Vinnumatið ógurlega Sigurkarl Stefánsson skrifar 23. febrúar 2015 13:24 Fyrir liggur atkvæðagreiðsla um nýtt vinnumat kennara samhliða launahækkunum. Að sumu leyti eru áherslur matskerfisins góðar, til að mynda er jákvæð hugmynd að umbuna frekar kennurum sem þurfa að búa við afar stóra nemendahópa. Önnur útfærsla kerfisins er hinsvegar flókin og ógegnsæ, og krefst flókinna útreikninga til að fá út laun hvers kennara, og óljóst er hvort skólum er ætluð aukin fjárveiting til þessara útreikninga. Vinnumatið er m.a. grundvallað á samantekt nokkurra handvalinna kennara, þar sem þeir áætluðu gróflega hve miklum tíma þeir verðu í vinnu utan skólatíma, það er t.d. gerð prófa eða yfirferð verkefna. Þegar gögnin reyndust verulega sundurleit virðist hafa verið brugðið á það ráð að sleppa hreinlega þeim upplýsingum sem hentuðu illa. Ófáir framhaldsskólakennarar eru menntaðir í vísindalegum vinnubrögðum og hefur verið bent á að aðferðir við útfærslu vinnumatsins eigi lítið skylt við slíkt. Ljóst er að einstaklingsmunur geri erfitt fyrir að setja mælistiku á marga þætti matsins, og rétt hefði verið að nota mun stærra úrtak, með skýrum og vönduðum rannsóknarspurningum. Útkoman er kerfi sem mismunar kennurum eftir því hvað fag þeir kenna, og getur munað verulega á launaseðlum. Næst er að halda að gagnsemjendur hafi stuðst við hugmyndafræði þess sem deilir og drottnar (divide et impera), sem er vel þekkt aðferð til að búa til deilumál innanbúðar hjá mótsemjendum og veikja samstöðu. Tvö dæmi um sérkennilegar efnisgreinar vinnumatsins sem varða bóklega áfanga er vert að skoða sérstaklega. Í fyrsta lagi eru áfangar hjá lengra komnum nemendum metnir til hærri launa en byrjendaáfangar. Þetta kann að virðast rökrétt í fyrstu, en skoðum það nánar. Allir kennarar hafa ríflega menntun innan síns sviðs til að kenna bæði byrjunar og framhaldsáfanga. Þeir sem hafa kennt vita jafnframt að í framhaldsáföngunum eru oft nemendur sem hafa viljandi valið efni sem vekur áhuga þeirra, og fyrir vikið er andrúmsloftið létt og kennslan auðveld. Í byrjenda áföngunum er þessu hinsvegar stundum öfugt farið, afstaða margra nemenda er fyrirfram neikvæð, þau kæra sig lítið um að læra fagið, og kennarinn þarf að leggja sig þeim mun meira fram til að vekja áhuga og byggja upp jákvæðni gagnvart viðfangsefninu. Í öðru lagi er í vinnumatinu ákvæði sem nefnt er ,,Önnur vinna óháð nemendafjölda: Vinna vegna stofuuppsetningar, tækjavörslu, efnisöflunar eða skyldra atriða. Aðrar ástæður gætu t.d. verið vegna sérstakra námsefniskrafna í áfanga." Hér gæti manni virst sem átt sé við verklega kennslu, eins og t.a.m. í raungreinum, enda ekki minnst á verklegu kennsluna annarstaðar í vinnumatinu. Undir þessum lið eru áætlaðar 4 klst. / á önn í félagsgreinum og erlendum tungumálum, og 5-7 klst. í íslensku. En í raungreinum eru áætlaðar 0 klst.? Á nær 30 ára kennsluferli sem líffræðikennari hef ég nýtt allmargar klukkustundir til að afla efniviðar fyrir verklegar æfingar, sótt þang í fjöru, smádýr í tjarnir, fundið staði þar sem gott væri að skoða fugla, stillt upp tækjum, séð um viðhald þeirra, gengið frá eftir verklegar æfingar og sótthreinsað verkfæri svo nokkur dæmi séu nefnd. Orðalagið í ákvæðinu hljómar eins og það eigi hvað helst við raungreinakennslu, en útkoman er sérkennileg. Vinnumats-samkomulagið mismunar kennurum. Hugmyndin um vinnumat er mögulega ekki alslæm, en grunnur núverandi útkomu er veikur og gallarnir of margir. Þetta er til þess fallið að valda sundrung og deilum á milli kennara, og veikja samningstöðu þeirra til lengri tíma litið. Samkomulag af þessu tagi má ekki samþykkja óbreytt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Fyrir liggur atkvæðagreiðsla um nýtt vinnumat kennara samhliða launahækkunum. Að sumu leyti eru áherslur matskerfisins góðar, til að mynda er jákvæð hugmynd að umbuna frekar kennurum sem þurfa að búa við afar stóra nemendahópa. Önnur útfærsla kerfisins er hinsvegar flókin og ógegnsæ, og krefst flókinna útreikninga til að fá út laun hvers kennara, og óljóst er hvort skólum er ætluð aukin fjárveiting til þessara útreikninga. Vinnumatið er m.a. grundvallað á samantekt nokkurra handvalinna kennara, þar sem þeir áætluðu gróflega hve miklum tíma þeir verðu í vinnu utan skólatíma, það er t.d. gerð prófa eða yfirferð verkefna. Þegar gögnin reyndust verulega sundurleit virðist hafa verið brugðið á það ráð að sleppa hreinlega þeim upplýsingum sem hentuðu illa. Ófáir framhaldsskólakennarar eru menntaðir í vísindalegum vinnubrögðum og hefur verið bent á að aðferðir við útfærslu vinnumatsins eigi lítið skylt við slíkt. Ljóst er að einstaklingsmunur geri erfitt fyrir að setja mælistiku á marga þætti matsins, og rétt hefði verið að nota mun stærra úrtak, með skýrum og vönduðum rannsóknarspurningum. Útkoman er kerfi sem mismunar kennurum eftir því hvað fag þeir kenna, og getur munað verulega á launaseðlum. Næst er að halda að gagnsemjendur hafi stuðst við hugmyndafræði þess sem deilir og drottnar (divide et impera), sem er vel þekkt aðferð til að búa til deilumál innanbúðar hjá mótsemjendum og veikja samstöðu. Tvö dæmi um sérkennilegar efnisgreinar vinnumatsins sem varða bóklega áfanga er vert að skoða sérstaklega. Í fyrsta lagi eru áfangar hjá lengra komnum nemendum metnir til hærri launa en byrjendaáfangar. Þetta kann að virðast rökrétt í fyrstu, en skoðum það nánar. Allir kennarar hafa ríflega menntun innan síns sviðs til að kenna bæði byrjunar og framhaldsáfanga. Þeir sem hafa kennt vita jafnframt að í framhaldsáföngunum eru oft nemendur sem hafa viljandi valið efni sem vekur áhuga þeirra, og fyrir vikið er andrúmsloftið létt og kennslan auðveld. Í byrjenda áföngunum er þessu hinsvegar stundum öfugt farið, afstaða margra nemenda er fyrirfram neikvæð, þau kæra sig lítið um að læra fagið, og kennarinn þarf að leggja sig þeim mun meira fram til að vekja áhuga og byggja upp jákvæðni gagnvart viðfangsefninu. Í öðru lagi er í vinnumatinu ákvæði sem nefnt er ,,Önnur vinna óháð nemendafjölda: Vinna vegna stofuuppsetningar, tækjavörslu, efnisöflunar eða skyldra atriða. Aðrar ástæður gætu t.d. verið vegna sérstakra námsefniskrafna í áfanga." Hér gæti manni virst sem átt sé við verklega kennslu, eins og t.a.m. í raungreinum, enda ekki minnst á verklegu kennsluna annarstaðar í vinnumatinu. Undir þessum lið eru áætlaðar 4 klst. / á önn í félagsgreinum og erlendum tungumálum, og 5-7 klst. í íslensku. En í raungreinum eru áætlaðar 0 klst.? Á nær 30 ára kennsluferli sem líffræðikennari hef ég nýtt allmargar klukkustundir til að afla efniviðar fyrir verklegar æfingar, sótt þang í fjöru, smádýr í tjarnir, fundið staði þar sem gott væri að skoða fugla, stillt upp tækjum, séð um viðhald þeirra, gengið frá eftir verklegar æfingar og sótthreinsað verkfæri svo nokkur dæmi séu nefnd. Orðalagið í ákvæðinu hljómar eins og það eigi hvað helst við raungreinakennslu, en útkoman er sérkennileg. Vinnumats-samkomulagið mismunar kennurum. Hugmyndin um vinnumat er mögulega ekki alslæm, en grunnur núverandi útkomu er veikur og gallarnir of margir. Þetta er til þess fallið að valda sundrung og deilum á milli kennara, og veikja samningstöðu þeirra til lengri tíma litið. Samkomulag af þessu tagi má ekki samþykkja óbreytt.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun