Vilja ekki lána til Íslands 10. mars 2011 08:00 Íslensk fyrirtæki eru í efnahagslegu stofufangelsi, segir forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar. Fréttablaðið/gva „Þetta var algjör krafa hjá bönkunum. Þeir treysta ekki lagaumhverfinu hér," segir Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, um kvaðir í rúmlega 230 milljóna dala endurfjármögnunarsamningi fyrirtækisins við norrænu bankana Nordea og SEB auk ING Bank í Hollandi, til næstu fimm ára. Upphæðin jafngildir 27 milljörðum króna. Fjármögnunin fer í gegnum erlend félög Össurar í Evrópu og Bandaríkjunum og veð eru aðeins tekin í starfsemi þar. Móðurfélagið hér á landi er ekki gjaldgengur lántakandi. Þá eru stífar kvaðir á lánveitingunni: framkvæmdastjórn Össurar er óheimilt að flytja annað af fénu hingað en það sem fer í uppgreiðslu á skuldum við Arion banka og til daglegs rekstrar. „Ein af kröfum bankanna var að íslenska móðurfélagið kæmi hvergi nærri lántökunni. Það var forsenda þess að við fengjum lánið og þessi kjör," segir Jón. Honum gremst hins vegar að önnur fyrirtæki hér hafi ekki sama aðgang að lánsfé erlendis og Össur. Forsvarsmenn íslensks atvinnulífs segja þetta sorglegar fréttir. „Við sjáum enga framtíð fyrir nútímaatvinnulíf hér með gjaldeyrishöft og lokaðan fjármagnsmarkað. Það er eitt af lykilatriðum til að efla trú á landinu og efla fjárfestingar að höftin hverfi og að íslenskur fjármagnsmarkaður tengist útlöndum á eðlilegan hátt," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Erlendar lánastofnanir vantreysta ekki íslenskum fyrirtækjum heldur því umhverfi sem þau búa við," segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. „Þar vísa ég til tilviljunarkenndrar og oft órökréttrar lagasetningar, versnandi skattaumhverfis, gjaldeyrishafta og frjálslegrar meðferðar stjórnvalda á stjórnsýslulögum og stjórnarháttum." „Íslensk fyrirtæki eru í efnahagslegu stofufangelsi," segir forstjóri Össurar. „Við getum gert þetta vegna þess að við erum með okkar starfsemi erlendis, dótturfélög úti og tekjur þar. Við erum því í forréttindaklúbbi." - jab Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Þetta var algjör krafa hjá bönkunum. Þeir treysta ekki lagaumhverfinu hér," segir Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, um kvaðir í rúmlega 230 milljóna dala endurfjármögnunarsamningi fyrirtækisins við norrænu bankana Nordea og SEB auk ING Bank í Hollandi, til næstu fimm ára. Upphæðin jafngildir 27 milljörðum króna. Fjármögnunin fer í gegnum erlend félög Össurar í Evrópu og Bandaríkjunum og veð eru aðeins tekin í starfsemi þar. Móðurfélagið hér á landi er ekki gjaldgengur lántakandi. Þá eru stífar kvaðir á lánveitingunni: framkvæmdastjórn Össurar er óheimilt að flytja annað af fénu hingað en það sem fer í uppgreiðslu á skuldum við Arion banka og til daglegs rekstrar. „Ein af kröfum bankanna var að íslenska móðurfélagið kæmi hvergi nærri lántökunni. Það var forsenda þess að við fengjum lánið og þessi kjör," segir Jón. Honum gremst hins vegar að önnur fyrirtæki hér hafi ekki sama aðgang að lánsfé erlendis og Össur. Forsvarsmenn íslensks atvinnulífs segja þetta sorglegar fréttir. „Við sjáum enga framtíð fyrir nútímaatvinnulíf hér með gjaldeyrishöft og lokaðan fjármagnsmarkað. Það er eitt af lykilatriðum til að efla trú á landinu og efla fjárfestingar að höftin hverfi og að íslenskur fjármagnsmarkaður tengist útlöndum á eðlilegan hátt," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Erlendar lánastofnanir vantreysta ekki íslenskum fyrirtækjum heldur því umhverfi sem þau búa við," segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. „Þar vísa ég til tilviljunarkenndrar og oft órökréttrar lagasetningar, versnandi skattaumhverfis, gjaldeyrishafta og frjálslegrar meðferðar stjórnvalda á stjórnsýslulögum og stjórnarháttum." „Íslensk fyrirtæki eru í efnahagslegu stofufangelsi," segir forstjóri Össurar. „Við getum gert þetta vegna þess að við erum með okkar starfsemi erlendis, dótturfélög úti og tekjur þar. Við erum því í forréttindaklúbbi." - jab
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira