Vill skylda erlenda ferðamenn til að kaupa tryggingu Birgir Olgeirsson skrifar 29. desember 2015 20:14 Elín Hirst vill vernda björgunarsveitir landsins sem bera kostnað af glæfraskap erlendra ferðamanna með því að skylda þá til að greiða tryggingagjald. Vísir/Stöð 2 Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill skylda erlenda ferðamenn sem hingað koma til að kaupa sér tryggingu sem ber kostnað af björgunaraðgerðum sem snýr að þeim. Þetta segir Elín á Facebook-síðu sinni um leið og hún deilir frétt af breskum göngumönnum sem var bjargað í þriðja skiptið hér á landi á innan við mánuði í dag. Þeir ætluðu sér að ganga einir og óstuddir yfir hálendi Íslands nú í desember. Elín segir Alþingi þurfa að skerast í leikinn, ekki síst til að verndar björgunarsveitum landsins sem þurfa að bera kostnað af glæfraskap erlendra ferðamanna. „Íslensku sveitirnar byggja á fórnfúsu sjálfboðaliðastarfi sem er líklega einstakt í heiminum,“ skrifar Elín.Skylda verður erlenda ferðamenn sem hingað koma til að kaupa sér tryggingu sem ber kostað af svona löguðu. Alþingi þarf...Posted by Elin Hirst on Tuesday, December 29, 2015Hún er ekki eini þingmaðurinn sem tjáði skoðun sína á þessu máli bresku göngugarpanna. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði þetta dýrt spaug fyrir björgunarsveitarmenn og Landhelgisgæsluna. Spurði Karl hvort ekki sé eðlilegt við slíkar aðstæður að göngumenn greiði við kostnað við björgun eða kaupi tryggingu?Þetta fer að verða dýrt spaug fyrir björgunarsveitarmenn, þyrlu gæslunnar o.sv.frv. Spurt er: Er það eðlilegt við slíkar aðstæður að viðkomandi göngumenn greiði ekki kostnað við björgun? Eða kaupi tryggingu?Posted by Karl Garðarsson on Tuesday, December 29, 2015Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, sagði að komi þurfi á kerfi sem tryggir að kostnaður vegna erlendra ferðamanna sé dekkaður.Við erum með öflugt lið og það ber að þakka. En það þarf að vera kerfi sem tryggir að kostnaður vegna erlendra ferðalanga sé dekkaður.Posted by Halldór Halldórsson on Tuesday, December 29, 2015 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Breskum göngumönnum bjargað í þriðja sinn á innan við mánuði Bresku göngumönnunum sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti inn í Emstrur í dag hefur tvisvar sinnum áður verið bjargað á ferð sinni um landið en þeir ætla sér að ganga einir og óstuddir yfir hálendi Íslands nú í desember. 29. desember 2015 15:14 Ísland snarbrjálað þegar veður er annars vegar Þrír ungir breskir fjallgöngumenn segja Ísland það viltasta sem þeir hafi séð þegar veður er annars vegar.Afar þakklátir Landhelgisgæslunni og fjölda fólks sem komið hefur þeim til aðstoðar. 29. desember 2015 18:41 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Hann er frekar að gera mér greiða heldur en ég honum“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill skylda erlenda ferðamenn sem hingað koma til að kaupa sér tryggingu sem ber kostnað af björgunaraðgerðum sem snýr að þeim. Þetta segir Elín á Facebook-síðu sinni um leið og hún deilir frétt af breskum göngumönnum sem var bjargað í þriðja skiptið hér á landi á innan við mánuði í dag. Þeir ætluðu sér að ganga einir og óstuddir yfir hálendi Íslands nú í desember. Elín segir Alþingi þurfa að skerast í leikinn, ekki síst til að verndar björgunarsveitum landsins sem þurfa að bera kostnað af glæfraskap erlendra ferðamanna. „Íslensku sveitirnar byggja á fórnfúsu sjálfboðaliðastarfi sem er líklega einstakt í heiminum,“ skrifar Elín.Skylda verður erlenda ferðamenn sem hingað koma til að kaupa sér tryggingu sem ber kostað af svona löguðu. Alþingi þarf...Posted by Elin Hirst on Tuesday, December 29, 2015Hún er ekki eini þingmaðurinn sem tjáði skoðun sína á þessu máli bresku göngugarpanna. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði þetta dýrt spaug fyrir björgunarsveitarmenn og Landhelgisgæsluna. Spurði Karl hvort ekki sé eðlilegt við slíkar aðstæður að göngumenn greiði við kostnað við björgun eða kaupi tryggingu?Þetta fer að verða dýrt spaug fyrir björgunarsveitarmenn, þyrlu gæslunnar o.sv.frv. Spurt er: Er það eðlilegt við slíkar aðstæður að viðkomandi göngumenn greiði ekki kostnað við björgun? Eða kaupi tryggingu?Posted by Karl Garðarsson on Tuesday, December 29, 2015Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, sagði að komi þurfi á kerfi sem tryggir að kostnaður vegna erlendra ferðamanna sé dekkaður.Við erum með öflugt lið og það ber að þakka. En það þarf að vera kerfi sem tryggir að kostnaður vegna erlendra ferðalanga sé dekkaður.Posted by Halldór Halldórsson on Tuesday, December 29, 2015
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Breskum göngumönnum bjargað í þriðja sinn á innan við mánuði Bresku göngumönnunum sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti inn í Emstrur í dag hefur tvisvar sinnum áður verið bjargað á ferð sinni um landið en þeir ætla sér að ganga einir og óstuddir yfir hálendi Íslands nú í desember. 29. desember 2015 15:14 Ísland snarbrjálað þegar veður er annars vegar Þrír ungir breskir fjallgöngumenn segja Ísland það viltasta sem þeir hafi séð þegar veður er annars vegar.Afar þakklátir Landhelgisgæslunni og fjölda fólks sem komið hefur þeim til aðstoðar. 29. desember 2015 18:41 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Hann er frekar að gera mér greiða heldur en ég honum“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Breskum göngumönnum bjargað í þriðja sinn á innan við mánuði Bresku göngumönnunum sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti inn í Emstrur í dag hefur tvisvar sinnum áður verið bjargað á ferð sinni um landið en þeir ætla sér að ganga einir og óstuddir yfir hálendi Íslands nú í desember. 29. desember 2015 15:14
Ísland snarbrjálað þegar veður er annars vegar Þrír ungir breskir fjallgöngumenn segja Ísland það viltasta sem þeir hafi séð þegar veður er annars vegar.Afar þakklátir Landhelgisgæslunni og fjölda fólks sem komið hefur þeim til aðstoðar. 29. desember 2015 18:41