Villtar í báðum merkingum orðsins Friðrika Benónýsdóttir skrifar 4. september 2014 09:30 „Ljóðin mín geta verið dálítið hörð og ádeilukennd þótt ég myndi ekki kalla mig ádeiluskáld. Ég yrki voða lítið um tilfinningaleg málefni,“ segir Emil. Vísir/GVA „Það eru sex ár síðan ég gaf síðast út ljóðabók en síðan hef ég verið önnum kafinn við að skrifa skáldsagnaþríleikinn Sögu eftirlifenda,“ segir Emil Hjörvar Petersen sem í dag sendir frá sér ljóðabókina Ætar kökuskreytingar hjá Meðgönguljóðum. „Ég sendi Meðgönguljóðum handrit á síðasta ári og þau samþykktu það til útgáfu. Í millitíðinni lauk ég við síðustu bókina í þríleiknum sem kemur út núna í október þannig að ég verð með bók á mánaðarfresti þetta haustið,“ heldur hann áfram. „Það er bara fínt.“ Emil segist aldrei hafa lagt ljóðlistina á hilluna þótt skáldsagnaskrifin hafi eðlilega tekið mest af tíma hans undanfarin ár. „Ég byrjaði sem ljóðskáld og fékk góð viðbrögð, sérstaklega með aðra bókina, Ref, og þótt ég væri að skrifa prósa kallaði ljóðformið alltaf á mig. Það er önnur tjáning og maður fær útrás fyrir aðra hluti. Ljóðin mín geta verið dálítið hörð og ádeilukennd þótt ég myndi ekki kalla mig ádeiluskáld. Ég yrki voða lítið um tilfinningaleg málefni en því meira um það hvernig ég upplifi samtímann og meginstef þessarar bókar er yfirþyrmandi græðgi, blekking félagslegra hlutverka og hömlulaus löngun til sköpunar. Enda lýsir titillinn, Ætar kökuskreytingar, mikilli græðgi og yfirborðsmennsku. Persónur og ljóðmælendur í þessari stuttu ljóðabók hafa orðið fyrir siðrofi og einhvers konar hruni. Þær eru dálítið villtar, í báðum merkingum orðsins.“ Þríleikurinn Saga eftirlifenda er furðusaga fyrir fullorðna lesendur sem fjallar um æsina sem lifðu af Ragnarök, er Emil alveg búinn að segja skilið við þann heim? „Já, í bili, ég er með tvær aðrar sögur í bígerð og eina ljóðabók og bókin sem ég er að byrja að skrifa er samtímasaga sem gerist á Íslandi en hefur þó ýmis element furðusögunnar.“ Emil hefur ekki alveg lagt ljóðskáldið til hliðar þótt Ætar kökuskreytingar séu komnar út því í næstu viku heldur hann til Lviv í Úkraínu þar sem hann kynnir ljóðabókina Ref sem er að koma út á úkraínsku. „Ég er að fara á alþjóðlegu bókmenntahátíðina í Lviv, sem nú er haldin í 21. skipti, til að lesa upp úr Refnum og sitja fyrir svörum. Þýðingin kom þannig til að úkraínskur bókaútgefandi sá mig lesa upp úr bókinni á bókamessunni í Gautaborg fyrir tveimur árum og spurði hvort ég vildi ekki að hann gæfi bókina út. Ég játti því auðvitað en átti ekkert endilega von á að hann stæði við það. Hann gerði það nú samt og nú er hún að koma út í Úkraínu, sem gleður mig mikið.“ Þeir sem vilja berja skáldið augum og krækja sér í eintak af Ætum kökuskreytingum geta lagt leið sína í bókabúð Máls og menningar klukkan 17 í dag og hlustað á upplestur hans í útgáfuhófi. Menning Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Það eru sex ár síðan ég gaf síðast út ljóðabók en síðan hef ég verið önnum kafinn við að skrifa skáldsagnaþríleikinn Sögu eftirlifenda,“ segir Emil Hjörvar Petersen sem í dag sendir frá sér ljóðabókina Ætar kökuskreytingar hjá Meðgönguljóðum. „Ég sendi Meðgönguljóðum handrit á síðasta ári og þau samþykktu það til útgáfu. Í millitíðinni lauk ég við síðustu bókina í þríleiknum sem kemur út núna í október þannig að ég verð með bók á mánaðarfresti þetta haustið,“ heldur hann áfram. „Það er bara fínt.“ Emil segist aldrei hafa lagt ljóðlistina á hilluna þótt skáldsagnaskrifin hafi eðlilega tekið mest af tíma hans undanfarin ár. „Ég byrjaði sem ljóðskáld og fékk góð viðbrögð, sérstaklega með aðra bókina, Ref, og þótt ég væri að skrifa prósa kallaði ljóðformið alltaf á mig. Það er önnur tjáning og maður fær útrás fyrir aðra hluti. Ljóðin mín geta verið dálítið hörð og ádeilukennd þótt ég myndi ekki kalla mig ádeiluskáld. Ég yrki voða lítið um tilfinningaleg málefni en því meira um það hvernig ég upplifi samtímann og meginstef þessarar bókar er yfirþyrmandi græðgi, blekking félagslegra hlutverka og hömlulaus löngun til sköpunar. Enda lýsir titillinn, Ætar kökuskreytingar, mikilli græðgi og yfirborðsmennsku. Persónur og ljóðmælendur í þessari stuttu ljóðabók hafa orðið fyrir siðrofi og einhvers konar hruni. Þær eru dálítið villtar, í báðum merkingum orðsins.“ Þríleikurinn Saga eftirlifenda er furðusaga fyrir fullorðna lesendur sem fjallar um æsina sem lifðu af Ragnarök, er Emil alveg búinn að segja skilið við þann heim? „Já, í bili, ég er með tvær aðrar sögur í bígerð og eina ljóðabók og bókin sem ég er að byrja að skrifa er samtímasaga sem gerist á Íslandi en hefur þó ýmis element furðusögunnar.“ Emil hefur ekki alveg lagt ljóðskáldið til hliðar þótt Ætar kökuskreytingar séu komnar út því í næstu viku heldur hann til Lviv í Úkraínu þar sem hann kynnir ljóðabókina Ref sem er að koma út á úkraínsku. „Ég er að fara á alþjóðlegu bókmenntahátíðina í Lviv, sem nú er haldin í 21. skipti, til að lesa upp úr Refnum og sitja fyrir svörum. Þýðingin kom þannig til að úkraínskur bókaútgefandi sá mig lesa upp úr bókinni á bókamessunni í Gautaborg fyrir tveimur árum og spurði hvort ég vildi ekki að hann gæfi bókina út. Ég játti því auðvitað en átti ekkert endilega von á að hann stæði við það. Hann gerði það nú samt og nú er hún að koma út í Úkraínu, sem gleður mig mikið.“ Þeir sem vilja berja skáldið augum og krækja sér í eintak af Ætum kökuskreytingum geta lagt leið sína í bókabúð Máls og menningar klukkan 17 í dag og hlustað á upplestur hans í útgáfuhófi.
Menning Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira