Vilji fyrir varanlegri göngugötu 22. ágúst 2012 07:00 Áhugi er meðal margra verslunarmanna að gera neðsta hlutann að varanlegri göngugötu. Borgaryfirvöld eru opin fyrir hugmyndinni. fréttablaðið/gva „Við vitum að meðal margra rekstraraðila á Skólavörðustíg er mikill áhugi fyrir því að gera neðsta hluta götunnar að varanlegri göngugötu,“ segir Hjálmar Sveinsson sem sæti á í skipulagsráði Reykjavíkur. Hann segir að tímabundin lokun hluta Skólavörðustígs sem og Laugavegs hafi gefið góða raun. „Við ætlum að halda þessu áfram á báðum þessum götum og af því að við heyrum af því að áhugi er til staðar þá erum við mjög opin fyrir því að víkka þetta út, lengja tímabilið og skoða kosti og galla þess að hafa einhverja hluta lokaða varanlega,“ segir hann. Rekstraraðilar á Skólavörðustíg óskuðu eftir því að gatan yrði lokuð fyrir bílaumferð í eina viku í viðbót en fyrirhugað var að hleypa umferð á í gær. Borgaryfirvöld hafa orðið við þessari ósk og því verður kafli götunnar frá Bergstaðastræti til Laugavegs lokaður bílaumferð eina viku enn eða til mánudagsins 27. ágúst. Ýmsar gagnrýnisraddir hafa heyrst varðandi lokun neðsta hluta Laugavegs í sumar og það talið hafa verið lamandi fyrir verslun þar. En Hjálmar er sannfærður um að vel hafi tekist til. „Við teljum að við höfum gert okkar til þess að mannlífið verði með blóma þarna í miðbænum, þarna hefur eiginlega allt verið fullt í allt sumar en við ráðum því hins vegar ekki hvað fólk kaupir. Þar verður aftur á móti að reyna á hæfni kaupmannanna,“ segir Hjálmar.- jse Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
„Við vitum að meðal margra rekstraraðila á Skólavörðustíg er mikill áhugi fyrir því að gera neðsta hluta götunnar að varanlegri göngugötu,“ segir Hjálmar Sveinsson sem sæti á í skipulagsráði Reykjavíkur. Hann segir að tímabundin lokun hluta Skólavörðustígs sem og Laugavegs hafi gefið góða raun. „Við ætlum að halda þessu áfram á báðum þessum götum og af því að við heyrum af því að áhugi er til staðar þá erum við mjög opin fyrir því að víkka þetta út, lengja tímabilið og skoða kosti og galla þess að hafa einhverja hluta lokaða varanlega,“ segir hann. Rekstraraðilar á Skólavörðustíg óskuðu eftir því að gatan yrði lokuð fyrir bílaumferð í eina viku í viðbót en fyrirhugað var að hleypa umferð á í gær. Borgaryfirvöld hafa orðið við þessari ósk og því verður kafli götunnar frá Bergstaðastræti til Laugavegs lokaður bílaumferð eina viku enn eða til mánudagsins 27. ágúst. Ýmsar gagnrýnisraddir hafa heyrst varðandi lokun neðsta hluta Laugavegs í sumar og það talið hafa verið lamandi fyrir verslun þar. En Hjálmar er sannfærður um að vel hafi tekist til. „Við teljum að við höfum gert okkar til þess að mannlífið verði með blóma þarna í miðbænum, þarna hefur eiginlega allt verið fullt í allt sumar en við ráðum því hins vegar ekki hvað fólk kaupir. Þar verður aftur á móti að reyna á hæfni kaupmannanna,“ segir Hjálmar.- jse
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira