Vill ekki veita neinum aðila fullt aðgengi að börnum Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. nóvember 2010 20:59 Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, segist hafa fengið miklu fleiri jákvæð viðbrögð nú en fyrr. Mynd/ Anton. „Það væri í raun handvömm ef við settum okkur ekki einhverjar viðmiðunarreglur til framtíðar. Ég er menntaður kennari og get síst hugsað mér það að við veitum fullt aðgengi allra að börnunum," segir Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Endurskoðaðar tillögur um samskipti menntastofnana Reykjavíkurborgar við kirkjuna voru til umræðu á fundi mannréttindaráðs í dag. Þeim verður nú vísað til menntaráðs til umsagnar. Margrét segir að þar komi væntanlega fram einhverjar tillögur sem mannréttindaráð muni taka tillit til. Margrét segir að við endurskoðun tillögunnar hafi orðalagi verið breytt og það mildað. Þá hafi verið skoðuð viðmið sem Þjóðkirkjan samþykkti árið 2008 um samskipti kirkjunnar við skóla. „Þessar reglur tókum við og skoðuðum og höfðum til hliðsjónar þegar að við vorum að endursemja þetta. Og það er mjög lítið sem okkur greinir á um miðað við þær viðmiðanir," segir Margrét. Þá segir hún að málsmeðferðin sem lögð er til skipti líka máli. „Það er að tillagan gildir til reynslu í tvö ár og verði endurskoðuð að þeim tíma liðnum ef þörf krefur," segir Margrét. Er sjálf í Þjóðkirkjunni Tillaga mannréttindaráðs var mjög umdeild fyrst þegar að umræðan um hana upphófst. Margrét segist hafa fengið miklu meira af jákvæðum viðbrögðum eftir því sem leið á umræðuna. „Þessu var bara stillt þannig upp að það væri verið að ráðast á Þjóðkirkjuna, sem var alls ekki raunin," segir Margrét. Margrét segist sjálf vera í Þjóðkirkjunni. „Ég er í Þjóðkirkjunni og hef látið ferma og skíra og gifta mig í kirkju," segir Margrét. Hún segist telja að starfsemi á borð við Æskulýðsstarf kirkjunnar og KFUM- og K muni lifa góðu lífi hér eftir sem hingað til og bendir á að það sé starfsemi sem fari einmitt ekki fram á skólatíma. „Þannig að ég held nú að fólk þurfi engu að kvíða," segir Margrét. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
„Það væri í raun handvömm ef við settum okkur ekki einhverjar viðmiðunarreglur til framtíðar. Ég er menntaður kennari og get síst hugsað mér það að við veitum fullt aðgengi allra að börnunum," segir Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Endurskoðaðar tillögur um samskipti menntastofnana Reykjavíkurborgar við kirkjuna voru til umræðu á fundi mannréttindaráðs í dag. Þeim verður nú vísað til menntaráðs til umsagnar. Margrét segir að þar komi væntanlega fram einhverjar tillögur sem mannréttindaráð muni taka tillit til. Margrét segir að við endurskoðun tillögunnar hafi orðalagi verið breytt og það mildað. Þá hafi verið skoðuð viðmið sem Þjóðkirkjan samþykkti árið 2008 um samskipti kirkjunnar við skóla. „Þessar reglur tókum við og skoðuðum og höfðum til hliðsjónar þegar að við vorum að endursemja þetta. Og það er mjög lítið sem okkur greinir á um miðað við þær viðmiðanir," segir Margrét. Þá segir hún að málsmeðferðin sem lögð er til skipti líka máli. „Það er að tillagan gildir til reynslu í tvö ár og verði endurskoðuð að þeim tíma liðnum ef þörf krefur," segir Margrét. Er sjálf í Þjóðkirkjunni Tillaga mannréttindaráðs var mjög umdeild fyrst þegar að umræðan um hana upphófst. Margrét segist hafa fengið miklu meira af jákvæðum viðbrögðum eftir því sem leið á umræðuna. „Þessu var bara stillt þannig upp að það væri verið að ráðast á Þjóðkirkjuna, sem var alls ekki raunin," segir Margrét. Margrét segist sjálf vera í Þjóðkirkjunni. „Ég er í Þjóðkirkjunni og hef látið ferma og skíra og gifta mig í kirkju," segir Margrét. Hún segist telja að starfsemi á borð við Æskulýðsstarf kirkjunnar og KFUM- og K muni lifa góðu lífi hér eftir sem hingað til og bendir á að það sé starfsemi sem fari einmitt ekki fram á skólatíma. „Þannig að ég held nú að fólk þurfi engu að kvíða," segir Margrét.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira