Innlent

Vinstri grænir reiðir Sigurði Inga

Gunnar Valþórsson skrifar
Sigurður Ingi er óvinsæll meðal Vinstri grænna nú um stundir.
Sigurður Ingi er óvinsæll meðal Vinstri grænna nú um stundir.
Ungliðahreyfing Vinstri grænna ætlar að efna til mótmæla við setningu ALþingis á þriðjudaginn næstkomandi.

Allir náttúrverndarsinnar eru hvattir til að mæta og láta í sér heyra en tilefnið er vilji Sigurðar Inga Jóhannssónar umhverfis- og auðlindaráðherra til þess að afnema nýsamþykkt náttúruverndarlög.

Ung vinstri græn lýsa yfir vantrausti á Sigurð og segja í harðorðri yfirlýsingu að hugmyndir hans sýni að þar fari maður sem sé óvinur náttúrunnar. Ætli ráðherra sér að afnema lög um náttúruvernd sem ung vinstri græn segja að feli í sér aukinn almannarétt, innleiðingu varúðarreglna og nýjan flokk friðlýstra svæða sé ljóst að enginn Umhverfisráðherra er í sitjandi ríkisstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×