Innlent

Vilja fleiri sæti til Norður-Kóreu

Freyr Bjarnason skrifar
Starfsmaður Trans Atlantic er ánægður með áhuga Íslendinga á ferðinni til Norður-Kóreu.
Starfsmaður Trans Atlantic er ánægður með áhuga Íslendinga á ferðinni til Norður-Kóreu.
Sextán manns eru búnir að skrá sig í fyrstu íslensku hópferðina til Norður-Kóreu í apríl næstkomandi.

Að sögn Egils Arnar Arnarsonar Hansen, hjá ferðaskrifstofunni Trans Atlantic sem skipuleggur ferðina, hafa í kringum þrjátíu til fjörutíu manns hringt og lýst yfir áhuga á ferðinni.

„Við erum með leyfi inn í landið fyrir 35 manns en erum bara með 25 flugsæti. Við erum að vinna í að fá fleiri sæti en það er ekkert skothelt því þetta er um páska,“ segir Egill Örn, aðspurður.

Ferðin kostar rúmar sex hundruð þúsund krónur og hægt er að velja um að nota tækifærið og fara líka til Kína. Aldurshópurinn sem hefur pantað far er frá 34 ára upp í sextugt. Algengasti aldurinn er 40 til 55 ára.

Á meðal þess sem hægt er að skoða í Norður-Kóreu er leiði Kim Il Sung, einræðisherra landsins. „Þjóðin er enn þá að syrgja hann. Ég held að það sé hálfpartinn gert ráð fyrir því að þú sért í hópi syrgjenda.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×