Vinnan á Búðarhálsi komin á fulla ferð 6. júlí 2011 19:11 Smíði Búðarhálsvirkjunar er komin á fulla ferð og eru nú um tvöhundruð manns komin til starfa á virkjunarsvæðinu. Vinna er hafin við helstu verkþætti, þar á meðal stöðvarhús, stíflu og aðrennslisgöng. Við ármót Tungnaár og Köldukvíslar, rétt neðan Hrauneyjafossvirkjunar, er skari vinnuvéla á iði. Þar er byrjað að grafa fyrir 1300 metra langri stíflu, sem á eftir að verða 25 metra há. Starfsmenn Ístaks byrja á því að hreinsa lausan jarðveg ofan af stíflustæðinu og þétta bergið þar undir með steypublöndu til að draga sedm mest úr hugsanlegum vatnsleka undir stífluna. Ofan hennar myndast sjö ferkílómetra inntakslón en frá því verður vatnið leitt um fjögurra kílómetra löng jarðgöng undir Búðarháls og að stöðvarhúsi. Gangagerðin er einnig hafin og búið að sprengja fyrstu 300 metrana. En færum okkur nú vestur fyrir Búðarhálsinn, en þar er stöðvarhúsið að rísa við austurbakka Sultartangalóns, inni í mikilli hvelfingu sem þar er búið að grafa út og sprengja. Þetta er aðalvinnusvæðið og þar verður mesti starfsmannafjöldinn næstu tvö og hálft ár. Ístak, sem er aðalverktakinn, hóf vinnuna í vetrarbyrjun. Páll Eggertsson, staðarstjóri Ístaks, segir að verkið hafi gengið þokkalega, þrátt fyrir harðan vetur, sem hafi valdið seinkunum, en nú séu allir verkþættir, sem áttu að hefjast í sumar, komnir í gang. Kristinn Eiríksson, staðarverkfræðingur Landsvirkjunar, segir að hátt í 200 manns vinni nú á svæðinu, þar af 175 hjá verktakanum og 15 hjá Landsvirkjun við eftirlit og umsjón. Verkið er komið lengst í jöfunarþró og stöðvarhússgrunninum og þar er steypuvinna nú að hefjast. Byrjað verði á fullu í þessari viku að steypa, segir Kristinn, og menn brosi því breitt, enda verði næstkomandi þriðjudag um 700 rúmmetra steypa á einum sólarhring. Páll segir að framkvæmdir verði á fullu í sumar en svo hægi á þeim næsta vetur. Þær fari síðan aftur á fullt sumarið 2012 en gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í árslok 2013. Áætlað er að virkjunin muni kosta fullsmíðuð um 26 milljarða króna. Hún verður hins vegar fljót að borga sig upp því áætla má að tekjur af raforkusölu hennar muni skila 2-2,5 milljörðum króna í kassann hjá Landsvirkjun á ári. Hér er því að verða til enn ein gullmyllan í safni Landsvirkjunar. Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Smíði Búðarhálsvirkjunar er komin á fulla ferð og eru nú um tvöhundruð manns komin til starfa á virkjunarsvæðinu. Vinna er hafin við helstu verkþætti, þar á meðal stöðvarhús, stíflu og aðrennslisgöng. Við ármót Tungnaár og Köldukvíslar, rétt neðan Hrauneyjafossvirkjunar, er skari vinnuvéla á iði. Þar er byrjað að grafa fyrir 1300 metra langri stíflu, sem á eftir að verða 25 metra há. Starfsmenn Ístaks byrja á því að hreinsa lausan jarðveg ofan af stíflustæðinu og þétta bergið þar undir með steypublöndu til að draga sedm mest úr hugsanlegum vatnsleka undir stífluna. Ofan hennar myndast sjö ferkílómetra inntakslón en frá því verður vatnið leitt um fjögurra kílómetra löng jarðgöng undir Búðarháls og að stöðvarhúsi. Gangagerðin er einnig hafin og búið að sprengja fyrstu 300 metrana. En færum okkur nú vestur fyrir Búðarhálsinn, en þar er stöðvarhúsið að rísa við austurbakka Sultartangalóns, inni í mikilli hvelfingu sem þar er búið að grafa út og sprengja. Þetta er aðalvinnusvæðið og þar verður mesti starfsmannafjöldinn næstu tvö og hálft ár. Ístak, sem er aðalverktakinn, hóf vinnuna í vetrarbyrjun. Páll Eggertsson, staðarstjóri Ístaks, segir að verkið hafi gengið þokkalega, þrátt fyrir harðan vetur, sem hafi valdið seinkunum, en nú séu allir verkþættir, sem áttu að hefjast í sumar, komnir í gang. Kristinn Eiríksson, staðarverkfræðingur Landsvirkjunar, segir að hátt í 200 manns vinni nú á svæðinu, þar af 175 hjá verktakanum og 15 hjá Landsvirkjun við eftirlit og umsjón. Verkið er komið lengst í jöfunarþró og stöðvarhússgrunninum og þar er steypuvinna nú að hefjast. Byrjað verði á fullu í þessari viku að steypa, segir Kristinn, og menn brosi því breitt, enda verði næstkomandi þriðjudag um 700 rúmmetra steypa á einum sólarhring. Páll segir að framkvæmdir verði á fullu í sumar en svo hægi á þeim næsta vetur. Þær fari síðan aftur á fullt sumarið 2012 en gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í árslok 2013. Áætlað er að virkjunin muni kosta fullsmíðuð um 26 milljarða króna. Hún verður hins vegar fljót að borga sig upp því áætla má að tekjur af raforkusölu hennar muni skila 2-2,5 milljörðum króna í kassann hjá Landsvirkjun á ári. Hér er því að verða til enn ein gullmyllan í safni Landsvirkjunar.
Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira