Vill að fleiri kvenkyns skáld taki upp pennann Þórður Ingi Jónsson skrifar 4. nóvember 2014 10:00 „Skáld“ ætti að nægja - Alma telur viðhorfin til kvenkyns penna vera öðru vísi en til karla. mynd/úr einkasafni „Ég veit ekki hvernig á að hvetja stelpur til að skrifa meira, kannski vantar þær fyrirmyndir,“ segir Alma Mjöll Ólafsdóttir, skáld og eina konan sem sýnir verk á vegum sjálfstæða leikhópsins Ungleiks í Borgarleikhúsinu í nóvember. Alma segist vilja sjá fleiri ungar konur taka upp pennann en af þeim tólf einstaklingum sem sendu inn leikrit til Ungleiks í haust voru aðeins þrjár konur. „Þetta er svolítið eins og með liðin í Gettu betur og MORFÍS. Um leið og maður sér stelpur í þessum liðum þá fær maður þá flugu í höfuðið að þetta sé hægt,“ segir Alma, sem telur viðhorf til kvenkyns rithöfunda í samfélaginu vera öðruvísi en til karlkyns penna. „Mér finnst pínu merkilegt að til að byrja með fann ég fyrir ákveðinni pressu að mitt verk yrði að vera meistaraverk, svo ég myndi nú ekki klúðra þessu fyrir stelpum. Auðvitað ýtti ég þessari hugsun strax til hliðar en mér fannst samt merkilegt að taka eftir henni. Ég hef stundum hugsað þegar ég er að skrifa bækur: „Passaðu þig að skrifa ekki bara kvenlegt dót,“ því maður vill ekki að dótið sitt fái einhvern stimpil. Það er auðvitað fáránlegt því efnið sem ég skrifa er skrifað út frá sjálfri mér og auðvitað eiga raddir ungra stelpna að eiga sitt svæði í þessum bransa án þess að vera bækur um konur fyrir konur,“ segir hún. „Á meðan það eru færri konur en karlar sem skrifa þá eru þær kannski undir meiri pressu því að þeim finnst augljósara ef þær gera mistök heldur en karlar,“ bætir hún við. „Það vantar bara einhverja fylkingu af pönkurum (sem er hægt og rólega að myndast) sem segja bara „fokk jú, ég geri bara það sem ég vil,“ og þannig hvetja aðrar stelpur til að gera bara nákvæmlega það sem þeim sýnist. Ekki kalla ungar konur „skáldkonur“ því enginn maður er kallaður „skáldkall“. „Skáld“ ætti bara að nægja.“ Þess skal þó getið að helmingur leikstjóranna á Ungleik í nóvember er konur og helmingur karlar. Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
„Ég veit ekki hvernig á að hvetja stelpur til að skrifa meira, kannski vantar þær fyrirmyndir,“ segir Alma Mjöll Ólafsdóttir, skáld og eina konan sem sýnir verk á vegum sjálfstæða leikhópsins Ungleiks í Borgarleikhúsinu í nóvember. Alma segist vilja sjá fleiri ungar konur taka upp pennann en af þeim tólf einstaklingum sem sendu inn leikrit til Ungleiks í haust voru aðeins þrjár konur. „Þetta er svolítið eins og með liðin í Gettu betur og MORFÍS. Um leið og maður sér stelpur í þessum liðum þá fær maður þá flugu í höfuðið að þetta sé hægt,“ segir Alma, sem telur viðhorf til kvenkyns rithöfunda í samfélaginu vera öðruvísi en til karlkyns penna. „Mér finnst pínu merkilegt að til að byrja með fann ég fyrir ákveðinni pressu að mitt verk yrði að vera meistaraverk, svo ég myndi nú ekki klúðra þessu fyrir stelpum. Auðvitað ýtti ég þessari hugsun strax til hliðar en mér fannst samt merkilegt að taka eftir henni. Ég hef stundum hugsað þegar ég er að skrifa bækur: „Passaðu þig að skrifa ekki bara kvenlegt dót,“ því maður vill ekki að dótið sitt fái einhvern stimpil. Það er auðvitað fáránlegt því efnið sem ég skrifa er skrifað út frá sjálfri mér og auðvitað eiga raddir ungra stelpna að eiga sitt svæði í þessum bransa án þess að vera bækur um konur fyrir konur,“ segir hún. „Á meðan það eru færri konur en karlar sem skrifa þá eru þær kannski undir meiri pressu því að þeim finnst augljósara ef þær gera mistök heldur en karlar,“ bætir hún við. „Það vantar bara einhverja fylkingu af pönkurum (sem er hægt og rólega að myndast) sem segja bara „fokk jú, ég geri bara það sem ég vil,“ og þannig hvetja aðrar stelpur til að gera bara nákvæmlega það sem þeim sýnist. Ekki kalla ungar konur „skáldkonur“ því enginn maður er kallaður „skáldkall“. „Skáld“ ætti bara að nægja.“ Þess skal þó getið að helmingur leikstjóranna á Ungleik í nóvember er konur og helmingur karlar.
Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp