Innlent

Vilja ekki skoða hugmyndir frá stjórnarandstöðu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins.
Fundi leiðtoga stjórnarflokkanna, með forystumönnum stjórnarandstöðunnar, lauk nú rétt fyrir klukkan fimm. Fréttmaður Stöðvar 2 og Vísis ræddi við leiðtoga stjórnarandstöðunnar að fundi loknum og segir að ekki sé að skilja að neinar heildstæðar hugmyndir séu um lausnir á skuldavanda heimila.

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði að ríkisstjórnin hafi ekki gengið nægilega langt í sínum hugmyndum en Sigmundur Davíð Gunnlaugssson, formaður Framsóknarflokksins, var öllu jákvæðari en sagði þó að það væri langt í land. Sjálfstæðismenn telja áskjósanlegra að boða strax til kosninga.

Sigmundur Davíð sagði í samtali við Vísi rétt eftir fundinn að stjórnarandstaðan væri alltaf tilbúin til þess að styðja góðar hugmyndir frá stjórninni, gallinn hafi hins vegar verið sá að stjórnarflokkarnir hafi hingað til ekki verið tilbúnir að skoða neinar hugmyndir frá stjórnarandstöðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×