Vinna að skattlagningu gagnaflutninga Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2014 14:09 Vísir/Getty Yfirvöld í Ungverjalandi undirbúa nú skattlagning flutnings gagna á internetinu. Samkvæmt frumvarpi sem lagt var fram á þinginu þar í landi í gær, verður skatturinn 37 pens eða um 71,5 krónur á hvert gígabæt. Nokkrum klukkustundum eftir að frumvarpið varð opinbert höfðu hundrað þúsund manns skráð sig inn á Facebook síðu gegn frumvarpinu. Neytendur telja að fjarskiptafyrirtæki muni færa skattinn yfir á sig, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Búið er að boða til mótmæla við efnahagsráðuneyti Ungverjalands á sunnudaginn. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Ungverjalandi lagt sérstaka skatta á fyrirtæki í orku- og bankageiranum. Auk þess hafa þeir einnig lagt skatta á fyrirtæki í fjarskiptageiranum. Mihaly Varga, efnahagsráðherra Ungverjalands, varði ætlanir stjórnvalda í gær og sagði fjarskiptatækni hafa breytt neyslumynstri fólks. Því þyrfti að breyta skattalöggjöfinni í samræmi við það. Hann sagði að skatturinn myndi afla ríkissjóði um 200 milljörðum forinta, eða um 100 milljörðum króna. Ráðgjafarfyrirtækið eNet segir þó að gagnaflutningar í fyrra hafi verið um 1.33 milljarðar gígabæta. Þó hafi umferðin aukist og því sé líklegt að skatturinn myndi skila meira en 200 milljörðum í ríkissjóð. Reuters segir tekjur allra fjarskiptafyrirtækja í Ungverjalandi sem halda út netþjónustu hafa verið einungis 164 milljarðar forinta í fyrra. Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Yfirvöld í Ungverjalandi undirbúa nú skattlagning flutnings gagna á internetinu. Samkvæmt frumvarpi sem lagt var fram á þinginu þar í landi í gær, verður skatturinn 37 pens eða um 71,5 krónur á hvert gígabæt. Nokkrum klukkustundum eftir að frumvarpið varð opinbert höfðu hundrað þúsund manns skráð sig inn á Facebook síðu gegn frumvarpinu. Neytendur telja að fjarskiptafyrirtæki muni færa skattinn yfir á sig, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Búið er að boða til mótmæla við efnahagsráðuneyti Ungverjalands á sunnudaginn. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Ungverjalandi lagt sérstaka skatta á fyrirtæki í orku- og bankageiranum. Auk þess hafa þeir einnig lagt skatta á fyrirtæki í fjarskiptageiranum. Mihaly Varga, efnahagsráðherra Ungverjalands, varði ætlanir stjórnvalda í gær og sagði fjarskiptatækni hafa breytt neyslumynstri fólks. Því þyrfti að breyta skattalöggjöfinni í samræmi við það. Hann sagði að skatturinn myndi afla ríkissjóði um 200 milljörðum forinta, eða um 100 milljörðum króna. Ráðgjafarfyrirtækið eNet segir þó að gagnaflutningar í fyrra hafi verið um 1.33 milljarðar gígabæta. Þó hafi umferðin aukist og því sé líklegt að skatturinn myndi skila meira en 200 milljörðum í ríkissjóð. Reuters segir tekjur allra fjarskiptafyrirtækja í Ungverjalandi sem halda út netþjónustu hafa verið einungis 164 milljarðar forinta í fyrra.
Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira