Vill víðtækari sátt um búvörusamning Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 6. júní 2016 09:45 Frá undirritun búvörusamninga. Mynd/Atvinnuvegaráðuneytið Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni leggja til breytingar á frumvarpi um samþykki Alþingis á búvörusamningum. Markmiðið sé að ná víðtækari sátt um málið en verið hefur og meðal annars þurfi að virkja endurskoðunarákvæði samningsins enn frekar. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi landbúnaðarráðherra og núverandi forsætisráðherra, undirritaði búvörusamning til tíu ára við Bændasamtök Íslands í febrúar síðastliðnum. Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis en frumvarp til breytinga á lögum vegna samningsins er nú til meðferðar hjá atvinnuveganefnd þingsins Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður nefndarinnar, segist reikna með að nefndin afgreiði málið frá sér í næstu viku. Nú var skrifað undir búvörusamninginn í febrúar. Er eitthvað svigrúm fyrir nefndina til að gera breytingar á þessu máli? „Já já. Ekki beint á samningnum sjálfum, hann auðvitað stendur og það má segja að samningurinn sé stefnumarkandi plagg til tíu ára en á móti kemur að það er hægt að breyta ýmsu í kringum lögin og framkvæmdina. Og það eru í þessum samningi endurskoðunarákvæði strax 2019,” segir Jón. Vilji sé til þess í nefndinni að gera það endurskoðunarákvæði mjög virkt. „Í mínum huga er hér um að ræða fjögurra ára samning með tíu ára ramma sem er langtímamarkmiðið í þessu. En til þess að það sé hægt að halda áfram þessari vegferð eftir fjögur ár þá tel ég mikilvægt að um þau skref ríki víðtækari sátt en við höfum orðið vör við,” segir Jón. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lýst því yfir að þeir muni ekki samþykkja samninginn á Alþingi, meðal annars Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálftæðisflokksins. „Sú gagnrýni sem kom fram þá var óskilgreind í mínum huga, ég átta mig ekki á hvað það var sem að verið var að gagnrýna,” segir Jón. Samstaða sé þó í nefndinni um meginmarkmið búvörusamningsins. „Við vonumst til þess að geta sett þetta í þann farveg að sáttin geti orðið víðtækari og að við náum sameiginlega að móta stefnu sem í senn styrkir og eflir íslenskan landbúnað til lengri tíma,” segir Jón Gunnarsson. Búvörusamningar Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni leggja til breytingar á frumvarpi um samþykki Alþingis á búvörusamningum. Markmiðið sé að ná víðtækari sátt um málið en verið hefur og meðal annars þurfi að virkja endurskoðunarákvæði samningsins enn frekar. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi landbúnaðarráðherra og núverandi forsætisráðherra, undirritaði búvörusamning til tíu ára við Bændasamtök Íslands í febrúar síðastliðnum. Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis en frumvarp til breytinga á lögum vegna samningsins er nú til meðferðar hjá atvinnuveganefnd þingsins Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður nefndarinnar, segist reikna með að nefndin afgreiði málið frá sér í næstu viku. Nú var skrifað undir búvörusamninginn í febrúar. Er eitthvað svigrúm fyrir nefndina til að gera breytingar á þessu máli? „Já já. Ekki beint á samningnum sjálfum, hann auðvitað stendur og það má segja að samningurinn sé stefnumarkandi plagg til tíu ára en á móti kemur að það er hægt að breyta ýmsu í kringum lögin og framkvæmdina. Og það eru í þessum samningi endurskoðunarákvæði strax 2019,” segir Jón. Vilji sé til þess í nefndinni að gera það endurskoðunarákvæði mjög virkt. „Í mínum huga er hér um að ræða fjögurra ára samning með tíu ára ramma sem er langtímamarkmiðið í þessu. En til þess að það sé hægt að halda áfram þessari vegferð eftir fjögur ár þá tel ég mikilvægt að um þau skref ríki víðtækari sátt en við höfum orðið vör við,” segir Jón. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lýst því yfir að þeir muni ekki samþykkja samninginn á Alþingi, meðal annars Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálftæðisflokksins. „Sú gagnrýni sem kom fram þá var óskilgreind í mínum huga, ég átta mig ekki á hvað það var sem að verið var að gagnrýna,” segir Jón. Samstaða sé þó í nefndinni um meginmarkmið búvörusamningsins. „Við vonumst til þess að geta sett þetta í þann farveg að sáttin geti orðið víðtækari og að við náum sameiginlega að móta stefnu sem í senn styrkir og eflir íslenskan landbúnað til lengri tíma,” segir Jón Gunnarsson.
Búvörusamningar Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira