Vín eða brauð? Guðmundur Edgarsson skrifar 30. október 2014 07:00 Gerum ráð fyrir ríkið ákveði einn daginn að nú geti fólk ekki lengur keypt brauð í kjörbúðum. Fara verði í sérstök bakarí til þess. Hver yrðu líkleg viðbrögð fólks við slíku valdboði? Samkvæmt könnun, sem birt var nýlega varðandi frumvarp til laga um að heimilt verði að selja áfengi í matvöruverslunum, er sennilegt að viðbrögð fólks yrðu eftirfarandi: Um 30% fólks myndi finnast það skerðing á einstaklingsfrelsi að fá ekki að kaupa sér brauð í næstu kjörbúð um leið og það keypti ýmiss konar annan varning til heimilisins. Að þurfa að taka á sig krók eftir einu brauði sem vantaði í matarkörfuna fæli í sér hömlur og óþægindi sem það kærði sig ekki um. Á hinn bóginn er líklegt út frá ofannefndri skoðanakönnun að um 70% fólks yrði hæstánægt með þessa lagasetningu. Þetta fólk kæmi ekki auga á með hvaða hætti persónufrelsi þeirra hefði verið skert því það gæti jú áfram keypt sér brauð. Það þyrfti að vísu að hafa meira fyrir því, en brauðið fengi það að lokum.Sambærilegar vörur? Nú kann einhver að hugsa, að ekki sé um sambærilega vöru að ræða, vín og brauð. Vín geti valdið skaða, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið, sé þess neytt í óhófi. Því er til að svara, að hið sama má segja um brauð. Gæti menn ekki hófs í brauðáti, fitna þeir og líkur aukast á hjarta- og æðasjúkdómum með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Vín og brauð eru því sambærilegar vörur í þessu samhengi. Báðar vörurnar eru löglegar, báðar valda skaða við óhóflega neyslu og báðar kalla fram ánægju sé þeirra neytt af skynsemi.Sjónarmiðin sætt En viti menn! Til er lausn sem gerir báðum þessum hópum til hæfis. Annars vegar getum við leyft 30% hópnum að kaupa vín og brauð í kjörbúðum en einnig í vínbúðum og bakaríum. Hins vegar skulum við leyfa 70% hópnum að sniðganga vín og brauð í matvöruverslunum og gera sér í staðinn sérstaka ferð í vínbúð eftir víni og aðra sérstaka ferð í bakarí eftir brauði. Þannig geta 30 prósentin og 70 prósentin orðið vinir og lifað hamingjusömu lífi ævina á enda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Gerum ráð fyrir ríkið ákveði einn daginn að nú geti fólk ekki lengur keypt brauð í kjörbúðum. Fara verði í sérstök bakarí til þess. Hver yrðu líkleg viðbrögð fólks við slíku valdboði? Samkvæmt könnun, sem birt var nýlega varðandi frumvarp til laga um að heimilt verði að selja áfengi í matvöruverslunum, er sennilegt að viðbrögð fólks yrðu eftirfarandi: Um 30% fólks myndi finnast það skerðing á einstaklingsfrelsi að fá ekki að kaupa sér brauð í næstu kjörbúð um leið og það keypti ýmiss konar annan varning til heimilisins. Að þurfa að taka á sig krók eftir einu brauði sem vantaði í matarkörfuna fæli í sér hömlur og óþægindi sem það kærði sig ekki um. Á hinn bóginn er líklegt út frá ofannefndri skoðanakönnun að um 70% fólks yrði hæstánægt með þessa lagasetningu. Þetta fólk kæmi ekki auga á með hvaða hætti persónufrelsi þeirra hefði verið skert því það gæti jú áfram keypt sér brauð. Það þyrfti að vísu að hafa meira fyrir því, en brauðið fengi það að lokum.Sambærilegar vörur? Nú kann einhver að hugsa, að ekki sé um sambærilega vöru að ræða, vín og brauð. Vín geti valdið skaða, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið, sé þess neytt í óhófi. Því er til að svara, að hið sama má segja um brauð. Gæti menn ekki hófs í brauðáti, fitna þeir og líkur aukast á hjarta- og æðasjúkdómum með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Vín og brauð eru því sambærilegar vörur í þessu samhengi. Báðar vörurnar eru löglegar, báðar valda skaða við óhóflega neyslu og báðar kalla fram ánægju sé þeirra neytt af skynsemi.Sjónarmiðin sætt En viti menn! Til er lausn sem gerir báðum þessum hópum til hæfis. Annars vegar getum við leyft 30% hópnum að kaupa vín og brauð í kjörbúðum en einnig í vínbúðum og bakaríum. Hins vegar skulum við leyfa 70% hópnum að sniðganga vín og brauð í matvöruverslunum og gera sér í staðinn sérstaka ferð í vínbúð eftir víni og aðra sérstaka ferð í bakarí eftir brauði. Þannig geta 30 prósentin og 70 prósentin orðið vinir og lifað hamingjusömu lífi ævina á enda.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar