Villi á Skjöldólfsstöðum segir mönnum til syndanna Jakob Bjarnar skrifar 5. júní 2014 07:00 visir/Stefán Snær Vilhjálmur Snædal, uppgjafabóndi á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal, er að verða sjötugur. Ekki er svo að sjá að hann sé pensjónisti kominn af fótum fram – er síkvikur og hress og veður á honum. Vilhjálmur er eðlilegur og verður ekki ritskoðaður. Vert að vara lesanda við því strax, að talsmáti hans telst stundum ekki við hæfi í fínum teboðum. Þegar blaðamaður Fréttablaðsins falaðist eftir viðtali við Vilhjálm á Egilsstöðum á kosningadag, sagðist hann tortrygginn gagnvart einhverjum andskotans Evrópusinna að sunnan. Og setti á mikla ræðu um að það hlyti nú að vera eitthvað að í kolli þeirra sem héldu að Þjóðverjar og Angela Merkel ætluðu sér að gefa okkur eitthvað fyrir ekki neitt. Skjöldólfsstaðir eru fyrir miðjum Jökuldal. Þar niður kemur þjóðvegur eitt í dalinn og fyrir ofan liggur Efri-Jökuldalur. Jökuldælingar eru sérstakir og frægir fyrir að bera enga virðingu fyrir klukku. Þetta er engin þjóðsaga. Þegar bankað var uppá hjá Villa næsta dag, á Skjöldólfsstöðum, var klukkan orðin eitt og sól skein í heiði. Kona hans Ásta Sigurðardóttir kom til dyra og vakti bónda sinn. Hann snaraðist úr bæli sínu og fram og heilsaði útsendurum blaðsins með þeim orðum: „Nú, eruð þið þeirrar gerðar að geta ekki sofið vegna slæmrar samvisku?“ Ég benti honum að á ég hafi knúið dyra á næsta bæ við hliðina, þar sem sonur hans Þorsteinn Snædal býr, en hann hefur nú tekið við búinu, og sagði að hann væri fyrir löngu kominn á fætur. „Hann lýgur því!“Gullfalleg og tær bergvatnsá En, hafa ber í huga að það var sveitastjórnarkosningasjónvarp fram undir morgun þá um nóttina og Vilhjálmi líkaði nú ekki alveg niðurstaðan á Austurlandi. Sjálfur skipar hann heiðurssæti á lista Sjálfstæðismanna og til stóð að fella einn bæjarfulltrúa framsóknarmanna, sem Vilhjálmur hefur litlar mætur á, svo það sé orðað varlega. Það tókst ekki þó fylgi „bölvaðra“ framsóknarmannanna hafi minnkað eitthvað. Þó hugmyndin sé að ræða við Villa á Skjöldólfsstöðum um Jöklu verður ekki hjá því komist að framsóknarmenn komi við sögu.Vilhjálmur var fylgjandi virkjunarframkvæmdum eins og flestir fyrir austan. Hann hefur ekki breytt um skoðun þó vonbrigði séu með ýmsa þætti er tengjast virkjuninni.Vísir/PjeturKárahnjúkavirkjunin var formlega gangsett 30. nóvember árið 2007. Rúm sjö ár síðan þetta var. Þetta eru mestu umhverfisbreytingar sem farið hefur verið í og Jöklu var veitt eftir göngum yfir í Fljótsdal og þar út í Lagarfljót. Spurningin er, þú hefur búið við þessa á alla þín tíð. Hvernig hefur áin breyst við þetta? „Hún breytist náttúrlega andskoti mikið. Hún er eðlileg á vorin. Seinni part vetrar var aldrei nein leysing úr jöklinum, þá óðstu hér yfir á vaðinu út og niðri við Gauksstaði og gast gert það á venjulegum stígvélum hálfháum, oft þegar hún var lítil á vorin. Síðan kemur leysingin, eins og er í henni núna. Það verður lengri leysing núna af því að það er svo mikill snjór. Svo verður hún þessi tæri lækur, gullfalleg. Það er mesta breytingin, þegar jökulleysingin kemur ekki. Silfurtær bergvatnsá. Og þá segja menn, sjáðu nú til, ýmsir sem þykjast hafa vit á laxi, að þetta verði með fallegri laxveiðiám.Þröstur Elliðason með lax úr Jöklu. Þarna stefnir í að verði einhver öflugasta og besta laxveiðiá landsins.Mynd/veiðiþjónustan strengirStefnir í að Jökla verði mikil laxveiðiáÞröstur Elliðason hjá Strengjum, hefur verið að vinna að seiðasleppingum í Jöklu nú um nokkurra ára skeið. Þröstur er sérfróður á því sviði, hann byggði upp Rangárnar sem slíkar og hefur yfirumsjá með Breiðdalsá, jafnframt. Vilhjálmur sér fyrir sér að Jökla verði mögnuð laxveiðiá. „Hún hefur svo marga möguleika; mikið af flúðum og hyljum og öllum pakkanum. Gríðarlega góð segja fræðimenn eins og Guðni Guðbergsson, ótrúlega góð. Sem þeir hefðu ekki trúað fyrst. Það eru svo góð skilyrði fyrir lax í henni. Það er þessi leiðni í henni sem er 80 til 100, sem er mjög gott. Eitthvað sem þeir kalla svo. Kaldáin úti í Hlíðinni er 20. Jökla er miklu betri en Kaldáin og Laxá og þær ár sem koma úr Smjörsu,“ segir Vilhjálmur. Leiðni er tengd steinefnum í vatninu, gosefnum.Sérðu þá fyrir þér að þetta verði afburða laxveiðiá?„Jámm. Það var nú bara í fyrra sem var opnað. Það hefur veiðst heilmikið af laxi hérna allstaðar uppfrá, frá Hvanná og alla leið hér uppeftir. Í fyrra. Inn fyrir Arnórsstaði. En það var kannski ekki leitað nóg. Hvað hann fer langt? Hvort það þurfi að gera eitthvað á leiðinni uppeftir.“Með laxastigum?„Hvort það þurfi að laga eitthvað í einhverjum flúðum.“Bölvaðir framsóknarmennirnirEn, þá mætið þið nú andstöðu framsóknarmannanna niðrí Hlíð, eða hvað?„Við mættum því nú á sínum tíma.“ Lengi stóð mikil styr um steinboga nokkurn, sem er neðan við bæinn Hauksstaði sem liggur neðarlega í Dalnum, rétt ofan Jöklusárhlíðar. Steinbogi þessi þýðir einfaldlega að upp fyrir hann komst enginn lax. Nú hefur verið gerður stigi, eða skurður, fyrir laxinn. Þessi framkvæmd mætti mikilli andstöðu á sínum tíma.Hinn umdeildi Steinbogi eða Urðin en miklar deilur risu þegar bændur á Jökuldal vildu gera leiðina færa fyrir lax að fara upp Dal.„Það var alveg ótrúlegt hvernig þeir létu, framsóknarmenn; Stefán Bogi Sveinsson forseti bæjarstjórnar, meðal annarra, með Hrafnabjargarmönnum frændum sínum. Þetta eru svo miklir aular. Þær sögðu kerlingarnar að það skal aldrei verða svo að helvítis Jökuldælingar fái laxinn okkar. Eins og þær hafi haldið það, greyin, að laxarnir myndu fljúga fram hjá þeim. Það vex gríðarlegur fjöldi af lax í ánni.“Það hefur grundvallast á ríg frekar en einhverju sem heitið getur vit?„Já, það held ég að sé alveg öruggt. Það grundvallaðist á því að það er nefnilega þannig með mannskepnuna að mönnum er svo mismunandi léð frá drottins hendi. Starfsemin sem er í höfðinu, hún var ekkert endilega svo mikil. Hún var ekki notuð. Þetta var ekta framsóknarfólk, ágætt, en svo ómerkilegt.“Villi veltir því fyrir sér hvort það er hægt að fá einhvern botn í spurningu hins fávísa og ofmenntaða blaðamanns að sunnan.visir/stefán snærKomu í veg fyrir styrkinn Vilhjálmur segir nú sögu til marks um ómerkilegheit Framsóknarmanna, af því að þeir sem að ánni standa höfðu fengið vilyrði fyrir styrk frá Alcoa og einnig Landsvirkjun til að laga til við og í ánni, svo laxinn kæmist um. „Þeim tókst þarna útfrá að koma í veg fyrir styrki frá Landsvirkjun. Þeim þótti svo mikill ófriður um þetta að þeir vildu ekki afhenda styrkinn. Þeim tókst að koma í veg fyrir það. Það voru milljónir aðeins, þrjár – fimm milljónir tvisvar. Þeir lögðust svo lágt. Ég veit þetta því það er maður þarna hjá Alcoa sem þekkir til og hefur verið bæjarstjóri á Norðfirði og svona, áhugamaður um þessa á og hefur veitt hér frá fyrsta ári. Hann náttúrlega tók ekki þátt í því og kom í veg fyrir það hjá Alcoa. Þeir komu niður eftir á firði og báðu um fund hjá ráðamönnum hjá Alcoa, til að reyna að fá hjálp til að koma í veg fyrir styrkinn. Ná honum af! Og að forseti bæjarstjórnar skuli vera þarna stutt undan og hjálpa þeim til við þetta!? Þetta er ógeðfellt. Ógeðfellt að laumast svona.“Hluti af afþreyingar- og ferðamannaiðnaði Vilhjálmur á vart orð í eigu sinni til að lýsa þessum gerningi. Og er honum þó sjaldan orða vant. Þannig að það er rétt að beina talinu að einhverju öðru, svona uppbyggilegra. Sérðu þá fyrir þér að verða feitur laxabóndi hér fyrir miðjum Jökuldal?„Ég veit nú ekkert um það. En, snýst ekki lífið um það að... er þetta ekki afþreyingariðnaður, veiðin? Má ekki segja það. Eins og hvað annað sem verið er að gera fyrir ferðamenn? Ég held það. Og, við þurfum peninga hér til að lifa. Á þessu svæði. Og er ekki gott að hafa þá tekjur til þess? Ég sé ekki betur.“Nú fenguð þið ekki þær bætur sem þið tölduð að ykkur bæri fyrir Jöklu, þegar tappinn var settur í Kárahnjúkavirkjun, má þá ekki segja að þetta séu ansi ríflegar bætur; að fá heila laxveiðiá uppí hendurnar, sem þykir nú ekki ónýtt? „Jjújú, það má alveg segja það. Bæturnar vildum við í upphafi en það var hent í Landsvirkjun eignarnámsheimild. Og þeir töluðu aldrei við okkur. Þeim datt það ekki í hug. Þeir voru af þeirri stærðargráðu í þjóðfélaginu, drengur minn. Þetta er svona eins og hrokagerði. Landsvirkjun. Þegar menn eru komnir á visst stig og hrokinn ræður ríkjum. Það gilda svo margskonar lög í landinu. Stjórnarskrá og mannréttindi gilda ekki nema um suma. Þið ættuð að vita þetta, en ég býst ekki við því að þið vitið þetta. Hvaða aðferð var höfð... Hefði það gengið að fara svona að landeigum lóðaeigendum í kringum Reykjavík? Ef þeir hefðu átt svolítið af peningum líka? Þetta er bara svona.“Smánarlegar bætur fyrir vatnsréttindi Landeigendur í Jökuldal fengu litlar bætur fyrir Jöklu. Þeir stóðu í langvinnum lagadeilum varðandi vatnsréttindi sem þeir töldu sig eiga. Um það var ekki deilt en dómsstólar töldu bætur fyrir vatnsréttindin hæfileg um 400 milljónir til landeigenda, sem eru margir, 1,6 milljarð fyrir öll vatnsréttindin, sem er eingreiðsla og til eilífðar. Íslenska ríkið, sem er eigandi um 70 prósenta lands sem liggur að Jöklu, gerði ekki kröfu á hendur Landsvirkjun. Margir töldu þetta smánarlegar bætur fyrir ána sem er um 10 prósent allrar virkjanlegrar fallvatnsorku landsins, orkan sem knýr KárahnjúkavirkjunOg, dómsstólar mega sín lítt gegn þessu?„Jahhh, hvað vilja dómsstólar? Dæma þeir ekki oft bara með þeim sem ráða? Eða hvað? Mér dettur það í hug. Við vildum fá, í upphafi, einhvera aura af framleiðslu. Eins og farið er að gera núna, og eins og farið var að byrja á að gera um þetta bil. Ef gengi illa að selja, gengi okkur illa líka, leiga. Væri tengd afkomu fyrirtækisins. Hvernig því gengur að selja orkuna. Landsvirkjun. Þetta var það sem verið var að innleiða.“Engin synd að virkja Þó bætur fyrir vatnsréttindin hafi verið langt undir væntingum landeigenda eystra telur Vilhjálmur það þó enn svo að engin synd hafi verið að veita Jöklu yfir í Fljótsdal. „Er það nokkurn tíma? Ég veit ekki hvað er synd. Það breyta sér ár og lækir og hafa gert í gegnum tíðina. Og eru að því á Suðurlandi. Ef æðri máttarvöld flytja þessa úrkomu í föstu formi uppá land á vetrum þá er fáránlegt að mega ekki búa til orku þegar þetta rennur til baka. Á Suðurlandi standa brýr uppá þurru og aðrir lækir koma fram. Er þetta nokkuð merkilegt? Að lækjum og ám sé veitt annað. Þetta er nú ekki lækur í þessu tilfelli. Þetta er á. Ég sé ekkert athugvert við þetta.“Þú studdir framkvæmdirnar á sínum tíma?„Já, ég gerði það.“Og, ertu sannfærður um að sú afstaða þín hafi verið rétt enn, nú sjö árum síðar?„Ég er það. Ég sé hvað þetta hefur þó gert fyrir Austurland. Ég er alveg sannfærður um að það er. En, það vantar náttúrlega eitt. Það er til á teikniborði.“Á hlaðinu á Skjöldólfsstöðum. Villi er ekki á móti menntun en telur hana stórhættulega þegar menn reyna með henni að rækta upp hæfleika sem ekki eru til staðar.visir/jakobNauðsyn nýrrar stíflu Vilhjálmur víkur tali að framkvæmdum sem hann telur alveg nauðsynlegar sem slá ýmsar flugur í einu höggi, sem er að byggja aðra væna stíflu við Reykjará þangað sem yfirfallinu væri veitt og því væri svo beint í Fljótsdalinn einnig, seinni part vetrar. Þetta gæti þýtt 250 til 300 metra aukafall í gróða niður í Fljótsdalinn. Þetta er langódýrasti virkjunarkosturinn að mati Vilhjálms. Og kæmi auk þess í veg fyrir að yfirfallinu væri veitt í Jöklu þegar síst skyldi og er til algerrar óþurftar varðandi áform um uppbyggingu Jöklu sem laxveiðiár. Inn á þetta var komið á sameiginlegum framboðsfundi á Egilsstöðum um daginn en lítið kom út úr því, að sögn Vilhjálms: „Þetta lið hefði allt átt að vera í kjól. Þvældu bara út í loftið. Eins og kerlingar. Þetta var svo bitlaust. Og einhverjir eiginhagsmunir.“Menn fyrir austan studdu þessar virkjunarframkvæmdir með ráð og dáð, í miklum meirihluta. Væntingarnar voru miklar, að þetta myndi leiða til víðtækra efnahagsáhrifa. Finnst þér það hafa gengið eftir?„Það leiddi náttúrlega gífurlega mikils uppgangs, margir fóru upp en allt sem fer upp, það fer niður líka. Það voru margir sem höfðu það gott í sambandi við framkvæmdirnar. En, það kom ekkert annað á Egilsstöðum. Það var allt í kringum þetta. Þarna voru svo miklir peningar að venjulegur atvinnuvegur gleymdist. Ruðningsáhrif, jájá, þannig. Meðan þetta var byggt. En, það er nú samt ennþá dálítið, en þetta hafði náttúrlega ennþá meiri og betri áhrif á Reyðarfirði, að fá verksmiðjuna, höfnina og allt. Fljótsdalshérað stendur illa og stjórnendurnir urðu eins og verktakarnir, það varð allt vitlaust. Bæði á Reyðarfirði og hér datt mönnum það í hug að byggja tvisvar að minnsta kosti yfir alla sem störfuðu við þetta. Þetta var svo vitlaust allt saman. Bæjargalleríið varð þannig líka, það urðu allir vitlausir.“Ber takmarkaða virðingu fyrir menntuðum fáráðum Vilhjálmur, sem alla tíð hefur verið grjótharður Sjálfstæðismaður og sótt Landsfundi flokksins, grípur um höfuð sér og hugsar upphátt – almennt um ástandið: „Geir ræfillinn kom hérna, góðmennið Geir Haarde kom hingað austur. Sem átti náttúrlega aldrei að verða forsætisráðherra. Hann vildi alltaf bara segja já. Það þýðir ekki neitt. Hann kom og reyndi að hlæja að okkur. Það voru nokkrir menn, og ég var einn af þeim, sem hafa aldrei skilið það hvernig mönnum datt það í hug að eitthvað geti orðið til af engu,“ segir Vilhjálmur og vísar almennt til góðærisins, eða gróðærisins eftir því hvaða augum menn vilja líta árin fyrir hrun 2008. „Við getum tekið sem dæmi að það komu hérna menn frá Arionbanka ... þeir sátu hérna drengir, helvíti fínt greiddir, með bindi og flottir, og voru að segja mér ýmsa speki í tengslum við peningamál. Og ég var að velta því fyrir mér hvað væri að hjá mér. Þeir voru svo sannfærandi drengirnir, nýkomnir úr skóla. En einn daginn hrundi allt, en þeir komu hingað lærðir, þessir spekingar og vildu gera eitthvað úr engu. Það hefur aldrei verið til. Þess vegna ber ég svo litla virðingu fyrir Háskólanum og borgarsamfélaginu; það er búið að ala menn þannig upp að sennilega trúðu þessir fáráðar því sem þeir voru að segja. Ég held það. Í alvörunni. Ekki hægt að ímynda sér annað.“Hið ofvaxna krakkagrey í forsætisráðuneytinuÞú ert ekki andsnúinn menntun?„Alls ekki. Auðvitað ekki. Menntun er nauðsynleg. En, þegar þeir fara í skóla þessir drengir, og halda að þeir búi með menntuninni til hæfileika sem ekki eru til er voðinn vís. Þegar menn ætla að gera hitt, þá er menntun orðin hættuleg. Eins góð hún er og sjálfsögð þegar menn eru að þróa hæfileika sem eru fyrir hendi. Svo kemur þetta drasl með menntahroka og tala niður til hins almenna manns, sem sumir hverjir hafa bara þokkalega skynsemi. Þá er þetta orðið dapurt. Það er ekkert gæfulegt að hlusta á forsætisráðherra núna. Þetta er eins og ofvaxið krakkagrey. Maður fær svona hroll þegar hann kemur og fer að suða í sjónvarpinu. Æjæj. Bjarni foringi okkar Benediktsson veit ekkert heldur. Það hefur aldrei skemmt krakka að skilja hvernig lífið gengur fyrir sig. Og það verður að segjast eins og er að í gærkvöldi, þegar þau voru þau að spá í af hverju kosningaþátttaka hafi verið svona lítil, og hún sagði þarna konan, þá er þetta kannski ekki nema von, krakkarnir alast upp við þetta heima hjá sér; það er talað illa og gert lítið úr stjórnmálum. Þau skilja ekki stjórnkerfið og vita ekki neitt.“Evrópusinnar ekki hátt skrifaðir Og svona til rétt til að dekra við bölmóðinn sem óvænt spratt upp við eldhúsborðið á Skjöldólfsstöðum: Þú ert ekki heldur hrifinn af Evrópusambandinu frekar en nokkur maður hér fyrir Austan?„Auðvitað eru til Evrópusinnar hérna fyrir Austan líka,“ svarar Vilhjálmur og glottir. Það er alveg fyrirliggjandi að slíkir eru ekki hátt skrifaðir hjá honum. „ En, það er alveg rétt. Ég ber ekki mikla virðingu fyrir einhverjum Evrópuguttum að sunnan. Ég vil meina að þetta lið sé til sölu fyrir ekkert svo afskaplega mikinn pening. Mér finnst útúr korti að halda það að þessar þjóðir ætli að fara að gefa okkur eitthvað. Við eigum auðlindir, við eigum vatnsorku, við eigum mikið af fisk í sjónum meðan hann er ennþá lifandi sjórinn. Þá vantar ýmislegt af þessu. Hvenær byrjuðu Þjóðverjar að gefa einhverjum eitthvað og vildu koma af sanngirni fram við nokkurn mann? Angela Merkel er að gera það núna með pennastrikum og kjaftæði það sem Hitler reyndi að skjóta í gegn. Þetta er ekkert annað. Þjóðverjar ætla að stjórna þessu öllu. Heldurðu að þeir séu að mylja undir þetta undirmálsfólks sem þeim finnst, Grikki og þessa, eins og þeir segja, niður í Evrópu? Heldurðu að þeir þeir séu að mylja undir þetta? Nei. Nei. Hitler ætlaði reyndar að hafa okkur Íslendinga ofan á. Við vorum aríar og flottir.“Getur ekki verið að Angela sé þeirrar meiningar?„Jújú, kannski.“ Talið berst að svartri skýrslu sem útsendari Hitlers, Gerlach nokkur skrifaði, um að það stæði lítið eftir af yfirburðareinkennum þessarar miklu aríaþjóðar sem foringinn taldi að héldi til á Íslandi, heldur úrkynjaður undirmálslýður og þar með er vert að fella það tal og snúa sér að því sem nær er.Jökulsáin kolvitlaus þegar hún er sem verstEn, þú ert ánægður að vera laus við Jöklu?„Þetta getur verið bæði og. Mér finnst verst að, úr því að hún var tekinn, hún hafði sinn sjarma, Jökulsáin kolvitlaus þegar hún var sem allra verst, en, þegar búið er að taka hana og eftir stendur þessi fallega bergvatnsá eftir vorleysingarnar, þá er alveg skelfilegt að hún þurfi að koma aftur. Að það skuli ekki vera hægt að ganga frá því að hún komi þá bara ekkert aftur og verði bara bergvatnsá. Það er vont að eiga við þetta yfirfall.“Jökla við Skjöldólfsstaði er úfin nú í vorleysingum en hún mun breytast í vatnsmikla, tæra og gullfallega bergvatnsá seinna í sumar.visir/jakobOg Vilhjálmur nefnir annað sem hann reiknar nú með að sé aukaatriði í augum allra nema þeirra þarna eystra: „Auðvitað hefur þessi á verið afskaplega ákveðið landamerki í búaskap hér á Jökuldalnum. Varðandi skepnur og annað. Nú er það orðið ekki, á sumrin þegar hún er sem minnst. Og vont, það þarf að girða uppá bökkunum, við vitum að bakkarnir geta verið svo góðir, en það þarf helst að girða uppá grundum. Við girðum að ánni en það er svo vont. Þar sem ekki eru klettar, sem ekki er alls staðar, er svo vont að eiga við hana. Þú ert kannski búinn að girða að henni en svo koma hlaupin í hana og það sópa öllu burtu. Erfiðara að búa við hana þannig, uppá sauðfjárbúskapinn. Svona er það nú, drengur minn.“Þeir í Fljótsdalnum vilja bætur Þannig eru kostir og gallar sem því fylgja að flytja jökulána úr Jökuldalnum. En, þeir eru ekki eins hressir í næsta dal, Fljótsdalnum, með að fá þessa sendingu frá Jökuldælingum. Nýverið kom til dæmis út skýrsla þar sem talað er um að lífríki í Lagarfljóti hafi látið stórlega á sjá. Þeir þar eru ekki kátir með að fá Jöklu í hausinn, býsna reiðir sumir meira að segja? „Jájá, það veit ég. Ég er bara er ekkert hissa á því. En, þetta er komið. Til að vera. Því það er enginn að tala um að moka stíflunni í burtu úr gilinu og hleypa vatninu aftur á. Og hætta við virkjunina.“Á Skjöldólfsstöðum í kaffi. Villa þótti ókristilegur tími að sýna sig uppá Dal uppúr hádegi -- til marks um að þessir Evrópusinnuðu andskotar að sunnan væru með svarta samvisku og gætu ekki sofið.visir/stefán snærKemur þetta þér á óvart, þetta lífleysi í Lagarfljóti nú?„Neinei, á þetta að koma okkur nokkuð á óvart. Þetta er svo voðalega steindautt vatn. Að vísu hefur aldrei verið neitt merkilegt líf þarna. Þú veist nú alveg hvernig þaaað er. Alveg eins og þið Evrópusinnar, haldið að þið finnið einhverja peningalykt af Angelu Merkel. Þeir við Fljótið halda kannski að þeir finni aðeins svona peningalykt. Einhverjar bætur.“Heldurðu að það sé það sem málið snýst um?„Nei, ég veit ekkert um það. Auðvitað gerir það það eitthvað. Hvað heldurðu? Veistu ekki hvernig mannskepnan er, drengur? Þú veist það. Það hefði ég nú haldið.“Þeir láta nánast eins og það sé verið að dæla á þá eiturefnaúrgangi? „Jájá, en þar fyrir, það hefur aldrei verið neitt merkilegt lífríki í Lagarfljóti. Það er önnur saga, gömul og ný. Það fór aldrei neinn lax upp Lagarfoss. Það var sleppt. Stangveiðifélag Reykjavíkur var hér fyrir mjög mörgum áratugum. Með þetta svæði á leigu í mörg ár og sleppti hér fiski í mörg ár. Það kom aldrei neitt í Lagarfljót. Eins og einhver sagði: Hvað átti hann að vera að fara upp þennan stiga? Hann hafði ekkert að sækja upp fyrir hann. En, varðandi Jöklu, það sem Guðni Guðbergsson sérfræðingur var svo hissa á, og hafði verið með svarta skýrslu fyrst, og átti ekki von á svona því sem hann hefur verið að sjá. Hann hefur verið að reyna að segja fólki það. Lífríkið er svo ótrúlegt í henni. Það var svo einkennilegt að þegar búið var að setja tappann í þá kom í ljós að hún var full af silungi, bleikju, alveg sama hvar þú hendir út í hylji; þú ert allstaðar í bullandi bleikju.“ Vilhjálmur telur að það séu tíu til tuttugu ár í að Jökla verði sjálfbær laxveiðiá. „Þetta gerist ekki einn tveir og þrír. Svo er alveg eftir að finna út úr þessu uppeftir. Hvað kemst hann? Þarf að laga eitthvað, það er enginn foss þarna en hindranir. En, þar kemur ekki að því að einhver verði á móti því eins og menn voru útí Hlíð.“ Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Vilhjálmur Snædal, uppgjafabóndi á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal, er að verða sjötugur. Ekki er svo að sjá að hann sé pensjónisti kominn af fótum fram – er síkvikur og hress og veður á honum. Vilhjálmur er eðlilegur og verður ekki ritskoðaður. Vert að vara lesanda við því strax, að talsmáti hans telst stundum ekki við hæfi í fínum teboðum. Þegar blaðamaður Fréttablaðsins falaðist eftir viðtali við Vilhjálm á Egilsstöðum á kosningadag, sagðist hann tortrygginn gagnvart einhverjum andskotans Evrópusinna að sunnan. Og setti á mikla ræðu um að það hlyti nú að vera eitthvað að í kolli þeirra sem héldu að Þjóðverjar og Angela Merkel ætluðu sér að gefa okkur eitthvað fyrir ekki neitt. Skjöldólfsstaðir eru fyrir miðjum Jökuldal. Þar niður kemur þjóðvegur eitt í dalinn og fyrir ofan liggur Efri-Jökuldalur. Jökuldælingar eru sérstakir og frægir fyrir að bera enga virðingu fyrir klukku. Þetta er engin þjóðsaga. Þegar bankað var uppá hjá Villa næsta dag, á Skjöldólfsstöðum, var klukkan orðin eitt og sól skein í heiði. Kona hans Ásta Sigurðardóttir kom til dyra og vakti bónda sinn. Hann snaraðist úr bæli sínu og fram og heilsaði útsendurum blaðsins með þeim orðum: „Nú, eruð þið þeirrar gerðar að geta ekki sofið vegna slæmrar samvisku?“ Ég benti honum að á ég hafi knúið dyra á næsta bæ við hliðina, þar sem sonur hans Þorsteinn Snædal býr, en hann hefur nú tekið við búinu, og sagði að hann væri fyrir löngu kominn á fætur. „Hann lýgur því!“Gullfalleg og tær bergvatnsá En, hafa ber í huga að það var sveitastjórnarkosningasjónvarp fram undir morgun þá um nóttina og Vilhjálmi líkaði nú ekki alveg niðurstaðan á Austurlandi. Sjálfur skipar hann heiðurssæti á lista Sjálfstæðismanna og til stóð að fella einn bæjarfulltrúa framsóknarmanna, sem Vilhjálmur hefur litlar mætur á, svo það sé orðað varlega. Það tókst ekki þó fylgi „bölvaðra“ framsóknarmannanna hafi minnkað eitthvað. Þó hugmyndin sé að ræða við Villa á Skjöldólfsstöðum um Jöklu verður ekki hjá því komist að framsóknarmenn komi við sögu.Vilhjálmur var fylgjandi virkjunarframkvæmdum eins og flestir fyrir austan. Hann hefur ekki breytt um skoðun þó vonbrigði séu með ýmsa þætti er tengjast virkjuninni.Vísir/PjeturKárahnjúkavirkjunin var formlega gangsett 30. nóvember árið 2007. Rúm sjö ár síðan þetta var. Þetta eru mestu umhverfisbreytingar sem farið hefur verið í og Jöklu var veitt eftir göngum yfir í Fljótsdal og þar út í Lagarfljót. Spurningin er, þú hefur búið við þessa á alla þín tíð. Hvernig hefur áin breyst við þetta? „Hún breytist náttúrlega andskoti mikið. Hún er eðlileg á vorin. Seinni part vetrar var aldrei nein leysing úr jöklinum, þá óðstu hér yfir á vaðinu út og niðri við Gauksstaði og gast gert það á venjulegum stígvélum hálfháum, oft þegar hún var lítil á vorin. Síðan kemur leysingin, eins og er í henni núna. Það verður lengri leysing núna af því að það er svo mikill snjór. Svo verður hún þessi tæri lækur, gullfalleg. Það er mesta breytingin, þegar jökulleysingin kemur ekki. Silfurtær bergvatnsá. Og þá segja menn, sjáðu nú til, ýmsir sem þykjast hafa vit á laxi, að þetta verði með fallegri laxveiðiám.Þröstur Elliðason með lax úr Jöklu. Þarna stefnir í að verði einhver öflugasta og besta laxveiðiá landsins.Mynd/veiðiþjónustan strengirStefnir í að Jökla verði mikil laxveiðiáÞröstur Elliðason hjá Strengjum, hefur verið að vinna að seiðasleppingum í Jöklu nú um nokkurra ára skeið. Þröstur er sérfróður á því sviði, hann byggði upp Rangárnar sem slíkar og hefur yfirumsjá með Breiðdalsá, jafnframt. Vilhjálmur sér fyrir sér að Jökla verði mögnuð laxveiðiá. „Hún hefur svo marga möguleika; mikið af flúðum og hyljum og öllum pakkanum. Gríðarlega góð segja fræðimenn eins og Guðni Guðbergsson, ótrúlega góð. Sem þeir hefðu ekki trúað fyrst. Það eru svo góð skilyrði fyrir lax í henni. Það er þessi leiðni í henni sem er 80 til 100, sem er mjög gott. Eitthvað sem þeir kalla svo. Kaldáin úti í Hlíðinni er 20. Jökla er miklu betri en Kaldáin og Laxá og þær ár sem koma úr Smjörsu,“ segir Vilhjálmur. Leiðni er tengd steinefnum í vatninu, gosefnum.Sérðu þá fyrir þér að þetta verði afburða laxveiðiá?„Jámm. Það var nú bara í fyrra sem var opnað. Það hefur veiðst heilmikið af laxi hérna allstaðar uppfrá, frá Hvanná og alla leið hér uppeftir. Í fyrra. Inn fyrir Arnórsstaði. En það var kannski ekki leitað nóg. Hvað hann fer langt? Hvort það þurfi að gera eitthvað á leiðinni uppeftir.“Með laxastigum?„Hvort það þurfi að laga eitthvað í einhverjum flúðum.“Bölvaðir framsóknarmennirnirEn, þá mætið þið nú andstöðu framsóknarmannanna niðrí Hlíð, eða hvað?„Við mættum því nú á sínum tíma.“ Lengi stóð mikil styr um steinboga nokkurn, sem er neðan við bæinn Hauksstaði sem liggur neðarlega í Dalnum, rétt ofan Jöklusárhlíðar. Steinbogi þessi þýðir einfaldlega að upp fyrir hann komst enginn lax. Nú hefur verið gerður stigi, eða skurður, fyrir laxinn. Þessi framkvæmd mætti mikilli andstöðu á sínum tíma.Hinn umdeildi Steinbogi eða Urðin en miklar deilur risu þegar bændur á Jökuldal vildu gera leiðina færa fyrir lax að fara upp Dal.„Það var alveg ótrúlegt hvernig þeir létu, framsóknarmenn; Stefán Bogi Sveinsson forseti bæjarstjórnar, meðal annarra, með Hrafnabjargarmönnum frændum sínum. Þetta eru svo miklir aular. Þær sögðu kerlingarnar að það skal aldrei verða svo að helvítis Jökuldælingar fái laxinn okkar. Eins og þær hafi haldið það, greyin, að laxarnir myndu fljúga fram hjá þeim. Það vex gríðarlegur fjöldi af lax í ánni.“Það hefur grundvallast á ríg frekar en einhverju sem heitið getur vit?„Já, það held ég að sé alveg öruggt. Það grundvallaðist á því að það er nefnilega þannig með mannskepnuna að mönnum er svo mismunandi léð frá drottins hendi. Starfsemin sem er í höfðinu, hún var ekkert endilega svo mikil. Hún var ekki notuð. Þetta var ekta framsóknarfólk, ágætt, en svo ómerkilegt.“Villi veltir því fyrir sér hvort það er hægt að fá einhvern botn í spurningu hins fávísa og ofmenntaða blaðamanns að sunnan.visir/stefán snærKomu í veg fyrir styrkinn Vilhjálmur segir nú sögu til marks um ómerkilegheit Framsóknarmanna, af því að þeir sem að ánni standa höfðu fengið vilyrði fyrir styrk frá Alcoa og einnig Landsvirkjun til að laga til við og í ánni, svo laxinn kæmist um. „Þeim tókst þarna útfrá að koma í veg fyrir styrki frá Landsvirkjun. Þeim þótti svo mikill ófriður um þetta að þeir vildu ekki afhenda styrkinn. Þeim tókst að koma í veg fyrir það. Það voru milljónir aðeins, þrjár – fimm milljónir tvisvar. Þeir lögðust svo lágt. Ég veit þetta því það er maður þarna hjá Alcoa sem þekkir til og hefur verið bæjarstjóri á Norðfirði og svona, áhugamaður um þessa á og hefur veitt hér frá fyrsta ári. Hann náttúrlega tók ekki þátt í því og kom í veg fyrir það hjá Alcoa. Þeir komu niður eftir á firði og báðu um fund hjá ráðamönnum hjá Alcoa, til að reyna að fá hjálp til að koma í veg fyrir styrkinn. Ná honum af! Og að forseti bæjarstjórnar skuli vera þarna stutt undan og hjálpa þeim til við þetta!? Þetta er ógeðfellt. Ógeðfellt að laumast svona.“Hluti af afþreyingar- og ferðamannaiðnaði Vilhjálmur á vart orð í eigu sinni til að lýsa þessum gerningi. Og er honum þó sjaldan orða vant. Þannig að það er rétt að beina talinu að einhverju öðru, svona uppbyggilegra. Sérðu þá fyrir þér að verða feitur laxabóndi hér fyrir miðjum Jökuldal?„Ég veit nú ekkert um það. En, snýst ekki lífið um það að... er þetta ekki afþreyingariðnaður, veiðin? Má ekki segja það. Eins og hvað annað sem verið er að gera fyrir ferðamenn? Ég held það. Og, við þurfum peninga hér til að lifa. Á þessu svæði. Og er ekki gott að hafa þá tekjur til þess? Ég sé ekki betur.“Nú fenguð þið ekki þær bætur sem þið tölduð að ykkur bæri fyrir Jöklu, þegar tappinn var settur í Kárahnjúkavirkjun, má þá ekki segja að þetta séu ansi ríflegar bætur; að fá heila laxveiðiá uppí hendurnar, sem þykir nú ekki ónýtt? „Jjújú, það má alveg segja það. Bæturnar vildum við í upphafi en það var hent í Landsvirkjun eignarnámsheimild. Og þeir töluðu aldrei við okkur. Þeim datt það ekki í hug. Þeir voru af þeirri stærðargráðu í þjóðfélaginu, drengur minn. Þetta er svona eins og hrokagerði. Landsvirkjun. Þegar menn eru komnir á visst stig og hrokinn ræður ríkjum. Það gilda svo margskonar lög í landinu. Stjórnarskrá og mannréttindi gilda ekki nema um suma. Þið ættuð að vita þetta, en ég býst ekki við því að þið vitið þetta. Hvaða aðferð var höfð... Hefði það gengið að fara svona að landeigum lóðaeigendum í kringum Reykjavík? Ef þeir hefðu átt svolítið af peningum líka? Þetta er bara svona.“Smánarlegar bætur fyrir vatnsréttindi Landeigendur í Jökuldal fengu litlar bætur fyrir Jöklu. Þeir stóðu í langvinnum lagadeilum varðandi vatnsréttindi sem þeir töldu sig eiga. Um það var ekki deilt en dómsstólar töldu bætur fyrir vatnsréttindin hæfileg um 400 milljónir til landeigenda, sem eru margir, 1,6 milljarð fyrir öll vatnsréttindin, sem er eingreiðsla og til eilífðar. Íslenska ríkið, sem er eigandi um 70 prósenta lands sem liggur að Jöklu, gerði ekki kröfu á hendur Landsvirkjun. Margir töldu þetta smánarlegar bætur fyrir ána sem er um 10 prósent allrar virkjanlegrar fallvatnsorku landsins, orkan sem knýr KárahnjúkavirkjunOg, dómsstólar mega sín lítt gegn þessu?„Jahhh, hvað vilja dómsstólar? Dæma þeir ekki oft bara með þeim sem ráða? Eða hvað? Mér dettur það í hug. Við vildum fá, í upphafi, einhvera aura af framleiðslu. Eins og farið er að gera núna, og eins og farið var að byrja á að gera um þetta bil. Ef gengi illa að selja, gengi okkur illa líka, leiga. Væri tengd afkomu fyrirtækisins. Hvernig því gengur að selja orkuna. Landsvirkjun. Þetta var það sem verið var að innleiða.“Engin synd að virkja Þó bætur fyrir vatnsréttindin hafi verið langt undir væntingum landeigenda eystra telur Vilhjálmur það þó enn svo að engin synd hafi verið að veita Jöklu yfir í Fljótsdal. „Er það nokkurn tíma? Ég veit ekki hvað er synd. Það breyta sér ár og lækir og hafa gert í gegnum tíðina. Og eru að því á Suðurlandi. Ef æðri máttarvöld flytja þessa úrkomu í föstu formi uppá land á vetrum þá er fáránlegt að mega ekki búa til orku þegar þetta rennur til baka. Á Suðurlandi standa brýr uppá þurru og aðrir lækir koma fram. Er þetta nokkuð merkilegt? Að lækjum og ám sé veitt annað. Þetta er nú ekki lækur í þessu tilfelli. Þetta er á. Ég sé ekkert athugvert við þetta.“Þú studdir framkvæmdirnar á sínum tíma?„Já, ég gerði það.“Og, ertu sannfærður um að sú afstaða þín hafi verið rétt enn, nú sjö árum síðar?„Ég er það. Ég sé hvað þetta hefur þó gert fyrir Austurland. Ég er alveg sannfærður um að það er. En, það vantar náttúrlega eitt. Það er til á teikniborði.“Á hlaðinu á Skjöldólfsstöðum. Villi er ekki á móti menntun en telur hana stórhættulega þegar menn reyna með henni að rækta upp hæfleika sem ekki eru til staðar.visir/jakobNauðsyn nýrrar stíflu Vilhjálmur víkur tali að framkvæmdum sem hann telur alveg nauðsynlegar sem slá ýmsar flugur í einu höggi, sem er að byggja aðra væna stíflu við Reykjará þangað sem yfirfallinu væri veitt og því væri svo beint í Fljótsdalinn einnig, seinni part vetrar. Þetta gæti þýtt 250 til 300 metra aukafall í gróða niður í Fljótsdalinn. Þetta er langódýrasti virkjunarkosturinn að mati Vilhjálms. Og kæmi auk þess í veg fyrir að yfirfallinu væri veitt í Jöklu þegar síst skyldi og er til algerrar óþurftar varðandi áform um uppbyggingu Jöklu sem laxveiðiár. Inn á þetta var komið á sameiginlegum framboðsfundi á Egilsstöðum um daginn en lítið kom út úr því, að sögn Vilhjálms: „Þetta lið hefði allt átt að vera í kjól. Þvældu bara út í loftið. Eins og kerlingar. Þetta var svo bitlaust. Og einhverjir eiginhagsmunir.“Menn fyrir austan studdu þessar virkjunarframkvæmdir með ráð og dáð, í miklum meirihluta. Væntingarnar voru miklar, að þetta myndi leiða til víðtækra efnahagsáhrifa. Finnst þér það hafa gengið eftir?„Það leiddi náttúrlega gífurlega mikils uppgangs, margir fóru upp en allt sem fer upp, það fer niður líka. Það voru margir sem höfðu það gott í sambandi við framkvæmdirnar. En, það kom ekkert annað á Egilsstöðum. Það var allt í kringum þetta. Þarna voru svo miklir peningar að venjulegur atvinnuvegur gleymdist. Ruðningsáhrif, jájá, þannig. Meðan þetta var byggt. En, það er nú samt ennþá dálítið, en þetta hafði náttúrlega ennþá meiri og betri áhrif á Reyðarfirði, að fá verksmiðjuna, höfnina og allt. Fljótsdalshérað stendur illa og stjórnendurnir urðu eins og verktakarnir, það varð allt vitlaust. Bæði á Reyðarfirði og hér datt mönnum það í hug að byggja tvisvar að minnsta kosti yfir alla sem störfuðu við þetta. Þetta var svo vitlaust allt saman. Bæjargalleríið varð þannig líka, það urðu allir vitlausir.“Ber takmarkaða virðingu fyrir menntuðum fáráðum Vilhjálmur, sem alla tíð hefur verið grjótharður Sjálfstæðismaður og sótt Landsfundi flokksins, grípur um höfuð sér og hugsar upphátt – almennt um ástandið: „Geir ræfillinn kom hérna, góðmennið Geir Haarde kom hingað austur. Sem átti náttúrlega aldrei að verða forsætisráðherra. Hann vildi alltaf bara segja já. Það þýðir ekki neitt. Hann kom og reyndi að hlæja að okkur. Það voru nokkrir menn, og ég var einn af þeim, sem hafa aldrei skilið það hvernig mönnum datt það í hug að eitthvað geti orðið til af engu,“ segir Vilhjálmur og vísar almennt til góðærisins, eða gróðærisins eftir því hvaða augum menn vilja líta árin fyrir hrun 2008. „Við getum tekið sem dæmi að það komu hérna menn frá Arionbanka ... þeir sátu hérna drengir, helvíti fínt greiddir, með bindi og flottir, og voru að segja mér ýmsa speki í tengslum við peningamál. Og ég var að velta því fyrir mér hvað væri að hjá mér. Þeir voru svo sannfærandi drengirnir, nýkomnir úr skóla. En einn daginn hrundi allt, en þeir komu hingað lærðir, þessir spekingar og vildu gera eitthvað úr engu. Það hefur aldrei verið til. Þess vegna ber ég svo litla virðingu fyrir Háskólanum og borgarsamfélaginu; það er búið að ala menn þannig upp að sennilega trúðu þessir fáráðar því sem þeir voru að segja. Ég held það. Í alvörunni. Ekki hægt að ímynda sér annað.“Hið ofvaxna krakkagrey í forsætisráðuneytinuÞú ert ekki andsnúinn menntun?„Alls ekki. Auðvitað ekki. Menntun er nauðsynleg. En, þegar þeir fara í skóla þessir drengir, og halda að þeir búi með menntuninni til hæfileika sem ekki eru til er voðinn vís. Þegar menn ætla að gera hitt, þá er menntun orðin hættuleg. Eins góð hún er og sjálfsögð þegar menn eru að þróa hæfileika sem eru fyrir hendi. Svo kemur þetta drasl með menntahroka og tala niður til hins almenna manns, sem sumir hverjir hafa bara þokkalega skynsemi. Þá er þetta orðið dapurt. Það er ekkert gæfulegt að hlusta á forsætisráðherra núna. Þetta er eins og ofvaxið krakkagrey. Maður fær svona hroll þegar hann kemur og fer að suða í sjónvarpinu. Æjæj. Bjarni foringi okkar Benediktsson veit ekkert heldur. Það hefur aldrei skemmt krakka að skilja hvernig lífið gengur fyrir sig. Og það verður að segjast eins og er að í gærkvöldi, þegar þau voru þau að spá í af hverju kosningaþátttaka hafi verið svona lítil, og hún sagði þarna konan, þá er þetta kannski ekki nema von, krakkarnir alast upp við þetta heima hjá sér; það er talað illa og gert lítið úr stjórnmálum. Þau skilja ekki stjórnkerfið og vita ekki neitt.“Evrópusinnar ekki hátt skrifaðir Og svona til rétt til að dekra við bölmóðinn sem óvænt spratt upp við eldhúsborðið á Skjöldólfsstöðum: Þú ert ekki heldur hrifinn af Evrópusambandinu frekar en nokkur maður hér fyrir Austan?„Auðvitað eru til Evrópusinnar hérna fyrir Austan líka,“ svarar Vilhjálmur og glottir. Það er alveg fyrirliggjandi að slíkir eru ekki hátt skrifaðir hjá honum. „ En, það er alveg rétt. Ég ber ekki mikla virðingu fyrir einhverjum Evrópuguttum að sunnan. Ég vil meina að þetta lið sé til sölu fyrir ekkert svo afskaplega mikinn pening. Mér finnst útúr korti að halda það að þessar þjóðir ætli að fara að gefa okkur eitthvað. Við eigum auðlindir, við eigum vatnsorku, við eigum mikið af fisk í sjónum meðan hann er ennþá lifandi sjórinn. Þá vantar ýmislegt af þessu. Hvenær byrjuðu Þjóðverjar að gefa einhverjum eitthvað og vildu koma af sanngirni fram við nokkurn mann? Angela Merkel er að gera það núna með pennastrikum og kjaftæði það sem Hitler reyndi að skjóta í gegn. Þetta er ekkert annað. Þjóðverjar ætla að stjórna þessu öllu. Heldurðu að þeir séu að mylja undir þetta undirmálsfólks sem þeim finnst, Grikki og þessa, eins og þeir segja, niður í Evrópu? Heldurðu að þeir þeir séu að mylja undir þetta? Nei. Nei. Hitler ætlaði reyndar að hafa okkur Íslendinga ofan á. Við vorum aríar og flottir.“Getur ekki verið að Angela sé þeirrar meiningar?„Jújú, kannski.“ Talið berst að svartri skýrslu sem útsendari Hitlers, Gerlach nokkur skrifaði, um að það stæði lítið eftir af yfirburðareinkennum þessarar miklu aríaþjóðar sem foringinn taldi að héldi til á Íslandi, heldur úrkynjaður undirmálslýður og þar með er vert að fella það tal og snúa sér að því sem nær er.Jökulsáin kolvitlaus þegar hún er sem verstEn, þú ert ánægður að vera laus við Jöklu?„Þetta getur verið bæði og. Mér finnst verst að, úr því að hún var tekinn, hún hafði sinn sjarma, Jökulsáin kolvitlaus þegar hún var sem allra verst, en, þegar búið er að taka hana og eftir stendur þessi fallega bergvatnsá eftir vorleysingarnar, þá er alveg skelfilegt að hún þurfi að koma aftur. Að það skuli ekki vera hægt að ganga frá því að hún komi þá bara ekkert aftur og verði bara bergvatnsá. Það er vont að eiga við þetta yfirfall.“Jökla við Skjöldólfsstaði er úfin nú í vorleysingum en hún mun breytast í vatnsmikla, tæra og gullfallega bergvatnsá seinna í sumar.visir/jakobOg Vilhjálmur nefnir annað sem hann reiknar nú með að sé aukaatriði í augum allra nema þeirra þarna eystra: „Auðvitað hefur þessi á verið afskaplega ákveðið landamerki í búaskap hér á Jökuldalnum. Varðandi skepnur og annað. Nú er það orðið ekki, á sumrin þegar hún er sem minnst. Og vont, það þarf að girða uppá bökkunum, við vitum að bakkarnir geta verið svo góðir, en það þarf helst að girða uppá grundum. Við girðum að ánni en það er svo vont. Þar sem ekki eru klettar, sem ekki er alls staðar, er svo vont að eiga við hana. Þú ert kannski búinn að girða að henni en svo koma hlaupin í hana og það sópa öllu burtu. Erfiðara að búa við hana þannig, uppá sauðfjárbúskapinn. Svona er það nú, drengur minn.“Þeir í Fljótsdalnum vilja bætur Þannig eru kostir og gallar sem því fylgja að flytja jökulána úr Jökuldalnum. En, þeir eru ekki eins hressir í næsta dal, Fljótsdalnum, með að fá þessa sendingu frá Jökuldælingum. Nýverið kom til dæmis út skýrsla þar sem talað er um að lífríki í Lagarfljóti hafi látið stórlega á sjá. Þeir þar eru ekki kátir með að fá Jöklu í hausinn, býsna reiðir sumir meira að segja? „Jájá, það veit ég. Ég er bara er ekkert hissa á því. En, þetta er komið. Til að vera. Því það er enginn að tala um að moka stíflunni í burtu úr gilinu og hleypa vatninu aftur á. Og hætta við virkjunina.“Á Skjöldólfsstöðum í kaffi. Villa þótti ókristilegur tími að sýna sig uppá Dal uppúr hádegi -- til marks um að þessir Evrópusinnuðu andskotar að sunnan væru með svarta samvisku og gætu ekki sofið.visir/stefán snærKemur þetta þér á óvart, þetta lífleysi í Lagarfljóti nú?„Neinei, á þetta að koma okkur nokkuð á óvart. Þetta er svo voðalega steindautt vatn. Að vísu hefur aldrei verið neitt merkilegt líf þarna. Þú veist nú alveg hvernig þaaað er. Alveg eins og þið Evrópusinnar, haldið að þið finnið einhverja peningalykt af Angelu Merkel. Þeir við Fljótið halda kannski að þeir finni aðeins svona peningalykt. Einhverjar bætur.“Heldurðu að það sé það sem málið snýst um?„Nei, ég veit ekkert um það. Auðvitað gerir það það eitthvað. Hvað heldurðu? Veistu ekki hvernig mannskepnan er, drengur? Þú veist það. Það hefði ég nú haldið.“Þeir láta nánast eins og það sé verið að dæla á þá eiturefnaúrgangi? „Jájá, en þar fyrir, það hefur aldrei verið neitt merkilegt lífríki í Lagarfljóti. Það er önnur saga, gömul og ný. Það fór aldrei neinn lax upp Lagarfoss. Það var sleppt. Stangveiðifélag Reykjavíkur var hér fyrir mjög mörgum áratugum. Með þetta svæði á leigu í mörg ár og sleppti hér fiski í mörg ár. Það kom aldrei neitt í Lagarfljót. Eins og einhver sagði: Hvað átti hann að vera að fara upp þennan stiga? Hann hafði ekkert að sækja upp fyrir hann. En, varðandi Jöklu, það sem Guðni Guðbergsson sérfræðingur var svo hissa á, og hafði verið með svarta skýrslu fyrst, og átti ekki von á svona því sem hann hefur verið að sjá. Hann hefur verið að reyna að segja fólki það. Lífríkið er svo ótrúlegt í henni. Það var svo einkennilegt að þegar búið var að setja tappann í þá kom í ljós að hún var full af silungi, bleikju, alveg sama hvar þú hendir út í hylji; þú ert allstaðar í bullandi bleikju.“ Vilhjálmur telur að það séu tíu til tuttugu ár í að Jökla verði sjálfbær laxveiðiá. „Þetta gerist ekki einn tveir og þrír. Svo er alveg eftir að finna út úr þessu uppeftir. Hvað kemst hann? Þarf að laga eitthvað, það er enginn foss þarna en hindranir. En, þar kemur ekki að því að einhver verði á móti því eins og menn voru útí Hlíð.“
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira