Vinnumatið ógurlega Sigurkarl Stefánsson skrifar 23. febrúar 2015 13:24 Fyrir liggur atkvæðagreiðsla um nýtt vinnumat kennara samhliða launahækkunum. Að sumu leyti eru áherslur matskerfisins góðar, til að mynda er jákvæð hugmynd að umbuna frekar kennurum sem þurfa að búa við afar stóra nemendahópa. Önnur útfærsla kerfisins er hinsvegar flókin og ógegnsæ, og krefst flókinna útreikninga til að fá út laun hvers kennara, og óljóst er hvort skólum er ætluð aukin fjárveiting til þessara útreikninga. Vinnumatið er m.a. grundvallað á samantekt nokkurra handvalinna kennara, þar sem þeir áætluðu gróflega hve miklum tíma þeir verðu í vinnu utan skólatíma, það er t.d. gerð prófa eða yfirferð verkefna. Þegar gögnin reyndust verulega sundurleit virðist hafa verið brugðið á það ráð að sleppa hreinlega þeim upplýsingum sem hentuðu illa. Ófáir framhaldsskólakennarar eru menntaðir í vísindalegum vinnubrögðum og hefur verið bent á að aðferðir við útfærslu vinnumatsins eigi lítið skylt við slíkt. Ljóst er að einstaklingsmunur geri erfitt fyrir að setja mælistiku á marga þætti matsins, og rétt hefði verið að nota mun stærra úrtak, með skýrum og vönduðum rannsóknarspurningum. Útkoman er kerfi sem mismunar kennurum eftir því hvað fag þeir kenna, og getur munað verulega á launaseðlum. Næst er að halda að gagnsemjendur hafi stuðst við hugmyndafræði þess sem deilir og drottnar (divide et impera), sem er vel þekkt aðferð til að búa til deilumál innanbúðar hjá mótsemjendum og veikja samstöðu. Tvö dæmi um sérkennilegar efnisgreinar vinnumatsins sem varða bóklega áfanga er vert að skoða sérstaklega. Í fyrsta lagi eru áfangar hjá lengra komnum nemendum metnir til hærri launa en byrjendaáfangar. Þetta kann að virðast rökrétt í fyrstu, en skoðum það nánar. Allir kennarar hafa ríflega menntun innan síns sviðs til að kenna bæði byrjunar og framhaldsáfanga. Þeir sem hafa kennt vita jafnframt að í framhaldsáföngunum eru oft nemendur sem hafa viljandi valið efni sem vekur áhuga þeirra, og fyrir vikið er andrúmsloftið létt og kennslan auðveld. Í byrjenda áföngunum er þessu hinsvegar stundum öfugt farið, afstaða margra nemenda er fyrirfram neikvæð, þau kæra sig lítið um að læra fagið, og kennarinn þarf að leggja sig þeim mun meira fram til að vekja áhuga og byggja upp jákvæðni gagnvart viðfangsefninu. Í öðru lagi er í vinnumatinu ákvæði sem nefnt er ,,Önnur vinna óháð nemendafjölda: Vinna vegna stofuuppsetningar, tækjavörslu, efnisöflunar eða skyldra atriða. Aðrar ástæður gætu t.d. verið vegna sérstakra námsefniskrafna í áfanga." Hér gæti manni virst sem átt sé við verklega kennslu, eins og t.a.m. í raungreinum, enda ekki minnst á verklegu kennsluna annarstaðar í vinnumatinu. Undir þessum lið eru áætlaðar 4 klst. / á önn í félagsgreinum og erlendum tungumálum, og 5-7 klst. í íslensku. En í raungreinum eru áætlaðar 0 klst.? Á nær 30 ára kennsluferli sem líffræðikennari hef ég nýtt allmargar klukkustundir til að afla efniviðar fyrir verklegar æfingar, sótt þang í fjöru, smádýr í tjarnir, fundið staði þar sem gott væri að skoða fugla, stillt upp tækjum, séð um viðhald þeirra, gengið frá eftir verklegar æfingar og sótthreinsað verkfæri svo nokkur dæmi séu nefnd. Orðalagið í ákvæðinu hljómar eins og það eigi hvað helst við raungreinakennslu, en útkoman er sérkennileg. Vinnumats-samkomulagið mismunar kennurum. Hugmyndin um vinnumat er mögulega ekki alslæm, en grunnur núverandi útkomu er veikur og gallarnir of margir. Þetta er til þess fallið að valda sundrung og deilum á milli kennara, og veikja samningstöðu þeirra til lengri tíma litið. Samkomulag af þessu tagi má ekki samþykkja óbreytt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Fyrir liggur atkvæðagreiðsla um nýtt vinnumat kennara samhliða launahækkunum. Að sumu leyti eru áherslur matskerfisins góðar, til að mynda er jákvæð hugmynd að umbuna frekar kennurum sem þurfa að búa við afar stóra nemendahópa. Önnur útfærsla kerfisins er hinsvegar flókin og ógegnsæ, og krefst flókinna útreikninga til að fá út laun hvers kennara, og óljóst er hvort skólum er ætluð aukin fjárveiting til þessara útreikninga. Vinnumatið er m.a. grundvallað á samantekt nokkurra handvalinna kennara, þar sem þeir áætluðu gróflega hve miklum tíma þeir verðu í vinnu utan skólatíma, það er t.d. gerð prófa eða yfirferð verkefna. Þegar gögnin reyndust verulega sundurleit virðist hafa verið brugðið á það ráð að sleppa hreinlega þeim upplýsingum sem hentuðu illa. Ófáir framhaldsskólakennarar eru menntaðir í vísindalegum vinnubrögðum og hefur verið bent á að aðferðir við útfærslu vinnumatsins eigi lítið skylt við slíkt. Ljóst er að einstaklingsmunur geri erfitt fyrir að setja mælistiku á marga þætti matsins, og rétt hefði verið að nota mun stærra úrtak, með skýrum og vönduðum rannsóknarspurningum. Útkoman er kerfi sem mismunar kennurum eftir því hvað fag þeir kenna, og getur munað verulega á launaseðlum. Næst er að halda að gagnsemjendur hafi stuðst við hugmyndafræði þess sem deilir og drottnar (divide et impera), sem er vel þekkt aðferð til að búa til deilumál innanbúðar hjá mótsemjendum og veikja samstöðu. Tvö dæmi um sérkennilegar efnisgreinar vinnumatsins sem varða bóklega áfanga er vert að skoða sérstaklega. Í fyrsta lagi eru áfangar hjá lengra komnum nemendum metnir til hærri launa en byrjendaáfangar. Þetta kann að virðast rökrétt í fyrstu, en skoðum það nánar. Allir kennarar hafa ríflega menntun innan síns sviðs til að kenna bæði byrjunar og framhaldsáfanga. Þeir sem hafa kennt vita jafnframt að í framhaldsáföngunum eru oft nemendur sem hafa viljandi valið efni sem vekur áhuga þeirra, og fyrir vikið er andrúmsloftið létt og kennslan auðveld. Í byrjenda áföngunum er þessu hinsvegar stundum öfugt farið, afstaða margra nemenda er fyrirfram neikvæð, þau kæra sig lítið um að læra fagið, og kennarinn þarf að leggja sig þeim mun meira fram til að vekja áhuga og byggja upp jákvæðni gagnvart viðfangsefninu. Í öðru lagi er í vinnumatinu ákvæði sem nefnt er ,,Önnur vinna óháð nemendafjölda: Vinna vegna stofuuppsetningar, tækjavörslu, efnisöflunar eða skyldra atriða. Aðrar ástæður gætu t.d. verið vegna sérstakra námsefniskrafna í áfanga." Hér gæti manni virst sem átt sé við verklega kennslu, eins og t.a.m. í raungreinum, enda ekki minnst á verklegu kennsluna annarstaðar í vinnumatinu. Undir þessum lið eru áætlaðar 4 klst. / á önn í félagsgreinum og erlendum tungumálum, og 5-7 klst. í íslensku. En í raungreinum eru áætlaðar 0 klst.? Á nær 30 ára kennsluferli sem líffræðikennari hef ég nýtt allmargar klukkustundir til að afla efniviðar fyrir verklegar æfingar, sótt þang í fjöru, smádýr í tjarnir, fundið staði þar sem gott væri að skoða fugla, stillt upp tækjum, séð um viðhald þeirra, gengið frá eftir verklegar æfingar og sótthreinsað verkfæri svo nokkur dæmi séu nefnd. Orðalagið í ákvæðinu hljómar eins og það eigi hvað helst við raungreinakennslu, en útkoman er sérkennileg. Vinnumats-samkomulagið mismunar kennurum. Hugmyndin um vinnumat er mögulega ekki alslæm, en grunnur núverandi útkomu er veikur og gallarnir of margir. Þetta er til þess fallið að valda sundrung og deilum á milli kennara, og veikja samningstöðu þeirra til lengri tíma litið. Samkomulag af þessu tagi má ekki samþykkja óbreytt.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun