Vill hverfa frá strangri lagahyggju varðandi hælisleitendur 9. maí 2011 20:08 Ögmundur Jónasson. „Við ætlum að hverfa frá þessar ströngu lagahyggju og ströngu vinnumarkaðstengingum og opna faðminn á grundvelli mannúðar og félagslegra sjónarmiða,“ sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra í viðtali í Kastljósi í kvöld um málefni hælisleitanda. Það var Íraninn Medhi Pour sem vakti athygli á bágri stöðu hælisleitanda þegar hann fór inn í höfuðstöðvar Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér sjálfum. Hann hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Mál Medhis hefur vakið hörð viðbrögð en meðal annars var grjóti kastað inn um glugga á heimili Ögmundar. Hann var spurður út í það í viðtalinu en var fámáll.um árásina á heimilið. Hann sagði þí að lögreglan hefði talsvert eftirlit með heimilinu. „Þetta var ekki skemmtileg lífsreynsla,“ sagði Ögmundur. Ráðherrann boðaði hinsvegar breyttri stefnu í málefnum hælisleitanda hér á landi og sagði það ekki boðlegt hversu lengi hælisleitendur þyrftu að bíða eftir úrlausn sinna mála. Medhi hefur meðal annars verið hér á landi í rúm 6 ár. Ögmundur benti á að ný lög um hælisleitendur hefði verið samþykkt á haustþingi og þau lög væru mikil bót fyrir þennan afskipta hóp. Þá sagði hann frekari breytingar í farvatninu sem myndu styrkja stöðu hópsins enn frekar. Ögmundur áréttaði hinsvegar að þessi málaflokkur væri flókinn. Hann sagðist vilja opna faðminn fyrir góðu og heiðvirðu fólki og þeim sem óska eftir því að setjast að hér á landi af mannúðarástæðum eða félagslegum. „En við viljum losna við þá sem koma hingað í annarlegum tilgangi og þeir eru allnokkrir sem hafa komið hingað á þeim forsendum,“ sagði ráðherrann en útskýrði ekki hvað hann ætti beinlínis við. Hitt var þó skýrt í tali ráðherrans, að ráðuneytið hefði nú tekið upp nýja stefnu í málinu. Það stendur vilji til þess að breiða út faðminn og taka á móti hælisleitendum. „ Það er ekki boðlegt að hafa fólk hér árum saman í óvissu og það eru allir sammála um að því þurfi að breyta. Við setjum þetta algjörlega á oddinn að breyta þessu vinnuferli,“ sagði Ögmundur. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Við ætlum að hverfa frá þessar ströngu lagahyggju og ströngu vinnumarkaðstengingum og opna faðminn á grundvelli mannúðar og félagslegra sjónarmiða,“ sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra í viðtali í Kastljósi í kvöld um málefni hælisleitanda. Það var Íraninn Medhi Pour sem vakti athygli á bágri stöðu hælisleitanda þegar hann fór inn í höfuðstöðvar Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér sjálfum. Hann hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Mál Medhis hefur vakið hörð viðbrögð en meðal annars var grjóti kastað inn um glugga á heimili Ögmundar. Hann var spurður út í það í viðtalinu en var fámáll.um árásina á heimilið. Hann sagði þí að lögreglan hefði talsvert eftirlit með heimilinu. „Þetta var ekki skemmtileg lífsreynsla,“ sagði Ögmundur. Ráðherrann boðaði hinsvegar breyttri stefnu í málefnum hælisleitanda hér á landi og sagði það ekki boðlegt hversu lengi hælisleitendur þyrftu að bíða eftir úrlausn sinna mála. Medhi hefur meðal annars verið hér á landi í rúm 6 ár. Ögmundur benti á að ný lög um hælisleitendur hefði verið samþykkt á haustþingi og þau lög væru mikil bót fyrir þennan afskipta hóp. Þá sagði hann frekari breytingar í farvatninu sem myndu styrkja stöðu hópsins enn frekar. Ögmundur áréttaði hinsvegar að þessi málaflokkur væri flókinn. Hann sagðist vilja opna faðminn fyrir góðu og heiðvirðu fólki og þeim sem óska eftir því að setjast að hér á landi af mannúðarástæðum eða félagslegum. „En við viljum losna við þá sem koma hingað í annarlegum tilgangi og þeir eru allnokkrir sem hafa komið hingað á þeim forsendum,“ sagði ráðherrann en útskýrði ekki hvað hann ætti beinlínis við. Hitt var þó skýrt í tali ráðherrans, að ráðuneytið hefði nú tekið upp nýja stefnu í málinu. Það stendur vilji til þess að breiða út faðminn og taka á móti hælisleitendum. „ Það er ekki boðlegt að hafa fólk hér árum saman í óvissu og það eru allir sammála um að því þurfi að breyta. Við setjum þetta algjörlega á oddinn að breyta þessu vinnuferli,“ sagði Ögmundur.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira