Innlent

Vill flýta aðildarviðræðum við Evrópusambandið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundur Jónasson, ráðherra innanríkismála, vill að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði flýtt og niðurstöður þjóðarinnar liggi fyrr fyrir. Þetta sagði Ögmundur Jónasson í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann Stöðvar 2 í kvöld.

„Ég hef hvatt til þess að þessum viðræðum verði flýtt. Við fáum niðurstöður fyrr en rétt undir lok kjörtímabilsins og fáum niðurstöðuna á borðið og setjum hana fyrir þjóðina. Ég held að það sé hægt að flýta þessu ferli og koma þannig til móts við þær kröfur sem hafa risið innan vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs," segir Ögmundur.

Ögmundur segist ekki vera viss um að það sé meirihluti fyrir því í þinginu að draga til baka aðildarumsókn að Evrópusambandinu. „Ég hef ekki breytt minni afstöðu svo dæmi sé tekið," sagði Ögmundur. Hann lagði áherslu á að hann vildi hlusta á varnaðarorð sem hafa komið upp um að Ísland sé komið í aðlögunarferli. Sér lítist ekki á ef svo sé raunin.




Tengdar fréttir

Barátta á bakvið tjöldin

Valdabarátta fer fram á bakvið tjöldin innan Vinstri grænna sem meðal annars endurspeglast í harðnandi átökum innan flokksins um evrópumál. Hófsamari öfl í flokknum segja kröfur harðlínuarmsins í þeim efnum í raun kröfu um stjórnarslit.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×