Vill að Eygló segi af sér taki hún sig ekki taki sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 28. júlí 2015 12:30 Borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina fer hörðum orðum um félags- og húsnæðismálaráðherra og fer fram á afsögn, taki ráðherrann sig ekki taki og vinni húsnæðismálin af skynsemi. vísir/ernir/eyjan Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, fer fram á að Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segi af sér embætti, taki hún sig ekki taki og vinni húsnæðismálin af skynsemi. Hún fer hörðum orðum um störf ráðherrans, segir húsnæðismálin í algjöru uppnámi og býðst til að aðstoða við að koma þeim í betri farveg. Guðfinna ritaði færslu á Facebook í nótt þar sem hún sagði Eygló og forvera hennar, Árna Pál Árnason og Guðbjart Hannesson „ömurlega“. Eygló tæki ekki við ráðgjöf þegar komi að húsnæðismálum og því séu þau í algjör rugli, líkt og Guðfinna orðaði það.Reynslumikil boðið fram aðstoð „Ég er búin að starfa í húsnæðismálum í tuttugu ár og þekki þetta ágætlega. Ég hef boðist til að aðstoða velferðarráðherra í hennar málum en hún hefur ekki viljað það. Þannig að ég er tilbúin til þess að aðstoða hvern þann sem hefur áhuga á að gera eitthvað í þessum málum,” segir Guðfinna í samtali við Vísi. Eygló boðaði tvö húsnæðismálafrumvörp á liðnu þingi en hvorugt þeirra varð að veruleika og urðu um þau nokkrar deilur. Bjarni Benediktsson hvatti hana til að draga þau til baka að hennar sögn eftir kostnaðarmat í fjármálaráðuneytinu. „Húsnæðismálin eru auðvitað búin að vera vandamál í mörg ár og lítið verið gert. Þessi frumvörp sem voru lögð fram af velferðarráðherra nú í vor – að þegar maður les athugasemdirnar, til dæmis frá fjármálaráðuneytinu á frumvarpinu um húsnæðisbætur að þá sést alveg greinilega að frumvarpið var mjög illa unnið. Frumvarpið er ekki í rauninni að skila því sem það ætti að vera að skila og það gleymist oft að ræða er það að almennur leigumarkaður er eitt og félagslegur annað,“ segir Guðfinna og bætir við að finna þurfi hæfari aðila í starf velferðarráðherra.Eygló þurfi að vinna málin af skynsemi „Ég held það sé hægt að finna miklu hæfara fólk í þessi mál. Mér finnst hún hafa staðið sig mjög illa og annað hvort þarf hún bara að taka sig verulega á og fara að vinna þessi mál af skynsemi í staðinn fyrir að segja að það sé fjármálaráðuneytið sem sé að stoppa hana í hennar málum. Þetta eru illa unnin frumvörp hjá henni. Nú ef hún getur það ekki þá tel ég rétt að það sé fundinn einhver annar einstaklingur til þess að gegna þessu embætti,“ segir hún og bætir við að margir séu betur til þess fallnir að gegna embættinu, en vill þó ekki nefna nein nöfn. Ok ég veit að ég má ekki segja það en Árni Páll og Guðbjartur voru ömurlegir velferðarráðherra en Eygló er það líka,...Posted by Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir on 27. júlí 2015 Tengdar fréttir Eygló ömurlegur velferðarráðherra að mati flokkssystur sinnar Borgarfulltrúinn segir húsnæðismálin „í rugli“ sökum þess að ráðherrann neiti að taka við ráðleggingum. 28. júlí 2015 07:55 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, fer fram á að Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segi af sér embætti, taki hún sig ekki taki og vinni húsnæðismálin af skynsemi. Hún fer hörðum orðum um störf ráðherrans, segir húsnæðismálin í algjöru uppnámi og býðst til að aðstoða við að koma þeim í betri farveg. Guðfinna ritaði færslu á Facebook í nótt þar sem hún sagði Eygló og forvera hennar, Árna Pál Árnason og Guðbjart Hannesson „ömurlega“. Eygló tæki ekki við ráðgjöf þegar komi að húsnæðismálum og því séu þau í algjör rugli, líkt og Guðfinna orðaði það.Reynslumikil boðið fram aðstoð „Ég er búin að starfa í húsnæðismálum í tuttugu ár og þekki þetta ágætlega. Ég hef boðist til að aðstoða velferðarráðherra í hennar málum en hún hefur ekki viljað það. Þannig að ég er tilbúin til þess að aðstoða hvern þann sem hefur áhuga á að gera eitthvað í þessum málum,” segir Guðfinna í samtali við Vísi. Eygló boðaði tvö húsnæðismálafrumvörp á liðnu þingi en hvorugt þeirra varð að veruleika og urðu um þau nokkrar deilur. Bjarni Benediktsson hvatti hana til að draga þau til baka að hennar sögn eftir kostnaðarmat í fjármálaráðuneytinu. „Húsnæðismálin eru auðvitað búin að vera vandamál í mörg ár og lítið verið gert. Þessi frumvörp sem voru lögð fram af velferðarráðherra nú í vor – að þegar maður les athugasemdirnar, til dæmis frá fjármálaráðuneytinu á frumvarpinu um húsnæðisbætur að þá sést alveg greinilega að frumvarpið var mjög illa unnið. Frumvarpið er ekki í rauninni að skila því sem það ætti að vera að skila og það gleymist oft að ræða er það að almennur leigumarkaður er eitt og félagslegur annað,“ segir Guðfinna og bætir við að finna þurfi hæfari aðila í starf velferðarráðherra.Eygló þurfi að vinna málin af skynsemi „Ég held það sé hægt að finna miklu hæfara fólk í þessi mál. Mér finnst hún hafa staðið sig mjög illa og annað hvort þarf hún bara að taka sig verulega á og fara að vinna þessi mál af skynsemi í staðinn fyrir að segja að það sé fjármálaráðuneytið sem sé að stoppa hana í hennar málum. Þetta eru illa unnin frumvörp hjá henni. Nú ef hún getur það ekki þá tel ég rétt að það sé fundinn einhver annar einstaklingur til þess að gegna þessu embætti,“ segir hún og bætir við að margir séu betur til þess fallnir að gegna embættinu, en vill þó ekki nefna nein nöfn. Ok ég veit að ég má ekki segja það en Árni Páll og Guðbjartur voru ömurlegir velferðarráðherra en Eygló er það líka,...Posted by Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir on 27. júlí 2015
Tengdar fréttir Eygló ömurlegur velferðarráðherra að mati flokkssystur sinnar Borgarfulltrúinn segir húsnæðismálin „í rugli“ sökum þess að ráðherrann neiti að taka við ráðleggingum. 28. júlí 2015 07:55 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Eygló ömurlegur velferðarráðherra að mati flokkssystur sinnar Borgarfulltrúinn segir húsnæðismálin „í rugli“ sökum þess að ráðherrann neiti að taka við ráðleggingum. 28. júlí 2015 07:55