Vill stríðsskatt á tekjuháa Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. mars 2011 14:11 Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar, vill að bankarnir nýti svigrúm til að lækka útlánsvexti. GVA. Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, hefur áhyggjur af því að launamunur á Íslandi stefni í að verða sá sami og varð fyrir bankahrun. Hún vill gera breytingar á hátekjuskatti og setja sérstakan skatt á þá sem eru með meira en milljón í tekjur. Slíkur skattur yrði þá nokkurskonar stríðsskattur. „Það er nú hægt að ræða það hvort það eigi að vera hærra en milljón eða ekki, en þetta er þá bara svona stríðsskaðaskattur eins og Bandaríkjamenn lögðu á eftir Seinni heimsstyrjöldina. Þeir voru með 94% skatt á hæsta tekjuhópnum til að fjármagna stríðskostnaðinn. Það má kannski segja að okkar stríðskostnaður sé bara kostnaðurinn af bankahruninu sem einhver þarf að borga. Og það er náttúrlega réttlátt að þeir sem eru með þessi laun, allt upp undir tíu sinnum hærri laun en venjulegt verkafólk, borgi margfalt meira til samfélagsins," segir Lilja. Viðskiptanefnd fundaði með fulltrúum viðskiptabankanna þriggja í morgun. Enginn úr stjórn bankanna mætti til að útskýra háar launagreiðslur til bankastjóranna. Lilja segir að viðskiptanefnd sé óánægð með það. Hins vegar hafi fulltrúar bankanna mætt sem hafi getað gefið greinagóðar skýringar á ársreikningum þeirra. „Það sem er að gerast í bankakerfinu er það að rekstrarkostnaður er að hækka. Þvert á ætlanir eða tal um að bankakerfið þurfi að minnka, þá er rekstrarkostnaður að hækka vegna þess að það er verið að fjölga starfsfólki og launakostnaður er að hækka," segir Lilja í samtali við Vísi. Lilja segir að það hafi komið fram á fundinum í morgun að ástæða þess að Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka, var hækkuð í launum sé sú að bankinn hafi aflað sér upplýsingar um laun framkvæmdastjóra 40 stærstu fyrirtækja landsins og þá hafi komið í ljós að laun þeirra séu á bilinu tvær til fjórar milljónir. Jafnframt hafi komið fram á fundinum að rangar fréttir hafi verið sagðar af launum bankastjóra Arion. Þau séu tæpar þrjár milljónir á mánuði en ekki rúmar fjórar eins og fullyrt hefur verið. „En þetta eru náttúrlega alveg rosaleg laun í ljósi þess að meðallaun eru ekki nema um 380 þúsund krónur á mánuði," segir Lilja. Stóru viðskiptabankarnir skiluðu allir ágætri arðsemi á síðasta ári. Flest bendir til þess að ástæðan sé sú að þeir séu að afskrifa minna af lánum en gert var ráð fyrir í fyrstu. Það er því svirgrúm fyrir meiri afskriftir fyrir heimili og fyrirtæki eða lægri útlánsvexti. Lilja segist fremur vilja sjá lægri útlánsvexti því vaxtamunurinn sé mikill, einkum hjá Íslandsbanka. Betra væri ef bankarnir næðu fram hagnaði með lækkun rekstrarkostnaðar. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira
Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, hefur áhyggjur af því að launamunur á Íslandi stefni í að verða sá sami og varð fyrir bankahrun. Hún vill gera breytingar á hátekjuskatti og setja sérstakan skatt á þá sem eru með meira en milljón í tekjur. Slíkur skattur yrði þá nokkurskonar stríðsskattur. „Það er nú hægt að ræða það hvort það eigi að vera hærra en milljón eða ekki, en þetta er þá bara svona stríðsskaðaskattur eins og Bandaríkjamenn lögðu á eftir Seinni heimsstyrjöldina. Þeir voru með 94% skatt á hæsta tekjuhópnum til að fjármagna stríðskostnaðinn. Það má kannski segja að okkar stríðskostnaður sé bara kostnaðurinn af bankahruninu sem einhver þarf að borga. Og það er náttúrlega réttlátt að þeir sem eru með þessi laun, allt upp undir tíu sinnum hærri laun en venjulegt verkafólk, borgi margfalt meira til samfélagsins," segir Lilja. Viðskiptanefnd fundaði með fulltrúum viðskiptabankanna þriggja í morgun. Enginn úr stjórn bankanna mætti til að útskýra háar launagreiðslur til bankastjóranna. Lilja segir að viðskiptanefnd sé óánægð með það. Hins vegar hafi fulltrúar bankanna mætt sem hafi getað gefið greinagóðar skýringar á ársreikningum þeirra. „Það sem er að gerast í bankakerfinu er það að rekstrarkostnaður er að hækka. Þvert á ætlanir eða tal um að bankakerfið þurfi að minnka, þá er rekstrarkostnaður að hækka vegna þess að það er verið að fjölga starfsfólki og launakostnaður er að hækka," segir Lilja í samtali við Vísi. Lilja segir að það hafi komið fram á fundinum í morgun að ástæða þess að Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka, var hækkuð í launum sé sú að bankinn hafi aflað sér upplýsingar um laun framkvæmdastjóra 40 stærstu fyrirtækja landsins og þá hafi komið í ljós að laun þeirra séu á bilinu tvær til fjórar milljónir. Jafnframt hafi komið fram á fundinum að rangar fréttir hafi verið sagðar af launum bankastjóra Arion. Þau séu tæpar þrjár milljónir á mánuði en ekki rúmar fjórar eins og fullyrt hefur verið. „En þetta eru náttúrlega alveg rosaleg laun í ljósi þess að meðallaun eru ekki nema um 380 þúsund krónur á mánuði," segir Lilja. Stóru viðskiptabankarnir skiluðu allir ágætri arðsemi á síðasta ári. Flest bendir til þess að ástæðan sé sú að þeir séu að afskrifa minna af lánum en gert var ráð fyrir í fyrstu. Það er því svirgrúm fyrir meiri afskriftir fyrir heimili og fyrirtæki eða lægri útlánsvexti. Lilja segist fremur vilja sjá lægri útlánsvexti því vaxtamunurinn sé mikill, einkum hjá Íslandsbanka. Betra væri ef bankarnir næðu fram hagnaði með lækkun rekstrarkostnaðar.
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira