Vilja íbúakosningar vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga í Snælandshverfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. apríl 2015 21:15 Húsnæðið að Furugrund 3 sem verktakinn Magni ehf. keypti síðastliðið sumar og vill breyta í íbúðarhúsnæði. Vísir/Vilhelm „Það má eiginlega segja að það að íbúarnir hafa upplifað það að sjónarmið þeirra hafi ekki verið tekin alvarlega og ekki hlustað á þau í þessu ferli,“ segir Hulda Herjolfsdóttir Skogland, íbúi í Snælandshverfi í Kópavogi og einn af forsvarsmönnum hóps sem fundað hefur vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi bæjarins vegna Furugrundar 3. Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi á verslun og þjónusta að vera í húsnæði við Furugrund 3. Söluturninn Snæland Video var áður í húsinu en sjoppunni var lokað í september síðastliðnum. Verktakinn Magni ehf. keypti húsið seinasta sumar og hyggst breyta því þannig að þar verði 2-3 herbergja íbúðir. Til þess að svo verði þarf þó að breyta aðalskipulagi bæjarins en íbúar í Snælandshverfi eru vægast sagt ósáttir við þessi áform.Gjá myndast á milli íbúa og kjörinna fulltrúa Haldinn var fjölmennur íbúafundur vegna málsins í nóvember í fyrra og undirskriftasöfnun sett af til að mótmæla breytingunum. Í kjölfarið var svo samráðshópur settur á laggirnar en Hulda segir að íbúarnir upplifi einfaldlega að um sýndarsamráð sé að ræða. „Það voru 500 manns sem skrifuðu undir undirskriftalistann og fjölmargir sem sendu inn athugasemdir. Þeim athugasemdum hefur hins vegar ekki verið svarað né heldur áhyggjum eða ábendingum íbúa varðandi áhrif þessara breytinga á hverfið. Við upplifum það einfaldlega sem svo að það hafi myndast gjá á milli íbúanna og fulltrúa í skipulagsnefnd og bæjarstjórn Kópavogs,“ segir Hulda. Íbúarnir hafa í ferlinu meðal annars bent á þröngan húsakost leikskólans Furugrundar og enga eldunaraðstöðu í Snælandsskóla. Þeir vilja að bærinn athugi hvort ekki megi nýta húsnæðið í þágu skólanna, frístundaheimilis og/eða félagsmiðstöðvar sem allt er steinsnar frá Furugrund 3. „Getum ekki séð að samtalið sé á báða vegu“ „Það er talað um samráð og samtal og farið fögrum orðum um það en við getum ekki séð að samtalið sé á báða vegu eða að það sé hlustað á okkar sjónarmið og hugmyndir og ábendingar kannaðar til hlítar. Þegar við bendum á þröngan húsakost leikskólans eða mikinn bílastæðaskort er okkur bara svarað með orðunum „Nei, þetta er ekki rétt.“ Þetta er sagt við okkur sem búum hérna og upplifum til dæmis reglulega hversu erfitt er að fá bílastæði inni í hverfinu.“ Hulda segir íbúana nú komna á það að það eigi einfaldlega að halda íbúakosningar um málið. „Við viljum að Kópavogsbær taki sér aðra til fyrirmyndar og hafi alvöru samráð en ekki sýndarsamráð við okkur íbúana. Ef að sannur vilji er til að kanna hvað íbúarnir vilja þá á bara að efna til kosninga eða allavega fá einhvern óháðan aðila til að gera skoðanakönnun á meðal íbúanna. Við munum að minnsta kosti halda undirskriftasöfnuninni áfram og jafnvel blása til mótmæla,“ segir Hulda að lokum. Tengdar fréttir Mótmæla fyrirhuguðum skipulagsbreytingum í Snælandshverfi Íbúar í Snælandshverfi í Kópavogi settu í gær af stað undirskriftalista þar sem skorað er á bæjarstjórn Kópavogs að veita verktakanum Magna ehf. ekki leyfi til að breyta þjónustu-og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 í íbúðahúsnæði. 25. nóvember 2014 17:22 Íbúar vilja verslun í Snælandshverfi Íbúar í grennd við Snælandsskóla afhentu bæjaryfirvöldum undirskriftalista þar sem áformum um byggingu íbúða í þjónustu- og verslunarhúsnæði er mótmælt. Íbúarnir vilja að verslun verði áfram í húsnæðinu og aðstaða fyrir skóla. 19. desember 2014 12:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
„Það má eiginlega segja að það að íbúarnir hafa upplifað það að sjónarmið þeirra hafi ekki verið tekin alvarlega og ekki hlustað á þau í þessu ferli,“ segir Hulda Herjolfsdóttir Skogland, íbúi í Snælandshverfi í Kópavogi og einn af forsvarsmönnum hóps sem fundað hefur vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi bæjarins vegna Furugrundar 3. Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi á verslun og þjónusta að vera í húsnæði við Furugrund 3. Söluturninn Snæland Video var áður í húsinu en sjoppunni var lokað í september síðastliðnum. Verktakinn Magni ehf. keypti húsið seinasta sumar og hyggst breyta því þannig að þar verði 2-3 herbergja íbúðir. Til þess að svo verði þarf þó að breyta aðalskipulagi bæjarins en íbúar í Snælandshverfi eru vægast sagt ósáttir við þessi áform.Gjá myndast á milli íbúa og kjörinna fulltrúa Haldinn var fjölmennur íbúafundur vegna málsins í nóvember í fyrra og undirskriftasöfnun sett af til að mótmæla breytingunum. Í kjölfarið var svo samráðshópur settur á laggirnar en Hulda segir að íbúarnir upplifi einfaldlega að um sýndarsamráð sé að ræða. „Það voru 500 manns sem skrifuðu undir undirskriftalistann og fjölmargir sem sendu inn athugasemdir. Þeim athugasemdum hefur hins vegar ekki verið svarað né heldur áhyggjum eða ábendingum íbúa varðandi áhrif þessara breytinga á hverfið. Við upplifum það einfaldlega sem svo að það hafi myndast gjá á milli íbúanna og fulltrúa í skipulagsnefnd og bæjarstjórn Kópavogs,“ segir Hulda. Íbúarnir hafa í ferlinu meðal annars bent á þröngan húsakost leikskólans Furugrundar og enga eldunaraðstöðu í Snælandsskóla. Þeir vilja að bærinn athugi hvort ekki megi nýta húsnæðið í þágu skólanna, frístundaheimilis og/eða félagsmiðstöðvar sem allt er steinsnar frá Furugrund 3. „Getum ekki séð að samtalið sé á báða vegu“ „Það er talað um samráð og samtal og farið fögrum orðum um það en við getum ekki séð að samtalið sé á báða vegu eða að það sé hlustað á okkar sjónarmið og hugmyndir og ábendingar kannaðar til hlítar. Þegar við bendum á þröngan húsakost leikskólans eða mikinn bílastæðaskort er okkur bara svarað með orðunum „Nei, þetta er ekki rétt.“ Þetta er sagt við okkur sem búum hérna og upplifum til dæmis reglulega hversu erfitt er að fá bílastæði inni í hverfinu.“ Hulda segir íbúana nú komna á það að það eigi einfaldlega að halda íbúakosningar um málið. „Við viljum að Kópavogsbær taki sér aðra til fyrirmyndar og hafi alvöru samráð en ekki sýndarsamráð við okkur íbúana. Ef að sannur vilji er til að kanna hvað íbúarnir vilja þá á bara að efna til kosninga eða allavega fá einhvern óháðan aðila til að gera skoðanakönnun á meðal íbúanna. Við munum að minnsta kosti halda undirskriftasöfnuninni áfram og jafnvel blása til mótmæla,“ segir Hulda að lokum.
Tengdar fréttir Mótmæla fyrirhuguðum skipulagsbreytingum í Snælandshverfi Íbúar í Snælandshverfi í Kópavogi settu í gær af stað undirskriftalista þar sem skorað er á bæjarstjórn Kópavogs að veita verktakanum Magna ehf. ekki leyfi til að breyta þjónustu-og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 í íbúðahúsnæði. 25. nóvember 2014 17:22 Íbúar vilja verslun í Snælandshverfi Íbúar í grennd við Snælandsskóla afhentu bæjaryfirvöldum undirskriftalista þar sem áformum um byggingu íbúða í þjónustu- og verslunarhúsnæði er mótmælt. Íbúarnir vilja að verslun verði áfram í húsnæðinu og aðstaða fyrir skóla. 19. desember 2014 12:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Mótmæla fyrirhuguðum skipulagsbreytingum í Snælandshverfi Íbúar í Snælandshverfi í Kópavogi settu í gær af stað undirskriftalista þar sem skorað er á bæjarstjórn Kópavogs að veita verktakanum Magna ehf. ekki leyfi til að breyta þjónustu-og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 í íbúðahúsnæði. 25. nóvember 2014 17:22
Íbúar vilja verslun í Snælandshverfi Íbúar í grennd við Snælandsskóla afhentu bæjaryfirvöldum undirskriftalista þar sem áformum um byggingu íbúða í þjónustu- og verslunarhúsnæði er mótmælt. Íbúarnir vilja að verslun verði áfram í húsnæðinu og aðstaða fyrir skóla. 19. desember 2014 12:00