Viðskipti innlent

Vilja að Þorsteinn Pálsson verði nýr stjórnarformaður MP banka

Þorsteinn Pálsson
Þorsteinn Pálsson
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, verður næsti stjórnarformaður MP banka, ef tillaga nýrra hluthafa verður samþykkt á hluthafafundi bankans á föstudaginn.

Í tilkynningu frá MP banka segir að söfnun hlutafjár í bankann sé nú lokið og áskrift að hlutafé reyndist talsvert umfram 5 milljarða. „Samningur um kaup á allri innlendri starfsemi MP banka og starfsemi í Litháen hefur verið undirritaður og hluthafafundur verið boðaður föstudaginn 8. apríl,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×