Vilja fjölga verkefnum Sambandsins Haraldur Guðmundsson skrifar 4. desember 2013 10:18 Höfuðstöðvar SÍS voru lengi við Sölvhólsgötu þar sem menntamálaráðuneytið er í dag. Mynd/GVa „Við héldum aðalfund á Húsavík í nóvember og það eru heilmiklar pælingar í gangi,“ segir Hannes Karlsson, stjórnarformaður Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS). SÍS, eða Sambandið eins og það var kallað í daglegu tali, fagnaði 111 ára afmæli í febrúar á þessu ári. Þá var liðið 21 ár frá endalokum SÍS-veldisins þegar Landsbankinn skipti fyrirtækinu upp eftir erfið ár sem einkenndust af breyttum rekstraraðstæðum og aukinni skuldasöfnun. Sambandið hafði þá um áratugaskeið verið stærsta fyrirtæki landsins og mikill áhrifavaldur í íslensku atvinnulífi. Um 35 samvinnufélög eru skráð á landinu í dag og um tuttugu þeirra eru virk. Má þar nefna Kaupfélag Suðurnesja, KEA, Sláturfélag Suðurlands, leigubílastöðina Hreyfil, Kaupfélag Skagfirðinga og húsnæðissamvinnufélagið Búseta.Félögin að ná vopnum sínum „Sambandið hefur haldið aðalfund á hverju ári og stjórn þess fundar reglulega. Aðalfundurinn í ár var fínn og þar mættu um þrjátíu til fjörtíu aðilar sem hafa rétt til setu á aðalfundi. Þar stilltum við upp vangaveltum varðandi mögulega framtíð SÍS og það er ljóst að menn vilja halda þessu áfram,“ segir Hannes. Hann segir að SÍS hafi að loknum aðalfundi haldið málþing um samvinnumál. „Þar urðu miklar umræður um samvinnufélög í heiminum. Nokkrir samvinnumenn fóru á síðasta ári til Manchester á alþjóðaráðstefnu samvinnufélaga. Þar var alveg ljóst að samvinnufélögin, ekki síst þau í Evrópu, eru að fyllast sjálfstrausti og að ná vopnum sínum aftur eftir frekar mögur ár,“ segir Hannes. Hann segir að rekstur evrópsku samvinnufélaganna sé ólíkur rekstri SÍS á árunum fyrir 1992. „Þessum félögum er nú oftast skipt í neytendafélög og framleiðendafélög, en þessum tveimur þáttum var blandað saman innan íslensku samvinnufélaganna. Ég held að þetta sé mjög eðlileg þróun sem hefði að öllum líkindum orðið hér á landi ef Sambandið hefði haldið áfram,“ segir Hannes.Eignarhaldsfélagið SÍSSÍS er í dag eignarhaldsfélag sem á eignarhluti í líftryggingafélaginu Andvöku og fyrirtækinu GS1, sem sér meðal annars um útgáfu strikamerkja. „Það eru ekki miklir fjármunir í félaginu en það eru einhverjar eignir. Síðustu ár hefur SÍS sett heilmikla fjármuni inn í Háskólann á Bifröst og á þar enn stofnfé. Þessar peningalegu eignir og eignir í fyrirtækjum gætu mögulega orðið forsendur fyrir frekari starfsemi SÍS.“ Spurður hvernig hann sjái framtíð SÍS fyrir sér segir Hannes hana óljósa. „Það hefur verið rætt um hugsanlegt samstarf samvinnufélaga á breiðari grundvelli en bara innan SÍS. Það er fullt af gömlum samvinnufélögum sem hafa enga starfsemi, eins og þessi gömlu kaupfélög sem eru enn með félagsmenn, sem halda reglulega aðalfundi en hafa litla fjármuni. Samt sem áður er áhugi hjá þessum félögum að koma einhverju í gang aftur,“ segir Hannes.Vilja endurvekja gömul kynni Sambandið stóð á sínum tíma fyrir miklum útflutningi á sjávar- og landbúnaðarafurðum og iðnaðarvörum, svo fátt eitt sé nefnt. Þá átti SÍS í talsverðum samskiptum við erlenda aðila. Hannes segir SÍS hafa áhuga á að koma aftur á samskiptum við suma þessara aðila. „Það er heilmikil starfsemi samvinnufélaga og samstarf út um allan heim. Á ráðstefnunni í Manchester voru til að mynda tólf þúsund manns samankomin frá 88 löndum. Þetta tekur allt saman tíma og við erum að vonast til þess að menn geti fljótlega farið að meta stöðuna upp á nýtt og hvaða verkefni séu í framtíðinni fyrir félagið. Það virðist vera vilji til að halda þessu áfram, en það verður aldrei gert í sama formi og SÍS var rekið.“ Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
„Við héldum aðalfund á Húsavík í nóvember og það eru heilmiklar pælingar í gangi,“ segir Hannes Karlsson, stjórnarformaður Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS). SÍS, eða Sambandið eins og það var kallað í daglegu tali, fagnaði 111 ára afmæli í febrúar á þessu ári. Þá var liðið 21 ár frá endalokum SÍS-veldisins þegar Landsbankinn skipti fyrirtækinu upp eftir erfið ár sem einkenndust af breyttum rekstraraðstæðum og aukinni skuldasöfnun. Sambandið hafði þá um áratugaskeið verið stærsta fyrirtæki landsins og mikill áhrifavaldur í íslensku atvinnulífi. Um 35 samvinnufélög eru skráð á landinu í dag og um tuttugu þeirra eru virk. Má þar nefna Kaupfélag Suðurnesja, KEA, Sláturfélag Suðurlands, leigubílastöðina Hreyfil, Kaupfélag Skagfirðinga og húsnæðissamvinnufélagið Búseta.Félögin að ná vopnum sínum „Sambandið hefur haldið aðalfund á hverju ári og stjórn þess fundar reglulega. Aðalfundurinn í ár var fínn og þar mættu um þrjátíu til fjörtíu aðilar sem hafa rétt til setu á aðalfundi. Þar stilltum við upp vangaveltum varðandi mögulega framtíð SÍS og það er ljóst að menn vilja halda þessu áfram,“ segir Hannes. Hann segir að SÍS hafi að loknum aðalfundi haldið málþing um samvinnumál. „Þar urðu miklar umræður um samvinnufélög í heiminum. Nokkrir samvinnumenn fóru á síðasta ári til Manchester á alþjóðaráðstefnu samvinnufélaga. Þar var alveg ljóst að samvinnufélögin, ekki síst þau í Evrópu, eru að fyllast sjálfstrausti og að ná vopnum sínum aftur eftir frekar mögur ár,“ segir Hannes. Hann segir að rekstur evrópsku samvinnufélaganna sé ólíkur rekstri SÍS á árunum fyrir 1992. „Þessum félögum er nú oftast skipt í neytendafélög og framleiðendafélög, en þessum tveimur þáttum var blandað saman innan íslensku samvinnufélaganna. Ég held að þetta sé mjög eðlileg þróun sem hefði að öllum líkindum orðið hér á landi ef Sambandið hefði haldið áfram,“ segir Hannes.Eignarhaldsfélagið SÍSSÍS er í dag eignarhaldsfélag sem á eignarhluti í líftryggingafélaginu Andvöku og fyrirtækinu GS1, sem sér meðal annars um útgáfu strikamerkja. „Það eru ekki miklir fjármunir í félaginu en það eru einhverjar eignir. Síðustu ár hefur SÍS sett heilmikla fjármuni inn í Háskólann á Bifröst og á þar enn stofnfé. Þessar peningalegu eignir og eignir í fyrirtækjum gætu mögulega orðið forsendur fyrir frekari starfsemi SÍS.“ Spurður hvernig hann sjái framtíð SÍS fyrir sér segir Hannes hana óljósa. „Það hefur verið rætt um hugsanlegt samstarf samvinnufélaga á breiðari grundvelli en bara innan SÍS. Það er fullt af gömlum samvinnufélögum sem hafa enga starfsemi, eins og þessi gömlu kaupfélög sem eru enn með félagsmenn, sem halda reglulega aðalfundi en hafa litla fjármuni. Samt sem áður er áhugi hjá þessum félögum að koma einhverju í gang aftur,“ segir Hannes.Vilja endurvekja gömul kynni Sambandið stóð á sínum tíma fyrir miklum útflutningi á sjávar- og landbúnaðarafurðum og iðnaðarvörum, svo fátt eitt sé nefnt. Þá átti SÍS í talsverðum samskiptum við erlenda aðila. Hannes segir SÍS hafa áhuga á að koma aftur á samskiptum við suma þessara aðila. „Það er heilmikil starfsemi samvinnufélaga og samstarf út um allan heim. Á ráðstefnunni í Manchester voru til að mynda tólf þúsund manns samankomin frá 88 löndum. Þetta tekur allt saman tíma og við erum að vonast til þess að menn geti fljótlega farið að meta stöðuna upp á nýtt og hvaða verkefni séu í framtíðinni fyrir félagið. Það virðist vera vilji til að halda þessu áfram, en það verður aldrei gert í sama formi og SÍS var rekið.“
Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira