Vilja aðgerðir gegn ólöglegu niðurhali 10. janúar 2012 10:15 Mikill fjöldi netnotenda hleður niður tölvuleikjum, tónlist, kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og bókum.Fréttablaðið/Valli Samtök rétthafa horfa til fyrirhugaðra lagabreytinga í Noregi sem eiga að taka á ólöglegu niðurhali. Vona að frumvarp verði lagt fram hér fyrir vorið. Spænskir dómstólar geta nú lokað fyrir vefsíður. Íslensk höfundarréttarsamtök vilja að farin verði sama leið hér á landi og fyrirhugað er að fara í Noregi til að hindra ólöglegt niðurhal og dreifingu á höfundarréttarvörðu efni. Samkvæmt norska frumvarpinu getur opinber stofnun ákveðið að loka fyrir aðgang norskra netnotenda að síðum sem hafa þann tilgang að dreifa höfundarréttarvörðu efni. Svipuð lög hafa þegar tekið gildi á Spáni, og víðar er verið að undirbúa lagasetningu til að taka á þessu vandamáli. „Það eru allir að reyna að finna réttu leiðina til að stemma stigu við ólöglegri dreifingu tónlistar,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF). „Það er verið að skoða á vegum Höfundarréttarnefndar að fara ekki ósvipaða leið hér á landi. Þá er horft til þess að opinber stofnun geti, að kröfu rétthafa, tekið þá ákvörðun að fjarskiptafyrirtæki hér á landi þurfi að loka fyrir aðgengi að tiltekinni vefsíðu,“ segir Guðrún Björk. Hún segir þetta raunhæfustu leiðina til að loka fyrir erlendar síður og íslenskar síður sem vistaðar eru erlendis. Hún segir að miðað sé við að aðeins verði hægt að loka fyrir vefsíður sem bersýnilega hafi það markmið að dreifa höfundarréttarvörðu efni án heimildar höfunda. Í lögum sem tóku gildi á Spáni um áramót fær sérstök nefnd kvartanir rétthafa til meðferðar, og ákveði hún að loka fyrir aðgengi að vefsíðum þarf dómari að staðfesta þá ákvörðun. Markmiðið er að málsmeðferðin öll taki ekki meira en tíu daga. Guðrún Björk segir STEF frekar hafa horft til norsku leiðarinnar, þar sem opinber stofnun taki ákvörðun án þess að hún sé borin undir dómara, þó auðvitað verði að veita ábyrgðarmönnum þeirra vefsíða sem loka eigi fyrir andmælarétt. Hætt sé við að ferlið taki of langan tíma ef bera þurfi hverja ákvörðun undir dómara. brjann@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Samtök rétthafa horfa til fyrirhugaðra lagabreytinga í Noregi sem eiga að taka á ólöglegu niðurhali. Vona að frumvarp verði lagt fram hér fyrir vorið. Spænskir dómstólar geta nú lokað fyrir vefsíður. Íslensk höfundarréttarsamtök vilja að farin verði sama leið hér á landi og fyrirhugað er að fara í Noregi til að hindra ólöglegt niðurhal og dreifingu á höfundarréttarvörðu efni. Samkvæmt norska frumvarpinu getur opinber stofnun ákveðið að loka fyrir aðgang norskra netnotenda að síðum sem hafa þann tilgang að dreifa höfundarréttarvörðu efni. Svipuð lög hafa þegar tekið gildi á Spáni, og víðar er verið að undirbúa lagasetningu til að taka á þessu vandamáli. „Það eru allir að reyna að finna réttu leiðina til að stemma stigu við ólöglegri dreifingu tónlistar,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF). „Það er verið að skoða á vegum Höfundarréttarnefndar að fara ekki ósvipaða leið hér á landi. Þá er horft til þess að opinber stofnun geti, að kröfu rétthafa, tekið þá ákvörðun að fjarskiptafyrirtæki hér á landi þurfi að loka fyrir aðgengi að tiltekinni vefsíðu,“ segir Guðrún Björk. Hún segir þetta raunhæfustu leiðina til að loka fyrir erlendar síður og íslenskar síður sem vistaðar eru erlendis. Hún segir að miðað sé við að aðeins verði hægt að loka fyrir vefsíður sem bersýnilega hafi það markmið að dreifa höfundarréttarvörðu efni án heimildar höfunda. Í lögum sem tóku gildi á Spáni um áramót fær sérstök nefnd kvartanir rétthafa til meðferðar, og ákveði hún að loka fyrir aðgengi að vefsíðum þarf dómari að staðfesta þá ákvörðun. Markmiðið er að málsmeðferðin öll taki ekki meira en tíu daga. Guðrún Björk segir STEF frekar hafa horft til norsku leiðarinnar, þar sem opinber stofnun taki ákvörðun án þess að hún sé borin undir dómara, þó auðvitað verði að veita ábyrgðarmönnum þeirra vefsíða sem loka eigi fyrir andmælarétt. Hætt sé við að ferlið taki of langan tíma ef bera þurfi hverja ákvörðun undir dómara. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira