Vinnan á Búðarhálsi komin á fulla ferð 6. júlí 2011 19:11 Smíði Búðarhálsvirkjunar er komin á fulla ferð og eru nú um tvöhundruð manns komin til starfa á virkjunarsvæðinu. Vinna er hafin við helstu verkþætti, þar á meðal stöðvarhús, stíflu og aðrennslisgöng. Við ármót Tungnaár og Köldukvíslar, rétt neðan Hrauneyjafossvirkjunar, er skari vinnuvéla á iði. Þar er byrjað að grafa fyrir 1300 metra langri stíflu, sem á eftir að verða 25 metra há. Starfsmenn Ístaks byrja á því að hreinsa lausan jarðveg ofan af stíflustæðinu og þétta bergið þar undir með steypublöndu til að draga sedm mest úr hugsanlegum vatnsleka undir stífluna. Ofan hennar myndast sjö ferkílómetra inntakslón en frá því verður vatnið leitt um fjögurra kílómetra löng jarðgöng undir Búðarháls og að stöðvarhúsi. Gangagerðin er einnig hafin og búið að sprengja fyrstu 300 metrana. En færum okkur nú vestur fyrir Búðarhálsinn, en þar er stöðvarhúsið að rísa við austurbakka Sultartangalóns, inni í mikilli hvelfingu sem þar er búið að grafa út og sprengja. Þetta er aðalvinnusvæðið og þar verður mesti starfsmannafjöldinn næstu tvö og hálft ár. Ístak, sem er aðalverktakinn, hóf vinnuna í vetrarbyrjun. Páll Eggertsson, staðarstjóri Ístaks, segir að verkið hafi gengið þokkalega, þrátt fyrir harðan vetur, sem hafi valdið seinkunum, en nú séu allir verkþættir, sem áttu að hefjast í sumar, komnir í gang. Kristinn Eiríksson, staðarverkfræðingur Landsvirkjunar, segir að hátt í 200 manns vinni nú á svæðinu, þar af 175 hjá verktakanum og 15 hjá Landsvirkjun við eftirlit og umsjón. Verkið er komið lengst í jöfunarþró og stöðvarhússgrunninum og þar er steypuvinna nú að hefjast. Byrjað verði á fullu í þessari viku að steypa, segir Kristinn, og menn brosi því breitt, enda verði næstkomandi þriðjudag um 700 rúmmetra steypa á einum sólarhring. Páll segir að framkvæmdir verði á fullu í sumar en svo hægi á þeim næsta vetur. Þær fari síðan aftur á fullt sumarið 2012 en gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í árslok 2013. Áætlað er að virkjunin muni kosta fullsmíðuð um 26 milljarða króna. Hún verður hins vegar fljót að borga sig upp því áætla má að tekjur af raforkusölu hennar muni skila 2-2,5 milljörðum króna í kassann hjá Landsvirkjun á ári. Hér er því að verða til enn ein gullmyllan í safni Landsvirkjunar. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Smíði Búðarhálsvirkjunar er komin á fulla ferð og eru nú um tvöhundruð manns komin til starfa á virkjunarsvæðinu. Vinna er hafin við helstu verkþætti, þar á meðal stöðvarhús, stíflu og aðrennslisgöng. Við ármót Tungnaár og Köldukvíslar, rétt neðan Hrauneyjafossvirkjunar, er skari vinnuvéla á iði. Þar er byrjað að grafa fyrir 1300 metra langri stíflu, sem á eftir að verða 25 metra há. Starfsmenn Ístaks byrja á því að hreinsa lausan jarðveg ofan af stíflustæðinu og þétta bergið þar undir með steypublöndu til að draga sedm mest úr hugsanlegum vatnsleka undir stífluna. Ofan hennar myndast sjö ferkílómetra inntakslón en frá því verður vatnið leitt um fjögurra kílómetra löng jarðgöng undir Búðarháls og að stöðvarhúsi. Gangagerðin er einnig hafin og búið að sprengja fyrstu 300 metrana. En færum okkur nú vestur fyrir Búðarhálsinn, en þar er stöðvarhúsið að rísa við austurbakka Sultartangalóns, inni í mikilli hvelfingu sem þar er búið að grafa út og sprengja. Þetta er aðalvinnusvæðið og þar verður mesti starfsmannafjöldinn næstu tvö og hálft ár. Ístak, sem er aðalverktakinn, hóf vinnuna í vetrarbyrjun. Páll Eggertsson, staðarstjóri Ístaks, segir að verkið hafi gengið þokkalega, þrátt fyrir harðan vetur, sem hafi valdið seinkunum, en nú séu allir verkþættir, sem áttu að hefjast í sumar, komnir í gang. Kristinn Eiríksson, staðarverkfræðingur Landsvirkjunar, segir að hátt í 200 manns vinni nú á svæðinu, þar af 175 hjá verktakanum og 15 hjá Landsvirkjun við eftirlit og umsjón. Verkið er komið lengst í jöfunarþró og stöðvarhússgrunninum og þar er steypuvinna nú að hefjast. Byrjað verði á fullu í þessari viku að steypa, segir Kristinn, og menn brosi því breitt, enda verði næstkomandi þriðjudag um 700 rúmmetra steypa á einum sólarhring. Páll segir að framkvæmdir verði á fullu í sumar en svo hægi á þeim næsta vetur. Þær fari síðan aftur á fullt sumarið 2012 en gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í árslok 2013. Áætlað er að virkjunin muni kosta fullsmíðuð um 26 milljarða króna. Hún verður hins vegar fljót að borga sig upp því áætla má að tekjur af raforkusölu hennar muni skila 2-2,5 milljörðum króna í kassann hjá Landsvirkjun á ári. Hér er því að verða til enn ein gullmyllan í safni Landsvirkjunar.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira