Vinnufélagar dómara Magnús Halldórsson skrifar 17. febrúar 2012 12:01 Hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, og Viðar Már Matthíasson lýstu sig vanhæfa til þess að dæma í máli Sigurðar Hreins Sigurðarsonar og Mariu Elviru Mendez Pinedo gegn Frjálsa fjárfestingabankanum í 15. febrúar sl. Dómurinn hefur sett fjármálakerfi landsins í uppnám, og gæti kallað á endurskoðun nokkur þúsund ákvarðana er varða gjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga, auk annarra mála. Athyglisvert er að skoða ástæður þess, að Markús og Viðar töldu sig vanhæfa. Eiginkona Markúsar, Björg Thorarensen lagaprófessor, er samstarfsmaður Mariu. Markús taldi sig vanhæfan til þess að dæma í fyrrnefndu máli af þessum sökum, þ.e. vegna kunningsskaps við Mariu. Viðar Már vann með Mariu í lagadeildinni og taldi sig vanhæfan af þeim sökum, þ.e. vegna þess að þau þekktust í gegnum störf sín. Eiríkur Tómasson, fyrrverandi forseti lagadeildar og nú dómari í Hæstarétti, taldi sig ekki vanhæfan til þess að dæma í málinu, þrátt fyrir að hann hafi eins og Viðar Már og Björg, unnið með Mariu í háskólanum. Annar dómari í málinu, Benedikt Bogason, hefur einnig unnið með Mariu í háskólanum en hann taldi sig ekki vanhæfan. Sjö manna dómur klofnaði 4-3 í fyrrnefndu máli Sigurðar Hreins og Mariu. Eiríkur og Benedikt voru báðir í fjögurra manna meirihluta Hæstaréttar. Kannski hefði fjármálakerfið ekki komist í uppnám ef Eiríkur og Benedikt hefðu verið vanhæfir til þess að dæma í málinu út frá kunningsskap við Mariu. Þetta sýnir kannski helst hvað starf Hæstaréttardómara er krefjandi og áhrifamikið, og hvað það skiptir miklu máli að hæfisskilyrði dómara séu alltaf hafin yfir vafa, líka í málum fyrrverandi vinnufélaga þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun
Hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, og Viðar Már Matthíasson lýstu sig vanhæfa til þess að dæma í máli Sigurðar Hreins Sigurðarsonar og Mariu Elviru Mendez Pinedo gegn Frjálsa fjárfestingabankanum í 15. febrúar sl. Dómurinn hefur sett fjármálakerfi landsins í uppnám, og gæti kallað á endurskoðun nokkur þúsund ákvarðana er varða gjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga, auk annarra mála. Athyglisvert er að skoða ástæður þess, að Markús og Viðar töldu sig vanhæfa. Eiginkona Markúsar, Björg Thorarensen lagaprófessor, er samstarfsmaður Mariu. Markús taldi sig vanhæfan til þess að dæma í fyrrnefndu máli af þessum sökum, þ.e. vegna kunningsskaps við Mariu. Viðar Már vann með Mariu í lagadeildinni og taldi sig vanhæfan af þeim sökum, þ.e. vegna þess að þau þekktust í gegnum störf sín. Eiríkur Tómasson, fyrrverandi forseti lagadeildar og nú dómari í Hæstarétti, taldi sig ekki vanhæfan til þess að dæma í málinu, þrátt fyrir að hann hafi eins og Viðar Már og Björg, unnið með Mariu í háskólanum. Annar dómari í málinu, Benedikt Bogason, hefur einnig unnið með Mariu í háskólanum en hann taldi sig ekki vanhæfan. Sjö manna dómur klofnaði 4-3 í fyrrnefndu máli Sigurðar Hreins og Mariu. Eiríkur og Benedikt voru báðir í fjögurra manna meirihluta Hæstaréttar. Kannski hefði fjármálakerfið ekki komist í uppnám ef Eiríkur og Benedikt hefðu verið vanhæfir til þess að dæma í málinu út frá kunningsskap við Mariu. Þetta sýnir kannski helst hvað starf Hæstaréttardómara er krefjandi og áhrifamikið, og hvað það skiptir miklu máli að hæfisskilyrði dómara séu alltaf hafin yfir vafa, líka í málum fyrrverandi vinnufélaga þeirra.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun