Vill endurskoða skotvopnabúnað lögreglu 27. desember 2011 07:30 Vígbúnaður undirheima Jökull segir að glöggt megi sjá að skotvopn séu að verða algengari í undirheimum hér á landi. Hér sést hluti vopnabúrs sem var tekið við húsleit í Reykjavík fyrir skemmstu. FRéttabalaðið/anton Þróun ástands og aukin skotvopnanotkun í glæpaheiminum hér á landi undanfarin misseri er farin að kalla á frekari umræðu um skotvopnanotkun lögreglu. Þetta er megininntak greinar lögreglumannsins G. Jökuls Gíslasonar í nýjasta eintaki Lögreglumannsins, félagsblaði Landssambands lögreglumanna. Jökull tekur í greininni nokkur nýleg dæmi um atvik þar sem skotvopnum hefur verið beitt við handrukkanir og rán hér á landi. Það segir hann hafa hleypt umræðunni af stað. „Þannig að hvort heldur sem við viljum eða viljum ekki búa í vopnlausu samfélagi er þetta ekki atriði sem við fáum að kjósa um eða tekur tillit til óska okkar." Hann bætir því við að reynsla nágranna landana sýni að skotvopnavæðing undirheima gerist á afar skömmum tíma. „Vopnaburður lögreglu á Íslandi snýst ekki um ákvörðun um í hvernig samfélagi við viljum búa heldur um kalt mat á staðreyndum," skrifar Jökull. „Óvopnaðir lögreglumenn hafa þegar verið sendir í verkefni þar sem verkefnið sjálft bar með sér að þeir hefðu alls ekki átt að fara í það óvopnaðir. Það er komið að þeim tímapunkti að við þurfum að skoða og gera klárt til þess að við getum, með skömmum fyrirvara, vopnað lögreglu landsins." Jökull segir í samtali við Fréttablaðið að hugmyndir hans séu að norskri og breskri fyrirmynd. „Þeir eru með byssur í læstum hirslum í bílunum þannig að ef nauðsyn krefur geta lögregluþjónar nálgast vopnin." Hann segist alls ekki tala fyrir munn allra lögreglumanna í þessum málum en vissulegra margra þeirra sem eru útivinnandi. Í greininni leitast Jökull einnig við að svara nokkrum „mýtum" sem hann segir að séu í umræðunni um vopnaburð lögreglu. Til dæmis sé Ísland alls ekki vopnlaust land, þar sem skotvopnaeign sé nokkuð almenn, þá sé lögregla vopnuð í mörgum nágrannalöndunum og þvert á það sem margir telja, leiði aukinn vopnaburður lögreglu ekki til þess sama hjá glæpamönnum. „Því er í raun þveröfugt farið. Lögregla sem er íhaldssöm stofnun í eðli sínu hefur sögulega vígbúist til að bregðast við harðnandi samfélagi." Jökull segir þó að áður en nokkuð verði að gert í þessum málum verði að tryggja vinnuumhverfi lögreglumanna. Þeir þurfi skýrar verklagsreglur til að ekkert fari milli mála varðandi þeirra stöðu við embættisstörf. thorgils@frettabladid.isMynd/Úr safni Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Þróun ástands og aukin skotvopnanotkun í glæpaheiminum hér á landi undanfarin misseri er farin að kalla á frekari umræðu um skotvopnanotkun lögreglu. Þetta er megininntak greinar lögreglumannsins G. Jökuls Gíslasonar í nýjasta eintaki Lögreglumannsins, félagsblaði Landssambands lögreglumanna. Jökull tekur í greininni nokkur nýleg dæmi um atvik þar sem skotvopnum hefur verið beitt við handrukkanir og rán hér á landi. Það segir hann hafa hleypt umræðunni af stað. „Þannig að hvort heldur sem við viljum eða viljum ekki búa í vopnlausu samfélagi er þetta ekki atriði sem við fáum að kjósa um eða tekur tillit til óska okkar." Hann bætir því við að reynsla nágranna landana sýni að skotvopnavæðing undirheima gerist á afar skömmum tíma. „Vopnaburður lögreglu á Íslandi snýst ekki um ákvörðun um í hvernig samfélagi við viljum búa heldur um kalt mat á staðreyndum," skrifar Jökull. „Óvopnaðir lögreglumenn hafa þegar verið sendir í verkefni þar sem verkefnið sjálft bar með sér að þeir hefðu alls ekki átt að fara í það óvopnaðir. Það er komið að þeim tímapunkti að við þurfum að skoða og gera klárt til þess að við getum, með skömmum fyrirvara, vopnað lögreglu landsins." Jökull segir í samtali við Fréttablaðið að hugmyndir hans séu að norskri og breskri fyrirmynd. „Þeir eru með byssur í læstum hirslum í bílunum þannig að ef nauðsyn krefur geta lögregluþjónar nálgast vopnin." Hann segist alls ekki tala fyrir munn allra lögreglumanna í þessum málum en vissulegra margra þeirra sem eru útivinnandi. Í greininni leitast Jökull einnig við að svara nokkrum „mýtum" sem hann segir að séu í umræðunni um vopnaburð lögreglu. Til dæmis sé Ísland alls ekki vopnlaust land, þar sem skotvopnaeign sé nokkuð almenn, þá sé lögregla vopnuð í mörgum nágrannalöndunum og þvert á það sem margir telja, leiði aukinn vopnaburður lögreglu ekki til þess sama hjá glæpamönnum. „Því er í raun þveröfugt farið. Lögregla sem er íhaldssöm stofnun í eðli sínu hefur sögulega vígbúist til að bregðast við harðnandi samfélagi." Jökull segir þó að áður en nokkuð verði að gert í þessum málum verði að tryggja vinnuumhverfi lögreglumanna. Þeir þurfi skýrar verklagsreglur til að ekkert fari milli mála varðandi þeirra stöðu við embættisstörf. thorgils@frettabladid.isMynd/Úr safni
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira