Vilja breyta lagasetningu um forsjá barna óháð hjúskap Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2014 10:42 Jafnvel þótt foreldrar þekkist lítið þegar barnið fæðist þá er það skuldbinding beggja að taka ábyrgð á barninu, segir Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi. Vísir / Getty „Þetta hlýtur að vera næsta skref sem við horfum til,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, um þá skoðun Haraldar Einarssonar, þingmanns Framsóknarflokks, að forsjá barns sé sameiginleg óháð hjúskaparstöðu foreldra.Eygló HarðardóttirHaraldur sagði á Alþingi að ekkert réttlæti eða jafnrétti væri í þeirri lagasetningu að ef foreldrar eru ekki í hjúskap eða sambúð þegar barnið fæðist þá fái móðirin sjálfkrafa fullt forræði. Hann sagði lögin hrópandi tímaskekkju sem þurfi að betrumbæta með hagsmuni barna að leiðarljósi enda hljóti markmiðið að vera að barnið hafi jafnan rétt til beggja foreldra sinna. Eygló tekur undir orð Haraldar og fagnar því að karlmenn tjái sig meira um jafnréttismál og beiti sér fyrir jafnrétti á öllum sviðum. „Við sjáum mikla viðhorfsbreytingu hjá ungum karlmönnum. Rannsóknir sýna að ungum karlmönnum í dag finnst mikilvægt að vera umhyggjusamir og góðir feður. Það er hluti af því að vera flottur karl,“ segir Eygló. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og fjölskylduráðgjafi hjá Tengslum, hefur unnið með fjölda foreldra og kynnst öllum gerðum fjölskyldna. Hún segir að með sameiginlegri forsjá beri foreldrar saman ábyrgð. „Aðalatriðið er réttur barnsins til ábyrgðar beggja foreldra. Þetta snýst ekki aðeins um að fá að hitta foreldri sitt og eiga gæðasamvistir, heldur þurfa báðir foreldrar að axla ábyrgð. Með því er tilfinningasambandið ræktað um leið.“ Sigrún JúlíusdóttirSigrún segir það hvatningu til foreldra að axla ábyrgð með því að hafa lögbundinn rétt. „Það hvetur báða foreldra til að leggja sitt af mörkum og þá er líka hagur barnsins tryggður. Jafnvel þótt foreldrarnir þekkist lítið og ekki sé um fast samband að ræða þá er það skuldbinding að eignast barn. Þótt þú hafir ekki valið eitthvað þá þarftu samt að bera ábyrgð á því.“ Sigrúnu finnst ekki heppilegt að annað foreldrið, og annað kynið, beri eitt ábyrgð á barni. „Þetta er stór hluti ástæðunnar fyrir bágri stöðu einstæðra mæðra. Ég tel að breyting á þessari lagasetningu myndi jafna þeirra hlut.“ Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
„Þetta hlýtur að vera næsta skref sem við horfum til,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, um þá skoðun Haraldar Einarssonar, þingmanns Framsóknarflokks, að forsjá barns sé sameiginleg óháð hjúskaparstöðu foreldra.Eygló HarðardóttirHaraldur sagði á Alþingi að ekkert réttlæti eða jafnrétti væri í þeirri lagasetningu að ef foreldrar eru ekki í hjúskap eða sambúð þegar barnið fæðist þá fái móðirin sjálfkrafa fullt forræði. Hann sagði lögin hrópandi tímaskekkju sem þurfi að betrumbæta með hagsmuni barna að leiðarljósi enda hljóti markmiðið að vera að barnið hafi jafnan rétt til beggja foreldra sinna. Eygló tekur undir orð Haraldar og fagnar því að karlmenn tjái sig meira um jafnréttismál og beiti sér fyrir jafnrétti á öllum sviðum. „Við sjáum mikla viðhorfsbreytingu hjá ungum karlmönnum. Rannsóknir sýna að ungum karlmönnum í dag finnst mikilvægt að vera umhyggjusamir og góðir feður. Það er hluti af því að vera flottur karl,“ segir Eygló. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og fjölskylduráðgjafi hjá Tengslum, hefur unnið með fjölda foreldra og kynnst öllum gerðum fjölskyldna. Hún segir að með sameiginlegri forsjá beri foreldrar saman ábyrgð. „Aðalatriðið er réttur barnsins til ábyrgðar beggja foreldra. Þetta snýst ekki aðeins um að fá að hitta foreldri sitt og eiga gæðasamvistir, heldur þurfa báðir foreldrar að axla ábyrgð. Með því er tilfinningasambandið ræktað um leið.“ Sigrún JúlíusdóttirSigrún segir það hvatningu til foreldra að axla ábyrgð með því að hafa lögbundinn rétt. „Það hvetur báða foreldra til að leggja sitt af mörkum og þá er líka hagur barnsins tryggður. Jafnvel þótt foreldrarnir þekkist lítið og ekki sé um fast samband að ræða þá er það skuldbinding að eignast barn. Þótt þú hafir ekki valið eitthvað þá þarftu samt að bera ábyrgð á því.“ Sigrúnu finnst ekki heppilegt að annað foreldrið, og annað kynið, beri eitt ábyrgð á barni. „Þetta er stór hluti ástæðunnar fyrir bágri stöðu einstæðra mæðra. Ég tel að breyting á þessari lagasetningu myndi jafna þeirra hlut.“
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira