Innlent

Vilja ná sátt um nýtingu Öskjuhlíðar

Meginstefnan í endurskoðuðu skipulagi verður að áfram verði fjölsóttur útvistarskógur í Öskjuhlíð.
Fréttablaðið/pjetur
Meginstefnan í endurskoðuðu skipulagi verður að áfram verði fjölsóttur útvistarskógur í Öskjuhlíð. Fréttablaðið/pjetur
Halda á hugmyndasamkeppni um framtíð útivistar- og skógræktarsvæðisins í Öskjuhlíð. Í greinargerð sem lögð var fyrir skipulagsráð Reykjavíkur kemur fram að markmiðið sé að skapa sátt um framtíð og nýtingu svæðisins.

„Ef heimila á nýja starfsemi í Öskjuhlíð sem krefst nýrra mannvirkja þá er réttast að það verði gert með endurskoðun á skipulagi Öskjuhlíðar þar sem hlutverk og starfsemi svæðisins verður endurmetin í ljósi uppbyggingaráforma í nágrenninu og hlutverki Öskjuhlíðar sem útivistarsvæðis í miðri borg,“ segir í greinargerð þar sem kynnt er sú ákvörðun borgarráðs að fela skipulagsráði málið.

„Þar sem Öskjuhlíðin er vinsæl til útiveru er mikilvægt að hvetja til almennrar þátttöku í hugmyndaleit um vernd, nýtingu og framtíðarskipulag,“ segir í forskriftinni til skipulagsráðs. Bent er á að í Öskjuhlíð sé mikið af jarðsögulegum og menningarlegum minjum. Fram hefur komið að bæði hæstbjóðendur í Perluna og eigendur Keiluhallarinnar hafa hug á hótelbyggingum í og við Öskjuhlíð.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×