Vilja selja þriðjung í HS Veitum sem fyrst 5. janúar 2012 04:00 Árni Sigfússon útilokar ekki að aðrir áhugasamir fjárfestar en sveitarfélög og lífeyrissjóðir kaupi sig inn í HS Veitur. Reykjanesbær er að skoða að selja 15% hlut í HS Veitum til að greiða niður skuldir sínar. Sveitarfélagið á í dag 66,7% hlut í fyrirtækinu. Áætlað er að sala hlutarins fari fram á fyrstu mánuðum ársins. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar sem var samþykkt í bæjarstjórn 3. janúar síðastliðinn. Þá hefur Orkuveita Reykjavíkur (OR) hug á því að selja 16,6% eignarhlut sinn í HS Veitum í samstarfi við Reykjanesbæ. Íslandsbanki vinnur nú að verkefninu fyrir hönd sveitarfélagsins og OR. Því er samtals tæplega þriðjungshlutur í fyrirtækinu til sölu. HS Veitur reka og eiga dreifiveitur fyrir raforku, kalt og heitt vatn. Veitusvæði fyrirtækisins nær til Suðurnesja, Hafnarfjarðar, Álftaness, hluta Garðarbæjar, Vestmannaeyja og Árborgar. Samkvæmt lögum verða HS Veitur ávallt að vera í meirihlutaeign ríkis, sveitarfélaga og/eða fyrirtækja sem eru alfarið í eigu þessara aðila. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, staðfestir að stefnt sé að sölu á 15% hlut í HS Veitum á fyrstu mánuðum ársins 2012. Hann telur fyrirtækið vera ákjósanlega fjárfestingu fyrir áhugasama fjárfesta vegna sterkrar eiginfjárstöðu þess og stöðugs reksturs. „Við höfum það markmið að eiga áfram meirihluta í HS Veitum en teljum okkur geta selt út 15%. Við höfum verið í samstarfi við Orkuveituna sem er að gera ráð fyrir að skoða sölu á sínum hlut. Það yrði því rúmlega 30% hlutur sem yrði seldur út. Íslandsbanki hefur tekið að sér að skoða þetta verkefni og undirbúa það. Það er verið að horfa til þess að gefa öðrum sveitarfélögum eða lífeyrissjóðum tækifæri til að kaupa hlutinn.“ Hann útilokar þó ekki að aðrir áhugasamir einkafjárfestar getið keypt sig inn í veitufyrirtækið. „Svo lengi sem við uppfyllum lagaákvæðið um að meirihluti sé í eigu opinberra aðila þá kemur vel til greina að aðrir fjárfestar sem vilja eignast þennan hlut gætu gert það.“ Reykjanesbær birti lista yfir helstu seljanlegu eignir sínar í fyrravor. Þar kom fram að bókfært virði 66,7% hlutar sveitarfélagsins í HS Veitum væri 6,5 milljarðar króna. Samkvæmt því ætti 15% hlutur í HS Veitum að vera um 1,5 milljarða króna virði. HS Veitur högnuðust um 124 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2011. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins um mitt síðasta ár var 51,4%. HS Veitur högnuðust um 321 milljón króna á árinu 2010. Fyrirtækið greiddi út 250 milljónir króna í arð til hluthafa á árinu 2011 vegna þeirrar frammistöðu. thordur@frettabladid.is Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Reykjanesbær er að skoða að selja 15% hlut í HS Veitum til að greiða niður skuldir sínar. Sveitarfélagið á í dag 66,7% hlut í fyrirtækinu. Áætlað er að sala hlutarins fari fram á fyrstu mánuðum ársins. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar sem var samþykkt í bæjarstjórn 3. janúar síðastliðinn. Þá hefur Orkuveita Reykjavíkur (OR) hug á því að selja 16,6% eignarhlut sinn í HS Veitum í samstarfi við Reykjanesbæ. Íslandsbanki vinnur nú að verkefninu fyrir hönd sveitarfélagsins og OR. Því er samtals tæplega þriðjungshlutur í fyrirtækinu til sölu. HS Veitur reka og eiga dreifiveitur fyrir raforku, kalt og heitt vatn. Veitusvæði fyrirtækisins nær til Suðurnesja, Hafnarfjarðar, Álftaness, hluta Garðarbæjar, Vestmannaeyja og Árborgar. Samkvæmt lögum verða HS Veitur ávallt að vera í meirihlutaeign ríkis, sveitarfélaga og/eða fyrirtækja sem eru alfarið í eigu þessara aðila. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, staðfestir að stefnt sé að sölu á 15% hlut í HS Veitum á fyrstu mánuðum ársins 2012. Hann telur fyrirtækið vera ákjósanlega fjárfestingu fyrir áhugasama fjárfesta vegna sterkrar eiginfjárstöðu þess og stöðugs reksturs. „Við höfum það markmið að eiga áfram meirihluta í HS Veitum en teljum okkur geta selt út 15%. Við höfum verið í samstarfi við Orkuveituna sem er að gera ráð fyrir að skoða sölu á sínum hlut. Það yrði því rúmlega 30% hlutur sem yrði seldur út. Íslandsbanki hefur tekið að sér að skoða þetta verkefni og undirbúa það. Það er verið að horfa til þess að gefa öðrum sveitarfélögum eða lífeyrissjóðum tækifæri til að kaupa hlutinn.“ Hann útilokar þó ekki að aðrir áhugasamir einkafjárfestar getið keypt sig inn í veitufyrirtækið. „Svo lengi sem við uppfyllum lagaákvæðið um að meirihluti sé í eigu opinberra aðila þá kemur vel til greina að aðrir fjárfestar sem vilja eignast þennan hlut gætu gert það.“ Reykjanesbær birti lista yfir helstu seljanlegu eignir sínar í fyrravor. Þar kom fram að bókfært virði 66,7% hlutar sveitarfélagsins í HS Veitum væri 6,5 milljarðar króna. Samkvæmt því ætti 15% hlutur í HS Veitum að vera um 1,5 milljarða króna virði. HS Veitur högnuðust um 124 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2011. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins um mitt síðasta ár var 51,4%. HS Veitur högnuðust um 321 milljón króna á árinu 2010. Fyrirtækið greiddi út 250 milljónir króna í arð til hluthafa á árinu 2011 vegna þeirrar frammistöðu. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira