Vilja fjölga verkefnum Sambandsins Haraldur Guðmundsson skrifar 4. desember 2013 10:18 Höfuðstöðvar SÍS voru lengi við Sölvhólsgötu þar sem menntamálaráðuneytið er í dag. Mynd/GVa „Við héldum aðalfund á Húsavík í nóvember og það eru heilmiklar pælingar í gangi,“ segir Hannes Karlsson, stjórnarformaður Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS). SÍS, eða Sambandið eins og það var kallað í daglegu tali, fagnaði 111 ára afmæli í febrúar á þessu ári. Þá var liðið 21 ár frá endalokum SÍS-veldisins þegar Landsbankinn skipti fyrirtækinu upp eftir erfið ár sem einkenndust af breyttum rekstraraðstæðum og aukinni skuldasöfnun. Sambandið hafði þá um áratugaskeið verið stærsta fyrirtæki landsins og mikill áhrifavaldur í íslensku atvinnulífi. Um 35 samvinnufélög eru skráð á landinu í dag og um tuttugu þeirra eru virk. Má þar nefna Kaupfélag Suðurnesja, KEA, Sláturfélag Suðurlands, leigubílastöðina Hreyfil, Kaupfélag Skagfirðinga og húsnæðissamvinnufélagið Búseta.Félögin að ná vopnum sínum „Sambandið hefur haldið aðalfund á hverju ári og stjórn þess fundar reglulega. Aðalfundurinn í ár var fínn og þar mættu um þrjátíu til fjörtíu aðilar sem hafa rétt til setu á aðalfundi. Þar stilltum við upp vangaveltum varðandi mögulega framtíð SÍS og það er ljóst að menn vilja halda þessu áfram,“ segir Hannes. Hann segir að SÍS hafi að loknum aðalfundi haldið málþing um samvinnumál. „Þar urðu miklar umræður um samvinnufélög í heiminum. Nokkrir samvinnumenn fóru á síðasta ári til Manchester á alþjóðaráðstefnu samvinnufélaga. Þar var alveg ljóst að samvinnufélögin, ekki síst þau í Evrópu, eru að fyllast sjálfstrausti og að ná vopnum sínum aftur eftir frekar mögur ár,“ segir Hannes. Hann segir að rekstur evrópsku samvinnufélaganna sé ólíkur rekstri SÍS á árunum fyrir 1992. „Þessum félögum er nú oftast skipt í neytendafélög og framleiðendafélög, en þessum tveimur þáttum var blandað saman innan íslensku samvinnufélaganna. Ég held að þetta sé mjög eðlileg þróun sem hefði að öllum líkindum orðið hér á landi ef Sambandið hefði haldið áfram,“ segir Hannes.Eignarhaldsfélagið SÍSSÍS er í dag eignarhaldsfélag sem á eignarhluti í líftryggingafélaginu Andvöku og fyrirtækinu GS1, sem sér meðal annars um útgáfu strikamerkja. „Það eru ekki miklir fjármunir í félaginu en það eru einhverjar eignir. Síðustu ár hefur SÍS sett heilmikla fjármuni inn í Háskólann á Bifröst og á þar enn stofnfé. Þessar peningalegu eignir og eignir í fyrirtækjum gætu mögulega orðið forsendur fyrir frekari starfsemi SÍS.“ Spurður hvernig hann sjái framtíð SÍS fyrir sér segir Hannes hana óljósa. „Það hefur verið rætt um hugsanlegt samstarf samvinnufélaga á breiðari grundvelli en bara innan SÍS. Það er fullt af gömlum samvinnufélögum sem hafa enga starfsemi, eins og þessi gömlu kaupfélög sem eru enn með félagsmenn, sem halda reglulega aðalfundi en hafa litla fjármuni. Samt sem áður er áhugi hjá þessum félögum að koma einhverju í gang aftur,“ segir Hannes.Vilja endurvekja gömul kynni Sambandið stóð á sínum tíma fyrir miklum útflutningi á sjávar- og landbúnaðarafurðum og iðnaðarvörum, svo fátt eitt sé nefnt. Þá átti SÍS í talsverðum samskiptum við erlenda aðila. Hannes segir SÍS hafa áhuga á að koma aftur á samskiptum við suma þessara aðila. „Það er heilmikil starfsemi samvinnufélaga og samstarf út um allan heim. Á ráðstefnunni í Manchester voru til að mynda tólf þúsund manns samankomin frá 88 löndum. Þetta tekur allt saman tíma og við erum að vonast til þess að menn geti fljótlega farið að meta stöðuna upp á nýtt og hvaða verkefni séu í framtíðinni fyrir félagið. Það virðist vera vilji til að halda þessu áfram, en það verður aldrei gert í sama formi og SÍS var rekið.“ Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
„Við héldum aðalfund á Húsavík í nóvember og það eru heilmiklar pælingar í gangi,“ segir Hannes Karlsson, stjórnarformaður Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS). SÍS, eða Sambandið eins og það var kallað í daglegu tali, fagnaði 111 ára afmæli í febrúar á þessu ári. Þá var liðið 21 ár frá endalokum SÍS-veldisins þegar Landsbankinn skipti fyrirtækinu upp eftir erfið ár sem einkenndust af breyttum rekstraraðstæðum og aukinni skuldasöfnun. Sambandið hafði þá um áratugaskeið verið stærsta fyrirtæki landsins og mikill áhrifavaldur í íslensku atvinnulífi. Um 35 samvinnufélög eru skráð á landinu í dag og um tuttugu þeirra eru virk. Má þar nefna Kaupfélag Suðurnesja, KEA, Sláturfélag Suðurlands, leigubílastöðina Hreyfil, Kaupfélag Skagfirðinga og húsnæðissamvinnufélagið Búseta.Félögin að ná vopnum sínum „Sambandið hefur haldið aðalfund á hverju ári og stjórn þess fundar reglulega. Aðalfundurinn í ár var fínn og þar mættu um þrjátíu til fjörtíu aðilar sem hafa rétt til setu á aðalfundi. Þar stilltum við upp vangaveltum varðandi mögulega framtíð SÍS og það er ljóst að menn vilja halda þessu áfram,“ segir Hannes. Hann segir að SÍS hafi að loknum aðalfundi haldið málþing um samvinnumál. „Þar urðu miklar umræður um samvinnufélög í heiminum. Nokkrir samvinnumenn fóru á síðasta ári til Manchester á alþjóðaráðstefnu samvinnufélaga. Þar var alveg ljóst að samvinnufélögin, ekki síst þau í Evrópu, eru að fyllast sjálfstrausti og að ná vopnum sínum aftur eftir frekar mögur ár,“ segir Hannes. Hann segir að rekstur evrópsku samvinnufélaganna sé ólíkur rekstri SÍS á árunum fyrir 1992. „Þessum félögum er nú oftast skipt í neytendafélög og framleiðendafélög, en þessum tveimur þáttum var blandað saman innan íslensku samvinnufélaganna. Ég held að þetta sé mjög eðlileg þróun sem hefði að öllum líkindum orðið hér á landi ef Sambandið hefði haldið áfram,“ segir Hannes.Eignarhaldsfélagið SÍSSÍS er í dag eignarhaldsfélag sem á eignarhluti í líftryggingafélaginu Andvöku og fyrirtækinu GS1, sem sér meðal annars um útgáfu strikamerkja. „Það eru ekki miklir fjármunir í félaginu en það eru einhverjar eignir. Síðustu ár hefur SÍS sett heilmikla fjármuni inn í Háskólann á Bifröst og á þar enn stofnfé. Þessar peningalegu eignir og eignir í fyrirtækjum gætu mögulega orðið forsendur fyrir frekari starfsemi SÍS.“ Spurður hvernig hann sjái framtíð SÍS fyrir sér segir Hannes hana óljósa. „Það hefur verið rætt um hugsanlegt samstarf samvinnufélaga á breiðari grundvelli en bara innan SÍS. Það er fullt af gömlum samvinnufélögum sem hafa enga starfsemi, eins og þessi gömlu kaupfélög sem eru enn með félagsmenn, sem halda reglulega aðalfundi en hafa litla fjármuni. Samt sem áður er áhugi hjá þessum félögum að koma einhverju í gang aftur,“ segir Hannes.Vilja endurvekja gömul kynni Sambandið stóð á sínum tíma fyrir miklum útflutningi á sjávar- og landbúnaðarafurðum og iðnaðarvörum, svo fátt eitt sé nefnt. Þá átti SÍS í talsverðum samskiptum við erlenda aðila. Hannes segir SÍS hafa áhuga á að koma aftur á samskiptum við suma þessara aðila. „Það er heilmikil starfsemi samvinnufélaga og samstarf út um allan heim. Á ráðstefnunni í Manchester voru til að mynda tólf þúsund manns samankomin frá 88 löndum. Þetta tekur allt saman tíma og við erum að vonast til þess að menn geti fljótlega farið að meta stöðuna upp á nýtt og hvaða verkefni séu í framtíðinni fyrir félagið. Það virðist vera vilji til að halda þessu áfram, en það verður aldrei gert í sama formi og SÍS var rekið.“
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira