Vilja banna hinn íslenska Sushi Samba ingvar haraldsson skrifar 6. mars 2015 14:50 Alþjóðlega veitingakeðjan Sushi Samba hefur stefnt eigendum veitingastaðarins Sushi Samba og vill banna notkun nafnsins. mynd/haraldur agnarsson Alþjóðlega veitingakeðjan Sushi Samba hefur stefnt eigendum veitingastaðarins Sushi Samba, sem er staðsettur í Þingholtsstræti. Eigendur alþjóðlegu keðjunnar telja að eigendur hins íslenska veitingastaðar séu að nota nafnið Sushi Samba í leyfisleysi og telja sig eiga einkarétt á nafninu á alþjóðavísu. Aðstandendur hinnar alþjóðlegu keðju telja að einu veitingastaðirnir sem hafi til þess heimild að nota nafnið Sushi Samba séu staðsettir í New York, London, Las Vegas og Miami í Flórída. Á vefsíðu alþjóðlegu keðjunnar kemur fram að aðstandendur fyrirtækisins hafi staðið í málaferlum í öðrum löndum, til þess að meina veitingamönnum að nota nafnið Sushi Samba. Á síðunni kemur fram að eigendum hinnar aljóðlegu keðju hafi tekist að fá veitingastað með nafninu lokað í borginni Tel Aviv í Ísrael. Staðnum var lokað í febrúar í fyrra.Telur ólíklegt að þau hafi ekki þekkt vörumerkið Magnús Haukur Magnússon, lögfræðingur hins alþjóðlega fyrirtækisins, Samba LLC, segist telja lög um skráning vörumerkja nokkuð skýr. Í 9. tölulið 14. greinar laga um vörumerki frá árinu 1997 segir að ekki megi skrá vörumerki hér á landi „ef villast má á merkinu og merki sem verið hefur í notkun í öðru landi... og er enn notað þar fyrir sömu eða líkar vörur/þjónustu og yngra merkið óskast skráð fyrir og umsækjandi vissi eða hefði mátt vita um erlenda merkið.“ Magnús segist telja afar ólíklegt að veitingamenn hér á landi hafi ekki þekkt til hins alþjóðlega nafns og hafi ekki vitað af tilvist staðana erlendis enda noti þeir sama nafnið og bjóði upp á afar svipaðan mat. „Það er verið að nýta sér viðskiptavild sem aðrir hafa búið til,“ segir Magnús. Þá segir Magnús að a.m.k. tveir aðilar hafi sent Samba LLC kvörtun vegna þjónustu sem þeir fengu á Sushi Samba hér á landi og hafi haldið að talið að þeir væru að borða á veitingastað sem rekinn væri af alþjóðlega vörumerkinu.Einkaleyfastofa tók málið fyrir Einkaleyfastofa tók málið fyrir árið 2013 og úrskurðaði íslenska veitingastaðnum í vil. Því máli áfrýjaði Samba LCC til áfrýjunarnefndar Einkaleyfastofu. Máli sínu til rökstuðnings benti fyrirtækið áfrýjunarnefndinni á að erlendir dýraverndunarsinni hefðu farið inn á veitingastað Sushi Samba á Íslandi og orðið fyrir áfalli við að sjá þar hrefnukjöt á boðstólunum. Neysla hvalakjöts sé mjög viðkvæmt mál í Bandaríkjunum og því gætu fréttir um slíkt haft afar neikvæð áhrif á hið alþjóðlega vörumerki.Síðasta máltíð Tom Cruise og Katie Holmes meðal málsgagna Meðal málsgagna Samba LCC hjá einkaleyfastofu var frétt sem birtist á Vísi.is um að Tom Cruise og Katie Holmes hefðu snætt á Sushi Samba í Þingholtstrætinu þegar þau heimsóttu landið árið 2012. Talið er að þetta hafi verið síðasta máltíð hjónanna því þau skildu skömmu eftir heimkomu til Bandaríkjanna. „Heldur þú að þau hefðu borðað þarna af því þau hefðu ætlað að borða mat hjá einhverjum gæjum á Íslandi? Auðvitað ekki, auðvitað fóru þau og borðuðu þarna af því að þau voru búin að borða oft á Sushi Samba í New York. Þannig að fólk heldur að það séu tengsl milli þessara aðila og þar með halda þau að það séu sömu aðilar að reka staðina og þar með að fá sama matinn,“ segir Magnús.Áfrýjunarnefndin úrskurðaði Íslendingum í vil Áfrýjunarnefnd Einkaleyfastofu féllst ekki á rökstuðning Samba LLC og taldi að sýna þyrfti fram á að skráning vörumerkisins hefði verið í „vondri trú.“ Þar dugi ekki sýna fram á að eigendur Sushi Samba á Íslandi hefðu vitað eða hefði mátt vita um tilvist erlenda vörumerkisins. Samba LCC hafi ekki sýnt fram á að tilgangur skráningarinnar Sushi Samba á Íslandi hafi verið að hindra aðkomu erlenda vörumerkisins hér á landi, notfæra sér viðskiptavild þess eða hagnast fjárhagslega á skráningunni. Samba LCC vill að þessi úrskurður verði felldur úr gildi og Sushi Samba ehf. hætti að nota nafnið hér á landi. Um þetta verður tekist í Héraðsdómi Reykjavíkur en fyrirtaka er í málinu þann 10. mars næstkomandi. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Alþjóðlega veitingakeðjan Sushi Samba hefur stefnt eigendum veitingastaðarins Sushi Samba, sem er staðsettur í Þingholtsstræti. Eigendur alþjóðlegu keðjunnar telja að eigendur hins íslenska veitingastaðar séu að nota nafnið Sushi Samba í leyfisleysi og telja sig eiga einkarétt á nafninu á alþjóðavísu. Aðstandendur hinnar alþjóðlegu keðju telja að einu veitingastaðirnir sem hafi til þess heimild að nota nafnið Sushi Samba séu staðsettir í New York, London, Las Vegas og Miami í Flórída. Á vefsíðu alþjóðlegu keðjunnar kemur fram að aðstandendur fyrirtækisins hafi staðið í málaferlum í öðrum löndum, til þess að meina veitingamönnum að nota nafnið Sushi Samba. Á síðunni kemur fram að eigendum hinnar aljóðlegu keðju hafi tekist að fá veitingastað með nafninu lokað í borginni Tel Aviv í Ísrael. Staðnum var lokað í febrúar í fyrra.Telur ólíklegt að þau hafi ekki þekkt vörumerkið Magnús Haukur Magnússon, lögfræðingur hins alþjóðlega fyrirtækisins, Samba LLC, segist telja lög um skráning vörumerkja nokkuð skýr. Í 9. tölulið 14. greinar laga um vörumerki frá árinu 1997 segir að ekki megi skrá vörumerki hér á landi „ef villast má á merkinu og merki sem verið hefur í notkun í öðru landi... og er enn notað þar fyrir sömu eða líkar vörur/þjónustu og yngra merkið óskast skráð fyrir og umsækjandi vissi eða hefði mátt vita um erlenda merkið.“ Magnús segist telja afar ólíklegt að veitingamenn hér á landi hafi ekki þekkt til hins alþjóðlega nafns og hafi ekki vitað af tilvist staðana erlendis enda noti þeir sama nafnið og bjóði upp á afar svipaðan mat. „Það er verið að nýta sér viðskiptavild sem aðrir hafa búið til,“ segir Magnús. Þá segir Magnús að a.m.k. tveir aðilar hafi sent Samba LLC kvörtun vegna þjónustu sem þeir fengu á Sushi Samba hér á landi og hafi haldið að talið að þeir væru að borða á veitingastað sem rekinn væri af alþjóðlega vörumerkinu.Einkaleyfastofa tók málið fyrir Einkaleyfastofa tók málið fyrir árið 2013 og úrskurðaði íslenska veitingastaðnum í vil. Því máli áfrýjaði Samba LCC til áfrýjunarnefndar Einkaleyfastofu. Máli sínu til rökstuðnings benti fyrirtækið áfrýjunarnefndinni á að erlendir dýraverndunarsinni hefðu farið inn á veitingastað Sushi Samba á Íslandi og orðið fyrir áfalli við að sjá þar hrefnukjöt á boðstólunum. Neysla hvalakjöts sé mjög viðkvæmt mál í Bandaríkjunum og því gætu fréttir um slíkt haft afar neikvæð áhrif á hið alþjóðlega vörumerki.Síðasta máltíð Tom Cruise og Katie Holmes meðal málsgagna Meðal málsgagna Samba LCC hjá einkaleyfastofu var frétt sem birtist á Vísi.is um að Tom Cruise og Katie Holmes hefðu snætt á Sushi Samba í Þingholtstrætinu þegar þau heimsóttu landið árið 2012. Talið er að þetta hafi verið síðasta máltíð hjónanna því þau skildu skömmu eftir heimkomu til Bandaríkjanna. „Heldur þú að þau hefðu borðað þarna af því þau hefðu ætlað að borða mat hjá einhverjum gæjum á Íslandi? Auðvitað ekki, auðvitað fóru þau og borðuðu þarna af því að þau voru búin að borða oft á Sushi Samba í New York. Þannig að fólk heldur að það séu tengsl milli þessara aðila og þar með halda þau að það séu sömu aðilar að reka staðina og þar með að fá sama matinn,“ segir Magnús.Áfrýjunarnefndin úrskurðaði Íslendingum í vil Áfrýjunarnefnd Einkaleyfastofu féllst ekki á rökstuðning Samba LLC og taldi að sýna þyrfti fram á að skráning vörumerkisins hefði verið í „vondri trú.“ Þar dugi ekki sýna fram á að eigendur Sushi Samba á Íslandi hefðu vitað eða hefði mátt vita um tilvist erlenda vörumerkisins. Samba LCC hafi ekki sýnt fram á að tilgangur skráningarinnar Sushi Samba á Íslandi hafi verið að hindra aðkomu erlenda vörumerkisins hér á landi, notfæra sér viðskiptavild þess eða hagnast fjárhagslega á skráningunni. Samba LCC vill að þessi úrskurður verði felldur úr gildi og Sushi Samba ehf. hætti að nota nafnið hér á landi. Um þetta verður tekist í Héraðsdómi Reykjavíkur en fyrirtaka er í málinu þann 10. mars næstkomandi.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira