Vilja samhæfða stefnu 17. ágúst 2011 08:45 Sarkozy og Merkel kölluðu eftir sameiginlegri hagstjórn evruríkjanna til að verja sameiginlegan gjaldmiðil. Hér sést Sarkozy taka á móti Merkel við komuna til Elysée-hallar í París. Fréttablaðið/AP Samhæfðari stefna í efnahagsmálum er að mati Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, nauðsynleg til að verja evruna. Hún lét þessi orð falla í gær eftir fund með Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, en meðal þess sem þau leggja til er sameiginleg hagstjórn á evrusvæðinu. Mikill óróleiki hefur verið í efnahagslífi Evrópu síðustu misseri, ekki síst vegna skuldavandamála ríkja eins og Grikklands, Portúgals og Írlands, sem hafa þegið hundruð milljarða evra í styrk. Nýjustu hagtölur frá Frakklandi og Þýskalandi hafa svo enn aukið óvissu með framhaldið, en hartnær enginn hagvöxtur varð í löndunum á öðrum fjórðungi þessa árs. Merkel og Sarkozy hétu því að standa vörð um evruna. Meðal annarra atriða í tillögum þeirra var að koma á sameiginlegum evrópskum skatti á fjármagnsflutninga og að evruríkin myndu stjórnarskrárbinda bann við fjárlagahalla, ekki síðar en næsta sumar. Þá sömdu Frakkland og Þýskaland um að samhæfa fyrirtækjaskatta ríkjanna. Loks má þess geta að leiðtogarnir neituðu að til stæði að gefa út evruskuldabréf og ekki kæmi til greina að efla neyðarsjóð evrusvæðisins. Sarkozy sagði sjóðinn, sem stendur í 440 milljörðum evra í dag, vera nægilega öflugan til að bregðast við þeim þrengingum sem evruríkin horfi fram á. Fyrrnefnt efnahagsyfirvald evrusvæðisins yrði, samkvæmt hugmyndum Merkel og Sarkozys, skipað leiðtogum allra aðildarríkja myntbandalagsins, undir forystu forseta leiðtogaráðs ESB. Óvíst er hver viðbrögð annarra evruríkja verða við tillögunum, sem fela í sér afsal á völdum ríkisstjórna í efnahagsmálum. Tillögurnar fengu blendin viðbrögð á mörkuðum þar sem evran hækkaði í verði gegn Bandaríkjadal fyrst eftir fund Sarkozys og Merkel en gaf svo eftir seinni partinn. Merkel og Sarkozy lögðu áherslu á að enga skyndilausn væri að finna á vandanum. Frekar þyrfti að líta til pólitískra langtímalausna. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Samhæfðari stefna í efnahagsmálum er að mati Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, nauðsynleg til að verja evruna. Hún lét þessi orð falla í gær eftir fund með Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, en meðal þess sem þau leggja til er sameiginleg hagstjórn á evrusvæðinu. Mikill óróleiki hefur verið í efnahagslífi Evrópu síðustu misseri, ekki síst vegna skuldavandamála ríkja eins og Grikklands, Portúgals og Írlands, sem hafa þegið hundruð milljarða evra í styrk. Nýjustu hagtölur frá Frakklandi og Þýskalandi hafa svo enn aukið óvissu með framhaldið, en hartnær enginn hagvöxtur varð í löndunum á öðrum fjórðungi þessa árs. Merkel og Sarkozy hétu því að standa vörð um evruna. Meðal annarra atriða í tillögum þeirra var að koma á sameiginlegum evrópskum skatti á fjármagnsflutninga og að evruríkin myndu stjórnarskrárbinda bann við fjárlagahalla, ekki síðar en næsta sumar. Þá sömdu Frakkland og Þýskaland um að samhæfa fyrirtækjaskatta ríkjanna. Loks má þess geta að leiðtogarnir neituðu að til stæði að gefa út evruskuldabréf og ekki kæmi til greina að efla neyðarsjóð evrusvæðisins. Sarkozy sagði sjóðinn, sem stendur í 440 milljörðum evra í dag, vera nægilega öflugan til að bregðast við þeim þrengingum sem evruríkin horfi fram á. Fyrrnefnt efnahagsyfirvald evrusvæðisins yrði, samkvæmt hugmyndum Merkel og Sarkozys, skipað leiðtogum allra aðildarríkja myntbandalagsins, undir forystu forseta leiðtogaráðs ESB. Óvíst er hver viðbrögð annarra evruríkja verða við tillögunum, sem fela í sér afsal á völdum ríkisstjórna í efnahagsmálum. Tillögurnar fengu blendin viðbrögð á mörkuðum þar sem evran hækkaði í verði gegn Bandaríkjadal fyrst eftir fund Sarkozys og Merkel en gaf svo eftir seinni partinn. Merkel og Sarkozy lögðu áherslu á að enga skyndilausn væri að finna á vandanum. Frekar þyrfti að líta til pólitískra langtímalausna. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira