Vilja að skjálftunum linni 9. október 2011 18:40 Iðnaðar- og umhverfisráðuneytið hafa óskað eftir því að mikil skjálftavirkni við Hellisheiðarvirkjun verði skoðuð. Bæjarstjórinn í Hveragerði segir skjálftana vekja ugg hjá bæjarbúum og telur að Orkuveitan verði að breyta starfsaðferðum sínum svo íbúarnir þurfi ekki að búa við síendurtekna skjálfta. Enn önnur skjálftahrina mældist við Hellisheiðarvirkjun seint í gærkvöldi. Stærsti skjálftinn mældist þrír á richter og fannst hann vel í Hveragerði. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir íbúa orðna þreytta á þessu sífelldu skjálftum. „ Fólk óttast jarðskjálfta hér í Hveragerði og það er ekkert skrýtið. Það er mjög stutt síðan að mjög stór skjálfti reið hér yfir. Fólk er hvekkt. Það er hrætt og mér finnst að það eigi ekki leika sér með þessum hætti að náttúrunni". Þúsundir skjálfta hafa orðið við virkjunina á síðustu vikum. Ástæðan fyrir skjálftunum er sú að Orkuveitan hóf fyrir skömmu að dæla affallsvatni frá virkjuninni niður í sprungur á svæðinu. Við það myndast þrýstingur sem kemur skjálftunum af stað. Aldís segir bæjarbúa finna vel fyrir stærstu skjálftunum. „ Við finnum fyrir þeim þegar þeir eru komnir yfir tvo og við höfum fundið mjög vel fyrir þeim skjálftum sem hafa verið á milli þrír og fjórir á richter. Enda eru það orðnir nokkuð stórir skjálftar". Aldís á von á því að málið verði tekið upp á bæjarstjórnarfundi á fimmtudaginn. Þá ætlar hún að kalla eftir svörum frá Orkuveitunni vegna málsins. Sérfræðingar Veðurstofunnar telja enga hættu á ferðum en umhverfisráðuneytið hefur engu að síður óskað eftir því að þeir skoði stöðuna betur og ræði málið við almannavarnir strax eftir helgi. Þá ætlar iðnaðarráðuneytið að láta Orkustofnun skoða skjálftavirkni á svæðinu eftir helgi. Aldís telur að Orkuveitan verði að breyta starfsaðferðum sínum svo íbúarnir þurfi ekki að búa við síendurtekna skjálfta. „ Þetta vekur ugg hjá fólki. Ég sé það ekki alveg fyrir mér að þetta geti verið framtíðarlausn á niðurdælingunni. Sérstaklega ekki, þegar við erum komin með bæði Hverahlíð og Gráuhnjúka í fulla vinnslu, þá held ég að þetta geti ekki verið leiðin". Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Sjá meira
Iðnaðar- og umhverfisráðuneytið hafa óskað eftir því að mikil skjálftavirkni við Hellisheiðarvirkjun verði skoðuð. Bæjarstjórinn í Hveragerði segir skjálftana vekja ugg hjá bæjarbúum og telur að Orkuveitan verði að breyta starfsaðferðum sínum svo íbúarnir þurfi ekki að búa við síendurtekna skjálfta. Enn önnur skjálftahrina mældist við Hellisheiðarvirkjun seint í gærkvöldi. Stærsti skjálftinn mældist þrír á richter og fannst hann vel í Hveragerði. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir íbúa orðna þreytta á þessu sífelldu skjálftum. „ Fólk óttast jarðskjálfta hér í Hveragerði og það er ekkert skrýtið. Það er mjög stutt síðan að mjög stór skjálfti reið hér yfir. Fólk er hvekkt. Það er hrætt og mér finnst að það eigi ekki leika sér með þessum hætti að náttúrunni". Þúsundir skjálfta hafa orðið við virkjunina á síðustu vikum. Ástæðan fyrir skjálftunum er sú að Orkuveitan hóf fyrir skömmu að dæla affallsvatni frá virkjuninni niður í sprungur á svæðinu. Við það myndast þrýstingur sem kemur skjálftunum af stað. Aldís segir bæjarbúa finna vel fyrir stærstu skjálftunum. „ Við finnum fyrir þeim þegar þeir eru komnir yfir tvo og við höfum fundið mjög vel fyrir þeim skjálftum sem hafa verið á milli þrír og fjórir á richter. Enda eru það orðnir nokkuð stórir skjálftar". Aldís á von á því að málið verði tekið upp á bæjarstjórnarfundi á fimmtudaginn. Þá ætlar hún að kalla eftir svörum frá Orkuveitunni vegna málsins. Sérfræðingar Veðurstofunnar telja enga hættu á ferðum en umhverfisráðuneytið hefur engu að síður óskað eftir því að þeir skoði stöðuna betur og ræði málið við almannavarnir strax eftir helgi. Þá ætlar iðnaðarráðuneytið að láta Orkustofnun skoða skjálftavirkni á svæðinu eftir helgi. Aldís telur að Orkuveitan verði að breyta starfsaðferðum sínum svo íbúarnir þurfi ekki að búa við síendurtekna skjálfta. „ Þetta vekur ugg hjá fólki. Ég sé það ekki alveg fyrir mér að þetta geti verið framtíðarlausn á niðurdælingunni. Sérstaklega ekki, þegar við erum komin með bæði Hverahlíð og Gráuhnjúka í fulla vinnslu, þá held ég að þetta geti ekki verið leiðin".
Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Sjá meira