Erlent

Vill að börn undir 13 ára fái að nota Facebook

Mark Zuckerberg vill að börnin fái að nota samskiptavefinn.
Mark Zuckerberg vill að börnin fái að nota samskiptavefinn.
Eigandi Facebook, Mark Zuckerberg, sagði á ráðstefnu í Newark í Bandaríkjunum að börn undir þrettán ára ættu að fá að nota samskiptavefinn eins og aðrir. Sérstök lög í Bandaríkjunum banna börnum undir þrettán ára að nota Facebook en  fyrirtækið lokar um tuttugu þúsund reikningum barna undir þessum aldurstakmörkunum á dag.

Mark segir að fyrirtækið muni láta reyna á þessi lög í framtíðinni og segir að notkun Facebook sé slík að það réttlæti að börn noti vefinn.

Þessu eru sérfræðingar ekki sammála og segja þátttöku barna á vefnum auka og auðvelda óæskilegt aðgengi að börnunum fyrir þá sem hafa illt í huga.

Þrátt fyrir aldurstakmarkið er lítið sem kemur í veg fyrir að börn undir þrettán ára stofni reikninga á Facebook. Talið er að tæplega átta milljónir reikninga á Facebook séu stjórnað af börnum undir aldurstakmarkinu.

Lögin eru hinsvegar mismunandi eftir löndum. Þannig er börnum undir fjórtán ára óheimilt að nota Facebook á Spáni. Hér á landi eru hinsvegar engin sérstök lög um aldurstakmörk barna á netinu, þó svo að þau eigi engu að síður að vera eldri en þrettán ára til þess að opna reikning á Facebook.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×