Vilja lægra bjórverð svo gestir komi fyrr 11. ágúst 2011 08:00 Gullið flæðir á Enska barnum. Elva Dröfn Sigurjónsdóttir dælir hér Gulli í hádeginu í gær á Enska barnum. Eigandinn segir að með hækkandi áfengisverði komi gestir seinna og jafnvel ölvaðri en áður. fréttablaðið/valli Arnar Þór Gíslason Félag kráareigenda leggur til að veitingastaðir fái bjór og léttvín á sérkjörum svo að hægt verði að bjóða upp á slíkar veigar á hagstæðu verði. Arnar Þór Gíslason, sem rekur Enska barinn, Dönsku krána og Oliver, segir að með þessu móti mætti bæta vínmenningu landans og minnka álag hjá lögreglunni. „Með þessum breytingum myndi kúnninn fara fyrr út og þá fyrr heim líka,“ segir hann. „Þar að auki myndi ungt fólk læra að drekka þessa drykki í stað þess að drekka landa, en neyslan á honum eykst með hækkandi áfengisverði. Þá myndi líka ungt fólk drekka minna af sterku áfengi.“ Hann segir, líkt og Óli Már Ólason, annar eigenda Vegamóta, að eftir að áfengisverð hækkaði í kjölfar efnahagshrunsins komi fólk síðar á veitingastaðina og krárnar og sé jafnframt ölvaðra þar sem það sitji lengur við drykkju í heimahúsum. ÁTVR heyrir undir fjármálaráðuneytið og segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að hann hafi ekki heyrt neinar hugmyndir í þessum toga og myndi vilja fá frekari rökstuðning fyrir þeim áður en hann tjái sig um þær. Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, vildi heldur ekki tjá sig um þessar hugmyndir. Arnar Þór er vongóður um að þessi breyting nái fram að ganga jafnvel þó að hingað til hafi ekki verið tekið mikið tillit til óska veitingamanna. Hann segir enn fremur að Reykjavíkurborg mætti hafa meira samráð við kráareigendur áður en ákvarðanir séu teknar, til dæmis hafi Félag kráareigenda verið tilbúið til að stytta afgreiðslutímann um eina klukkustund á föstudags- og laugardagskvöldum gegn því að fá að hafa opið til klukkan tvö á fimmtudögum. „Við vorum ekkert að falast eftir því að fá að selja áfengi eftir klukkan eitt en við töldum það gæfulegra ef gestir gætu fengið að sitja inni hjá okkur til klukkan tvö, þá gæti þeir klárað í rólegheitunum án þess að þurfa að skvetta þessu í sig áður en þeim er gert að yfirgefa staðinn. Þessi breyting hefði líka komið sér vel fyrir lögregluna en vegna vaktaskipulagsins hentar þeim illa að fá holskefluna klukkan eitt.“ jse@frettabladid.isSteingrímur J. Sigfússon Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Arnar Þór Gíslason Félag kráareigenda leggur til að veitingastaðir fái bjór og léttvín á sérkjörum svo að hægt verði að bjóða upp á slíkar veigar á hagstæðu verði. Arnar Þór Gíslason, sem rekur Enska barinn, Dönsku krána og Oliver, segir að með þessu móti mætti bæta vínmenningu landans og minnka álag hjá lögreglunni. „Með þessum breytingum myndi kúnninn fara fyrr út og þá fyrr heim líka,“ segir hann. „Þar að auki myndi ungt fólk læra að drekka þessa drykki í stað þess að drekka landa, en neyslan á honum eykst með hækkandi áfengisverði. Þá myndi líka ungt fólk drekka minna af sterku áfengi.“ Hann segir, líkt og Óli Már Ólason, annar eigenda Vegamóta, að eftir að áfengisverð hækkaði í kjölfar efnahagshrunsins komi fólk síðar á veitingastaðina og krárnar og sé jafnframt ölvaðra þar sem það sitji lengur við drykkju í heimahúsum. ÁTVR heyrir undir fjármálaráðuneytið og segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að hann hafi ekki heyrt neinar hugmyndir í þessum toga og myndi vilja fá frekari rökstuðning fyrir þeim áður en hann tjái sig um þær. Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, vildi heldur ekki tjá sig um þessar hugmyndir. Arnar Þór er vongóður um að þessi breyting nái fram að ganga jafnvel þó að hingað til hafi ekki verið tekið mikið tillit til óska veitingamanna. Hann segir enn fremur að Reykjavíkurborg mætti hafa meira samráð við kráareigendur áður en ákvarðanir séu teknar, til dæmis hafi Félag kráareigenda verið tilbúið til að stytta afgreiðslutímann um eina klukkustund á föstudags- og laugardagskvöldum gegn því að fá að hafa opið til klukkan tvö á fimmtudögum. „Við vorum ekkert að falast eftir því að fá að selja áfengi eftir klukkan eitt en við töldum það gæfulegra ef gestir gætu fengið að sitja inni hjá okkur til klukkan tvö, þá gæti þeir klárað í rólegheitunum án þess að þurfa að skvetta þessu í sig áður en þeim er gert að yfirgefa staðinn. Þessi breyting hefði líka komið sér vel fyrir lögregluna en vegna vaktaskipulagsins hentar þeim illa að fá holskefluna klukkan eitt.“ jse@frettabladid.isSteingrímur J. Sigfússon
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira