Íslenski boltinn

Vill forða stóra bróður frá ljósabekkjunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Instagram
Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Fylkis, var einn þriggja markahæstu leikmanna  Pepsi-deildar karla í sumar. Hann stundar ljósabekkina of mikið að mati systur sinnar.

Viðar Örn kemur frá góðri fjölskyldu á Selfossi. Hann á meðal annars systur að nafni Katrín Arna Kjartansdóttir sem hann kann líklega litlar þakkir fyrir þessa stundina.

Katrín Arna virðist hafa miklar áhyggjur af ljósabekkjanotkun Viðars Arnar miðað við nýjasta útspil hennar.

„2000 like og Viðar bróðir, tanboltinn sjálfur, hættir að stunda ljósabekki,“ skrifar Katrín um Viðar Örn sem reiknað er með að haldi í atvinnumennsku áður en langt um líður. Hann hefur meðal annars farið á reynslu til Brann og Celtic.

Þegar þessi frétt er skrifuð eru 216 like komin við færslu Katrínar Örnu. Hana má nálgast hér.

Markahrókurinn Viðar Örn Kjartansson.Mynd/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×