Virkjanaframkvæmdir gætu hafist fyrir áramót Kristján Már Unnarsson skrifar 6. september 2012 19:06 Landsvirkjun stendur frammi fyrir því að hefja virkjanaframkvæmdir á Norðausturlandi þegar fyrir áramót, þrátt fyrir að nú stefni í að orkusamningar skýrist ekki endanlega fyrr en í vor. Tilboð í borun þriggja háhitahola í Bjarnarflagi voru opnuð í dag og bauð aðeins einn aðili í verkið. Landsvirkjun áformar smíði jarðvarmavirkjana bæði í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum til að mæta orkuþörf stóriðju við Húsavík, og í dag voru opnuð tilboð í borun á allt að þremur háhitaholum. Búist var við minnst tveimur tilboðum en þegar frestur rann út hafði aðeins borist einn pakki, frá Jarðborunum, auk umslags með kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 1.551 milljón króna. Tilboð Jarðborana var upp á 1.141 milljón króna, 73,5 prósent af áætlun. Landsvirkjunarmenn voru kátir með niðurstöðuna. Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, segir þá mjög ánægða með að tilboðið sem barst skyldi vera undir kostnaðaráætlun. Jarðboranir spara Landsvirkjun 410 milljónir króna, miðað við kostnaðaráætlun, en forstjóri Jarðborana, Ágúst Torfi Hauksson, neitaði því í viðtali á Stöð 2 að þeir væru svekktir. "Nei. við erum ekki svekktir með þetta. Við erum mjög áfram um það að framkvæmdir fari af stað á Íslandi og viljum gjarnan vera þátttakendur í því og erum bara mjög ánægðir með að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem vonandi fer af stað á þessu svæði," sagði Ágúst Torfi. Þótt tilboð sé nú komið í boranir ríkir óvissa um það hvenær virkjanaframkæmdir hefjast af alvöru í Þingeyjarsýslum. Orkusamningur Landsvirkjunar við þýska félagið PCC, sem hyggst reisa kísilverksmiðju á Bakka, er með fyrirvörum sem þarf ekki að aflétta fyrr en í maí. Óli Grétar segir að orkusamningurinn geri ráð fyrir afhendingu orkunnar í lok árs 2015. Framkvæmdatími virkjunar sé hins vegar í kringum 3 ár. Því þurfi að vinna í haginn og hugsanlega að taka ákvörðun um að ráðast þarna í virkjun í óvissu um að eftir eigi að fullnægja fyrirvörum. Óli Grétar segir að hugsanlega yrði að bjóða út vélbúnað í næsta eða þarnæsta mánuði. Forstjóri Jarðborana var spurður hvort nú væru að verða tímamót í verksögunni eftir hrun: "Gott er ef satt er. Þetta er nú ekki stórt útboð. Þetta eru 2-3 holur þannig að við skulum ekki tapa okkur í fagnaðarlátunum strax. En þetta er allavega spor í rétta átt og við hjá Jarðborunum fögnum því mjög að fá áhugaverð verkefni að glíma við á heimavelli." Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Landsvirkjun stendur frammi fyrir því að hefja virkjanaframkvæmdir á Norðausturlandi þegar fyrir áramót, þrátt fyrir að nú stefni í að orkusamningar skýrist ekki endanlega fyrr en í vor. Tilboð í borun þriggja háhitahola í Bjarnarflagi voru opnuð í dag og bauð aðeins einn aðili í verkið. Landsvirkjun áformar smíði jarðvarmavirkjana bæði í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum til að mæta orkuþörf stóriðju við Húsavík, og í dag voru opnuð tilboð í borun á allt að þremur háhitaholum. Búist var við minnst tveimur tilboðum en þegar frestur rann út hafði aðeins borist einn pakki, frá Jarðborunum, auk umslags með kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 1.551 milljón króna. Tilboð Jarðborana var upp á 1.141 milljón króna, 73,5 prósent af áætlun. Landsvirkjunarmenn voru kátir með niðurstöðuna. Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, segir þá mjög ánægða með að tilboðið sem barst skyldi vera undir kostnaðaráætlun. Jarðboranir spara Landsvirkjun 410 milljónir króna, miðað við kostnaðaráætlun, en forstjóri Jarðborana, Ágúst Torfi Hauksson, neitaði því í viðtali á Stöð 2 að þeir væru svekktir. "Nei. við erum ekki svekktir með þetta. Við erum mjög áfram um það að framkvæmdir fari af stað á Íslandi og viljum gjarnan vera þátttakendur í því og erum bara mjög ánægðir með að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem vonandi fer af stað á þessu svæði," sagði Ágúst Torfi. Þótt tilboð sé nú komið í boranir ríkir óvissa um það hvenær virkjanaframkæmdir hefjast af alvöru í Þingeyjarsýslum. Orkusamningur Landsvirkjunar við þýska félagið PCC, sem hyggst reisa kísilverksmiðju á Bakka, er með fyrirvörum sem þarf ekki að aflétta fyrr en í maí. Óli Grétar segir að orkusamningurinn geri ráð fyrir afhendingu orkunnar í lok árs 2015. Framkvæmdatími virkjunar sé hins vegar í kringum 3 ár. Því þurfi að vinna í haginn og hugsanlega að taka ákvörðun um að ráðast þarna í virkjun í óvissu um að eftir eigi að fullnægja fyrirvörum. Óli Grétar segir að hugsanlega yrði að bjóða út vélbúnað í næsta eða þarnæsta mánuði. Forstjóri Jarðborana var spurður hvort nú væru að verða tímamót í verksögunni eftir hrun: "Gott er ef satt er. Þetta er nú ekki stórt útboð. Þetta eru 2-3 holur þannig að við skulum ekki tapa okkur í fagnaðarlátunum strax. En þetta er allavega spor í rétta átt og við hjá Jarðborunum fögnum því mjög að fá áhugaverð verkefni að glíma við á heimavelli."
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira