Vilhjálmur. Undir þetta tekur Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingar. „Ég held að þetta sé eðlileg krafa af þeirra hálfu. Það er skiljanlegt að þeir séu að horfa til þessa. En auðvitað væri best fyrir þá og samfélagið allt ef það mætti tryggja eðlilegar kjarabætur fyrir lögreglumenn án verkfallsátaka.“
Alþingi Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira