Vill að stjórnvöld hefji strax samræður við Kanada um gjaldmiðlamál Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. júní 2011 11:54 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Formaður Framsóknarflokksins segir að skoða verði alvarlega möguleikann á tvíhliða gjaldmiðlasamstarfi við Kanada og vill að stjórnvöld hefji strax samræður við kanadísk stjórnvöld til að sjá hvaða möguleikar séu í stöðunni. Kanadískir embættismenn, m.a frá Seðlabanka Kanada, áttu óformlega fundi hér á landi í febrúar síðastliðnum með íslenskum kaupsýslumönnum, þar sem m.a voru ræddar hugmyndir um upptöku Kanadadollars sem gjaldmiðils hér á landi, eins og fréttastofa greindi frá í síðustu viku. Komið hefur fram að bæði Bank of Canada, sem er seðlabanki kanadíska ríkisins, og fjármálaráðuneytið í Kanada eru jákvæð í garð þess að skoða gjaldmiðlasamstarf við íslensk stjórnvöld með upptöku Kanadadollars en engar viðræður í þá veru hafa átt sér stað milli stjórnvalda ríkjanna. Jón Steinsson, doktor í hagfræði og lektor við Columbia háskóla, hefur verið jákvæður í garð þessarar hugmyndar en hann segir að peningamálastjórn hafi verið til fyrirmyndar í Kanada undanfarna áratugi. Efnahagur Kanada sé á margan hátt líkur efnahag Íslands og bæði löndin flytji út mikið af hrávöru sem þýði að sveiflur í hrávöruverðum á heimsmarkaði hafi áhrif hagkerfi beggja ríkjanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að að ræða málið til hlítar. Kanadískur dollar sé áhugaverður kostur. „Ég er búinn að fylgjast með þessu í dálítinn tíma og sé að þetta er alvöru mál, alvöru umræða sem er búið að leggja mikla vinnu í. Það væri fráleitt að slá þetta út af borðinu. Einmitt við þessar aðstæður þurfum við að skoða alla möguleika til hlítar. Ég var í Kanada fyrir nokkrum vikum og hitti þar öldungardeildarþingmann sem þekkti til þessa máls. Svo að tvímælalaust er þetta eitthvað sem við eigum að skoða." Veist þú til þess frá fyrstu hendi að Kanadamenn séu spenntir fyrir þessu? „Já, ég veit af nokkrum, bæði embættismönnum og stjórnmálamönnum sem hafa fylgst með þessu og lýst velvilja í garð Íslendinga og áhuga á því að taka upp aukið samstarf í efnahagsmálum. Enda þjónar það hagsmunum Kanada ekki síður en okkar. Nú eru miklir hagsmunir undir á norðurslóðum. Menn eru að keppast um þær. Bandaríkjamenn einbeita sér að Grænlandi, vilja draga það nær sér frá Evrópu, en Kanadamenn sjá sér hag í því að mynda sterk tengsl við Ísland," segir Sigmundur Davíð. Hann segir að til skamms tíma sé mikilvægt að styðja við krónuna hins vegar þurfi að skoða aðra kosti sem langtímalausn. „Það er samt ekki seinna vænna að byrja að skoða þessa möguleika og hefja samræður við Kanada til að vita hvaða möguleikar verða fyrir hendi í framtíðinni," segir Sigmundur Davíð. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Komu til Íslands í vor til að ræða einhliða upptöku Kanadadollars Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. 3. júní 2011 12:00 Hægt að taka upp Kanadadollara á þremur mánuðum Það er hægt að taka upp kanadískan dollar á þremur mánuðum sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónu og upptaka hans mun ekki standa í vegi fyrir aðild að Evrópusambandinu, heldur auðvelda hana ef eitthvað er. Þetta segir lektor í hagfræði. 3. júní 2011 19:09 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segir að skoða verði alvarlega möguleikann á tvíhliða gjaldmiðlasamstarfi við Kanada og vill að stjórnvöld hefji strax samræður við kanadísk stjórnvöld til að sjá hvaða möguleikar séu í stöðunni. Kanadískir embættismenn, m.a frá Seðlabanka Kanada, áttu óformlega fundi hér á landi í febrúar síðastliðnum með íslenskum kaupsýslumönnum, þar sem m.a voru ræddar hugmyndir um upptöku Kanadadollars sem gjaldmiðils hér á landi, eins og fréttastofa greindi frá í síðustu viku. Komið hefur fram að bæði Bank of Canada, sem er seðlabanki kanadíska ríkisins, og fjármálaráðuneytið í Kanada eru jákvæð í garð þess að skoða gjaldmiðlasamstarf við íslensk stjórnvöld með upptöku Kanadadollars en engar viðræður í þá veru hafa átt sér stað milli stjórnvalda ríkjanna. Jón Steinsson, doktor í hagfræði og lektor við Columbia háskóla, hefur verið jákvæður í garð þessarar hugmyndar en hann segir að peningamálastjórn hafi verið til fyrirmyndar í Kanada undanfarna áratugi. Efnahagur Kanada sé á margan hátt líkur efnahag Íslands og bæði löndin flytji út mikið af hrávöru sem þýði að sveiflur í hrávöruverðum á heimsmarkaði hafi áhrif hagkerfi beggja ríkjanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að að ræða málið til hlítar. Kanadískur dollar sé áhugaverður kostur. „Ég er búinn að fylgjast með þessu í dálítinn tíma og sé að þetta er alvöru mál, alvöru umræða sem er búið að leggja mikla vinnu í. Það væri fráleitt að slá þetta út af borðinu. Einmitt við þessar aðstæður þurfum við að skoða alla möguleika til hlítar. Ég var í Kanada fyrir nokkrum vikum og hitti þar öldungardeildarþingmann sem þekkti til þessa máls. Svo að tvímælalaust er þetta eitthvað sem við eigum að skoða." Veist þú til þess frá fyrstu hendi að Kanadamenn séu spenntir fyrir þessu? „Já, ég veit af nokkrum, bæði embættismönnum og stjórnmálamönnum sem hafa fylgst með þessu og lýst velvilja í garð Íslendinga og áhuga á því að taka upp aukið samstarf í efnahagsmálum. Enda þjónar það hagsmunum Kanada ekki síður en okkar. Nú eru miklir hagsmunir undir á norðurslóðum. Menn eru að keppast um þær. Bandaríkjamenn einbeita sér að Grænlandi, vilja draga það nær sér frá Evrópu, en Kanadamenn sjá sér hag í því að mynda sterk tengsl við Ísland," segir Sigmundur Davíð. Hann segir að til skamms tíma sé mikilvægt að styðja við krónuna hins vegar þurfi að skoða aðra kosti sem langtímalausn. „Það er samt ekki seinna vænna að byrja að skoða þessa möguleika og hefja samræður við Kanada til að vita hvaða möguleikar verða fyrir hendi í framtíðinni," segir Sigmundur Davíð. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Komu til Íslands í vor til að ræða einhliða upptöku Kanadadollars Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. 3. júní 2011 12:00 Hægt að taka upp Kanadadollara á þremur mánuðum Það er hægt að taka upp kanadískan dollar á þremur mánuðum sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónu og upptaka hans mun ekki standa í vegi fyrir aðild að Evrópusambandinu, heldur auðvelda hana ef eitthvað er. Þetta segir lektor í hagfræði. 3. júní 2011 19:09 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Komu til Íslands í vor til að ræða einhliða upptöku Kanadadollars Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. 3. júní 2011 12:00
Hægt að taka upp Kanadadollara á þremur mánuðum Það er hægt að taka upp kanadískan dollar á þremur mánuðum sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónu og upptaka hans mun ekki standa í vegi fyrir aðild að Evrópusambandinu, heldur auðvelda hana ef eitthvað er. Þetta segir lektor í hagfræði. 3. júní 2011 19:09