Virkjanaframkvæmdir gætu hafist fyrir áramót Kristján Már Unnarsson skrifar 6. september 2012 19:06 Landsvirkjun stendur frammi fyrir því að hefja virkjanaframkvæmdir á Norðausturlandi þegar fyrir áramót, þrátt fyrir að nú stefni í að orkusamningar skýrist ekki endanlega fyrr en í vor. Tilboð í borun þriggja háhitahola í Bjarnarflagi voru opnuð í dag og bauð aðeins einn aðili í verkið. Landsvirkjun áformar smíði jarðvarmavirkjana bæði í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum til að mæta orkuþörf stóriðju við Húsavík, og í dag voru opnuð tilboð í borun á allt að þremur háhitaholum. Búist var við minnst tveimur tilboðum en þegar frestur rann út hafði aðeins borist einn pakki, frá Jarðborunum, auk umslags með kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 1.551 milljón króna. Tilboð Jarðborana var upp á 1.141 milljón króna, 73,5 prósent af áætlun. Landsvirkjunarmenn voru kátir með niðurstöðuna. Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, segir þá mjög ánægða með að tilboðið sem barst skyldi vera undir kostnaðaráætlun. Jarðboranir spara Landsvirkjun 410 milljónir króna, miðað við kostnaðaráætlun, en forstjóri Jarðborana, Ágúst Torfi Hauksson, neitaði því í viðtali á Stöð 2 að þeir væru svekktir. "Nei. við erum ekki svekktir með þetta. Við erum mjög áfram um það að framkvæmdir fari af stað á Íslandi og viljum gjarnan vera þátttakendur í því og erum bara mjög ánægðir með að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem vonandi fer af stað á þessu svæði," sagði Ágúst Torfi. Þótt tilboð sé nú komið í boranir ríkir óvissa um það hvenær virkjanaframkæmdir hefjast af alvöru í Þingeyjarsýslum. Orkusamningur Landsvirkjunar við þýska félagið PCC, sem hyggst reisa kísilverksmiðju á Bakka, er með fyrirvörum sem þarf ekki að aflétta fyrr en í maí. Óli Grétar segir að orkusamningurinn geri ráð fyrir afhendingu orkunnar í lok árs 2015. Framkvæmdatími virkjunar sé hins vegar í kringum 3 ár. Því þurfi að vinna í haginn og hugsanlega að taka ákvörðun um að ráðast þarna í virkjun í óvissu um að eftir eigi að fullnægja fyrirvörum. Óli Grétar segir að hugsanlega yrði að bjóða út vélbúnað í næsta eða þarnæsta mánuði. Forstjóri Jarðborana var spurður hvort nú væru að verða tímamót í verksögunni eftir hrun: "Gott er ef satt er. Þetta er nú ekki stórt útboð. Þetta eru 2-3 holur þannig að við skulum ekki tapa okkur í fagnaðarlátunum strax. En þetta er allavega spor í rétta átt og við hjá Jarðborunum fögnum því mjög að fá áhugaverð verkefni að glíma við á heimavelli." Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Landsvirkjun stendur frammi fyrir því að hefja virkjanaframkvæmdir á Norðausturlandi þegar fyrir áramót, þrátt fyrir að nú stefni í að orkusamningar skýrist ekki endanlega fyrr en í vor. Tilboð í borun þriggja háhitahola í Bjarnarflagi voru opnuð í dag og bauð aðeins einn aðili í verkið. Landsvirkjun áformar smíði jarðvarmavirkjana bæði í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum til að mæta orkuþörf stóriðju við Húsavík, og í dag voru opnuð tilboð í borun á allt að þremur háhitaholum. Búist var við minnst tveimur tilboðum en þegar frestur rann út hafði aðeins borist einn pakki, frá Jarðborunum, auk umslags með kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 1.551 milljón króna. Tilboð Jarðborana var upp á 1.141 milljón króna, 73,5 prósent af áætlun. Landsvirkjunarmenn voru kátir með niðurstöðuna. Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, segir þá mjög ánægða með að tilboðið sem barst skyldi vera undir kostnaðaráætlun. Jarðboranir spara Landsvirkjun 410 milljónir króna, miðað við kostnaðaráætlun, en forstjóri Jarðborana, Ágúst Torfi Hauksson, neitaði því í viðtali á Stöð 2 að þeir væru svekktir. "Nei. við erum ekki svekktir með þetta. Við erum mjög áfram um það að framkvæmdir fari af stað á Íslandi og viljum gjarnan vera þátttakendur í því og erum bara mjög ánægðir með að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem vonandi fer af stað á þessu svæði," sagði Ágúst Torfi. Þótt tilboð sé nú komið í boranir ríkir óvissa um það hvenær virkjanaframkæmdir hefjast af alvöru í Þingeyjarsýslum. Orkusamningur Landsvirkjunar við þýska félagið PCC, sem hyggst reisa kísilverksmiðju á Bakka, er með fyrirvörum sem þarf ekki að aflétta fyrr en í maí. Óli Grétar segir að orkusamningurinn geri ráð fyrir afhendingu orkunnar í lok árs 2015. Framkvæmdatími virkjunar sé hins vegar í kringum 3 ár. Því þurfi að vinna í haginn og hugsanlega að taka ákvörðun um að ráðast þarna í virkjun í óvissu um að eftir eigi að fullnægja fyrirvörum. Óli Grétar segir að hugsanlega yrði að bjóða út vélbúnað í næsta eða þarnæsta mánuði. Forstjóri Jarðborana var spurður hvort nú væru að verða tímamót í verksögunni eftir hrun: "Gott er ef satt er. Þetta er nú ekki stórt útboð. Þetta eru 2-3 holur þannig að við skulum ekki tapa okkur í fagnaðarlátunum strax. En þetta er allavega spor í rétta átt og við hjá Jarðborunum fögnum því mjög að fá áhugaverð verkefni að glíma við á heimavelli."
Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent