Vill ekki veita neinum aðila fullt aðgengi að börnum Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. nóvember 2010 20:59 Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, segist hafa fengið miklu fleiri jákvæð viðbrögð nú en fyrr. Mynd/ Anton. „Það væri í raun handvömm ef við settum okkur ekki einhverjar viðmiðunarreglur til framtíðar. Ég er menntaður kennari og get síst hugsað mér það að við veitum fullt aðgengi allra að börnunum," segir Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Endurskoðaðar tillögur um samskipti menntastofnana Reykjavíkurborgar við kirkjuna voru til umræðu á fundi mannréttindaráðs í dag. Þeim verður nú vísað til menntaráðs til umsagnar. Margrét segir að þar komi væntanlega fram einhverjar tillögur sem mannréttindaráð muni taka tillit til. Margrét segir að við endurskoðun tillögunnar hafi orðalagi verið breytt og það mildað. Þá hafi verið skoðuð viðmið sem Þjóðkirkjan samþykkti árið 2008 um samskipti kirkjunnar við skóla. „Þessar reglur tókum við og skoðuðum og höfðum til hliðsjónar þegar að við vorum að endursemja þetta. Og það er mjög lítið sem okkur greinir á um miðað við þær viðmiðanir," segir Margrét. Þá segir hún að málsmeðferðin sem lögð er til skipti líka máli. „Það er að tillagan gildir til reynslu í tvö ár og verði endurskoðuð að þeim tíma liðnum ef þörf krefur," segir Margrét. Er sjálf í Þjóðkirkjunni Tillaga mannréttindaráðs var mjög umdeild fyrst þegar að umræðan um hana upphófst. Margrét segist hafa fengið miklu meira af jákvæðum viðbrögðum eftir því sem leið á umræðuna. „Þessu var bara stillt þannig upp að það væri verið að ráðast á Þjóðkirkjuna, sem var alls ekki raunin," segir Margrét. Margrét segist sjálf vera í Þjóðkirkjunni. „Ég er í Þjóðkirkjunni og hef látið ferma og skíra og gifta mig í kirkju," segir Margrét. Hún segist telja að starfsemi á borð við Æskulýðsstarf kirkjunnar og KFUM- og K muni lifa góðu lífi hér eftir sem hingað til og bendir á að það sé starfsemi sem fari einmitt ekki fram á skólatíma. „Þannig að ég held nú að fólk þurfi engu að kvíða," segir Margrét. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Það væri í raun handvömm ef við settum okkur ekki einhverjar viðmiðunarreglur til framtíðar. Ég er menntaður kennari og get síst hugsað mér það að við veitum fullt aðgengi allra að börnunum," segir Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Endurskoðaðar tillögur um samskipti menntastofnana Reykjavíkurborgar við kirkjuna voru til umræðu á fundi mannréttindaráðs í dag. Þeim verður nú vísað til menntaráðs til umsagnar. Margrét segir að þar komi væntanlega fram einhverjar tillögur sem mannréttindaráð muni taka tillit til. Margrét segir að við endurskoðun tillögunnar hafi orðalagi verið breytt og það mildað. Þá hafi verið skoðuð viðmið sem Þjóðkirkjan samþykkti árið 2008 um samskipti kirkjunnar við skóla. „Þessar reglur tókum við og skoðuðum og höfðum til hliðsjónar þegar að við vorum að endursemja þetta. Og það er mjög lítið sem okkur greinir á um miðað við þær viðmiðanir," segir Margrét. Þá segir hún að málsmeðferðin sem lögð er til skipti líka máli. „Það er að tillagan gildir til reynslu í tvö ár og verði endurskoðuð að þeim tíma liðnum ef þörf krefur," segir Margrét. Er sjálf í Þjóðkirkjunni Tillaga mannréttindaráðs var mjög umdeild fyrst þegar að umræðan um hana upphófst. Margrét segist hafa fengið miklu meira af jákvæðum viðbrögðum eftir því sem leið á umræðuna. „Þessu var bara stillt þannig upp að það væri verið að ráðast á Þjóðkirkjuna, sem var alls ekki raunin," segir Margrét. Margrét segist sjálf vera í Þjóðkirkjunni. „Ég er í Þjóðkirkjunni og hef látið ferma og skíra og gifta mig í kirkju," segir Margrét. Hún segist telja að starfsemi á borð við Æskulýðsstarf kirkjunnar og KFUM- og K muni lifa góðu lífi hér eftir sem hingað til og bendir á að það sé starfsemi sem fari einmitt ekki fram á skólatíma. „Þannig að ég held nú að fólk þurfi engu að kvíða," segir Margrét.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira