Vilja þrýsta á Bandaríkin að beita sér vegna Palestínu Randver Kári Randversson skrifar 16. júlí 2014 22:46 Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG. Vísir/GVA „Við teljum fulla ástæðu til þess að utanríkismálanefnd Alþingis hittist í ljósi þess að staðan í Palestínu er orðin mjög alvarleg, og verður alvarlegri með hverjum deginum sem líður. Við teljum rétt að Ísland leitist við að beita þrýstingi í þessum efnum. Ekki bara á deiluaðila heldur ekki síður á Bandaríkin, hvort sem er þá í gegnum okkar sendiherra í Bandaríkjunum, eða þá hér heima,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Þingflokkur VG hefur óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd til að ræða málefni Palestínu og Ísraels. Í bréfi til Birgis Ármannssonar, formanns nefndarinnar, er bent á að utanríkismálanefnd geti fundað hvenær sem er, þótt annars sé sumarleyfi þingnefnda. Svandís segir að þegar hafi borist svar frá formanni nefndarinnar, þar sem fram kom að athugað verði með möguleika á fundi á allra næstu dögum. Svandís segir mikilvægt að Íslendingar tali skýrt og láti rödd sína heyrast þegar kemur að málefnum Palestínu. „Í raun og veru getum við Íslendingar verið stolt af því að hvernig við höfum náð breiðri þverpólitískri samstöðu um það að tala skýrt í þessum efnum að því er varðar stöðu og rétt Palestínu. Við eigum að halda því áfram þegar að þessum borgurum er sótt. Ég á eftir að sjá að það sé ekki skýr vilji fyrir því að það verði gert“, segir Svandís. „Ísland hefur, ekki síst á síðasta kjörtímabili með því að lýsa yfir stuðningi við frjálsa Palestínu, haft mjög sterka rödd í þessum efnum og við teljum ástæðu til þess að svo verði áfram. Ég vænti þess að þessu verði vel tekið,“ segir Svandís að lokum. Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Sjá meira
„Við teljum fulla ástæðu til þess að utanríkismálanefnd Alþingis hittist í ljósi þess að staðan í Palestínu er orðin mjög alvarleg, og verður alvarlegri með hverjum deginum sem líður. Við teljum rétt að Ísland leitist við að beita þrýstingi í þessum efnum. Ekki bara á deiluaðila heldur ekki síður á Bandaríkin, hvort sem er þá í gegnum okkar sendiherra í Bandaríkjunum, eða þá hér heima,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Þingflokkur VG hefur óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd til að ræða málefni Palestínu og Ísraels. Í bréfi til Birgis Ármannssonar, formanns nefndarinnar, er bent á að utanríkismálanefnd geti fundað hvenær sem er, þótt annars sé sumarleyfi þingnefnda. Svandís segir að þegar hafi borist svar frá formanni nefndarinnar, þar sem fram kom að athugað verði með möguleika á fundi á allra næstu dögum. Svandís segir mikilvægt að Íslendingar tali skýrt og láti rödd sína heyrast þegar kemur að málefnum Palestínu. „Í raun og veru getum við Íslendingar verið stolt af því að hvernig við höfum náð breiðri þverpólitískri samstöðu um það að tala skýrt í þessum efnum að því er varðar stöðu og rétt Palestínu. Við eigum að halda því áfram þegar að þessum borgurum er sótt. Ég á eftir að sjá að það sé ekki skýr vilji fyrir því að það verði gert“, segir Svandís. „Ísland hefur, ekki síst á síðasta kjörtímabili með því að lýsa yfir stuðningi við frjálsa Palestínu, haft mjög sterka rödd í þessum efnum og við teljum ástæðu til þess að svo verði áfram. Ég vænti þess að þessu verði vel tekið,“ segir Svandís að lokum.
Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Sjá meira