Vilja leggja grunninn að nýjum stöðugleikasáttmála 24. nóvember 2010 06:00 Stöðugleikasáttmálinn undirritaður. Mynd/Stefán Karlsson Forvígismenn vinnuveitenda og launþega, á opinbera og almenna vinnumarkaðnum, ætla að fara yfir komandi kjarasamningsgerð á fundi á morgun. Mun Magnús Pétursson ríkissáttasemjari stýra fundinum. „Það er nauðsynlegt að allir aðilar vinnumarkaðarins komi saman og ræði málin,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sem boðaði til fundarins. Samtökin telja mikilvægt að allir séu samtaka í samningagerðinni, en flestir samningar renna út í lok þessa mánaðar eða næsta. „Við viljum að niðurstaðan verði samningur til þriggja ára með hóflegum launahækkunum,“ segir Vilhjálmur. Forsenda þess sé að verðbólga verði lág og störf skapist. Aðspurður segir hann hugsanlegt að út úr fundinum komi grunnur að nýjum stöðugleikasáttmála. „Við viljum kanna hvort menn séu tilbúnir til að reyna að fara slíka leið.“ Spurður hvort hann sé fyrir fram bjartsýnn á að sú verði niðurstaðan segir hann: „Ég spyr, hvaða betri leið er í boði? Ég held að það sé engin betri leið í boði.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vill fátt segja um möguleikann á nýjum sáttmála en bendir hins vegar á að á sambærilegum fundi í febrúar 2009 hafi uppleggið að sáttmálanum hinum fyrri orðið til. Einnig bendir hann á að á ársfundi ASÍ fyrir mánuði hafi verið ályktað að mikilvægt væri að efnt yrði til víðtæks samstarfs og samvinnu stjórnvalda, stjórnarandstöðu, atvinnurekenda og stéttarfélaga á almennum og opinberum vinnumarkaði við það verkefni að fjölga störfum og auka og tryggja kaupmátt launafólks. Inntur álits á hugmyndum SA um kjarasamning til þriggja ára segir Gylfi að til að ræða þær þurfi aðkomu ríkisvaldsins í efnahags- og atvinnumálum. Þær forsendur liggi ekki fyrir. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir að fyrir fundinum liggi að kanna hvort einhverjar línur liggi saman sem hægt sé að vefa úr. „Við mætum með okkar nesti og hlustum á aðra.“- bþs Vilhjálmur Egilsson Gylfi Arnbjörnsson Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Forvígismenn vinnuveitenda og launþega, á opinbera og almenna vinnumarkaðnum, ætla að fara yfir komandi kjarasamningsgerð á fundi á morgun. Mun Magnús Pétursson ríkissáttasemjari stýra fundinum. „Það er nauðsynlegt að allir aðilar vinnumarkaðarins komi saman og ræði málin,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sem boðaði til fundarins. Samtökin telja mikilvægt að allir séu samtaka í samningagerðinni, en flestir samningar renna út í lok þessa mánaðar eða næsta. „Við viljum að niðurstaðan verði samningur til þriggja ára með hóflegum launahækkunum,“ segir Vilhjálmur. Forsenda þess sé að verðbólga verði lág og störf skapist. Aðspurður segir hann hugsanlegt að út úr fundinum komi grunnur að nýjum stöðugleikasáttmála. „Við viljum kanna hvort menn séu tilbúnir til að reyna að fara slíka leið.“ Spurður hvort hann sé fyrir fram bjartsýnn á að sú verði niðurstaðan segir hann: „Ég spyr, hvaða betri leið er í boði? Ég held að það sé engin betri leið í boði.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vill fátt segja um möguleikann á nýjum sáttmála en bendir hins vegar á að á sambærilegum fundi í febrúar 2009 hafi uppleggið að sáttmálanum hinum fyrri orðið til. Einnig bendir hann á að á ársfundi ASÍ fyrir mánuði hafi verið ályktað að mikilvægt væri að efnt yrði til víðtæks samstarfs og samvinnu stjórnvalda, stjórnarandstöðu, atvinnurekenda og stéttarfélaga á almennum og opinberum vinnumarkaði við það verkefni að fjölga störfum og auka og tryggja kaupmátt launafólks. Inntur álits á hugmyndum SA um kjarasamning til þriggja ára segir Gylfi að til að ræða þær þurfi aðkomu ríkisvaldsins í efnahags- og atvinnumálum. Þær forsendur liggi ekki fyrir. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir að fyrir fundinum liggi að kanna hvort einhverjar línur liggi saman sem hægt sé að vefa úr. „Við mætum með okkar nesti og hlustum á aðra.“- bþs Vilhjálmur Egilsson Gylfi Arnbjörnsson Elín Björg Jónsdóttir
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira