Innlent

Vilja drekkja Ögmundi í tölvupósti

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Ögmundur Jónasson á von á pósti.
Ögmundur Jónasson á von á pósti.
Í gær bárust fréttir þess efnis að senda eigi Martin hælisleitanda aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Martin óttast að þaðan verði hann sendur til Nígeríu en vegna samkynhneigðar sinnar óttast hann um líf sitt.

Dreifibréf gengur nú sem eldur um sinu um netið (sjá neðar) þar sem fólk er hvatt til að senda Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra tölvupóst þar sem þessu er mótmælt og hann hvattur til að endurskoða ákvörðunina.

Dreifibréfið:

Sæll Ögmundur

Í kvöld bárust fréttir þess efnis að senda ætti hælisleitandann Martin aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Hann hefur nú þegar dvalist á Ítalíu í níu ár án þess að mál hans væri tekið til skoðunar. Sökum samkynhneigðar sinnar óttast hann um líf sitt og heilsu snúi hann aftur til Nígeríu þar sem algengt er að ráðist sé á samkynhneigt fólk og nýtur það lítillar verndar af hálfu nígeríska ríkisins. Íslenska ríkið hefur enga afsökun fyrir því að fela sig á bak við Dyflinnarreglugerðina og senda manninn aftur til Ítalíu þar sem litlar líkur eru á að mál hans verði tekið fyrir á næstu árum og mun hann því lifa við áframhaldandi óvissu.

Ég skora á þig að gera allt sem í þínu valdi stendur til að stöðva brottvísunina og veita manninum dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.

NAFN þitt.

netfang: ogmundur@althingi.is

Einnig má senda á forstjóra Útlendingastofnunar: k.volundar@utl.is

Og eins má reyna að senda á Allsherjarnefnd:

Birgitta Jónsdóttir birgittaj@althingi.is

Björgvin G. Sigurðsson bgs@althingi.is

Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@althingi.is

Þráinn Bertelsson thrainnb@althingi.is

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir thkg@althingi.is

Tryggvi Þór Herbertsson tryggvih@althingi.is

Skúli Helgason skulih@althingi.is

Siv Friðleifsdóttir siv@althingi.is

Ólafur Þór Gunnarsson olafurgu@althingi.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×