Vill byrja að reisa mosku næsta sumar 24. janúar 2013 16:02 "Vonandi að við getum byrjað næsta sumar,“ segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi. „Vonandi að við getum byrjað næsta sumar," segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi en það var samþykkt í skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær að kynna tillögu um breytta landnotkun í Sogamýri svo að þar geti verið þrjá nýjar byggingarlóðir. Ein lóðin er ætluð Félagi múslima á Íslandi. Tamimi vill hefja byggingu sem allra fyrst. Í Fréttablaðinu í morgun segir að í drögum að breytingum komi fram að tilgangurinn sé meðal annars að koma til móts við óskir um lóð fyrir trúarstofnun. Það sé í samræmi við markmið mannréttindastefnu og menningarstefnu borgarinnar. Þessu fagnar Tamimi þó hann taki fréttunum með stóískri ró, enda hefur félagið beðið lengi eftir lóð til þess að byggja bænahús. „Við höfum beðið frá árinu 1999, eða í um þrettán ár," segir Tamimi um stöðu mála. Tillögurnar fara nú í kynningu, og gangi allt eftir, verður múslimum frjálst að byggja mosku í Sogamýrinni innan skamms. Þessum hugmyndum hefur þó ekki verið tekið vel allstaðar, bæði úr samfélaginu sem og frá stjórnmálaflokkum. Þannig sátu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá í málinu þegar það var samþykkt. „Það er á skjön við vinnubrögð skipulagsráðs að taka einstakar lóðir út fyrir sviga með þessum hætti og láta heildarhugsun í skipulagi víkja," sögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks þegar þeir útskýrðu ástæður sínar fyrir hjásetu. Tamimi segir í samtali við Vísi að það megi ekki mikið gerast til þess að félagið þurfi að bíða í annan áratug eftir mosku. „Stjórnarskipti gætu þýtt önnur þrettán ár," segir Tamimi. Um andstöðu við mosku í samfélaginu segir Tamimi að meirihluti þjóðarinnar sé á þeirri skoðun að múslimar eigi rétt á því að byggja sína mosku. „Svo eru auðvitað sumir sem eru beinlínis sjúkir af hatri í okkar garð," bætir hann við. Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Sjá meira
„Vonandi að við getum byrjað næsta sumar," segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi en það var samþykkt í skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær að kynna tillögu um breytta landnotkun í Sogamýri svo að þar geti verið þrjá nýjar byggingarlóðir. Ein lóðin er ætluð Félagi múslima á Íslandi. Tamimi vill hefja byggingu sem allra fyrst. Í Fréttablaðinu í morgun segir að í drögum að breytingum komi fram að tilgangurinn sé meðal annars að koma til móts við óskir um lóð fyrir trúarstofnun. Það sé í samræmi við markmið mannréttindastefnu og menningarstefnu borgarinnar. Þessu fagnar Tamimi þó hann taki fréttunum með stóískri ró, enda hefur félagið beðið lengi eftir lóð til þess að byggja bænahús. „Við höfum beðið frá árinu 1999, eða í um þrettán ár," segir Tamimi um stöðu mála. Tillögurnar fara nú í kynningu, og gangi allt eftir, verður múslimum frjálst að byggja mosku í Sogamýrinni innan skamms. Þessum hugmyndum hefur þó ekki verið tekið vel allstaðar, bæði úr samfélaginu sem og frá stjórnmálaflokkum. Þannig sátu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá í málinu þegar það var samþykkt. „Það er á skjön við vinnubrögð skipulagsráðs að taka einstakar lóðir út fyrir sviga með þessum hætti og láta heildarhugsun í skipulagi víkja," sögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks þegar þeir útskýrðu ástæður sínar fyrir hjásetu. Tamimi segir í samtali við Vísi að það megi ekki mikið gerast til þess að félagið þurfi að bíða í annan áratug eftir mosku. „Stjórnarskipti gætu þýtt önnur þrettán ár," segir Tamimi. Um andstöðu við mosku í samfélaginu segir Tamimi að meirihluti þjóðarinnar sé á þeirri skoðun að múslimar eigi rétt á því að byggja sína mosku. „Svo eru auðvitað sumir sem eru beinlínis sjúkir af hatri í okkar garð," bætir hann við.
Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Sjá meira