Vísbending um aukin umsvif skattsvika Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. maí 2014 19:30 Þrátt fyrir fjölgun erlendra ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega vel í skatttekjum. Höfundar skýrslu um skattsvik í ferðaþjónustunni, segja þetta vísbendingu um aukin umsvif skattsvika í greininni. Skýrsla Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins á Bifröst um skattsvik í ferðaþjónustu var kynnt í húsakynnum Samtaka ferðaþjónustunnar í morgun. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega vel í skatttekjum þar sem skatttekjur og mældar útflutningstekjur á hvern ferðamann hafa dregist saman, að hluta vegna aukinna skattsvika. Höfundar skýrslunnar telja bil á milli virðisaukaskattsþrepa vera stórt vandamál, þar sem það skapi hvata til að færa vörur og þjónustu milli þrepa.„Ég myndi vilja sjá eitt virðisaukaskattsþrep fyrir ferðaþjónustuaðila. Þannig að þeir sem eru að selja þjónustu til ferðamanna og á veitingastöðum, að þeir séu að selja þjónustu sem er öll í sama þrepinu“, segir Jón Bjarni Steinsson, annar höfunda skýrslunnar. Jón segir það lykilatriði fyrir aðila í rekstri, hvort sem það er í ferðaþjónustu eða öðru, að vera með bókhaldið í lagi. „Þeir sem eru að borga svart og eru í svartri atvinnustarfsemi, og eru með bókhaldið svona í rassvasanum, geyma peninga annars staðar en á bankabók, þeir eru bara í verri rekstri heldur en aðrir. Að þú ert kannski ekkert að græða peninga á því að vera að svíkja undan skatti, þú ert hugsanlega bara að snuða sjálfan þig.“ Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir skýrsluna staðfesta þær vísbendingar um að svört atvinnustarfsemi þrífist í ferðaþjónustunni, líkt og í öðrum atvinnugreinum. „Við teljum að þarna sé pottur brotinn, sem við viljum sjálf hafa frumkvæði að leysa úr.“ Með hvaða hætti? „Það er alveg ljóst að virðisaukaskattskerfið í ferðaþjónustu er mjög flókið og til trafala, eins og það er framsett í dag. Það þarf líka að skapa hvata hjá starfsfólkinu í greininni til þess að það þrýsti ekki á það að fá svartar tekjur.“ Tengdar fréttir Skattsvik í ferðaþjónustu rannsökuð „Umræðan um skattsvikin og neðanjarðarhagkerfið í ferðaþjónustunni er svo fyrirferðarmikil að full ástæða er til að gera skipulega rannsókn á málinu.“ 4. mars 2014 17:08 Skattsvik í ferðaþjónustu veruleg Þrátt fyrir töluverða aukningu á komum ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega til þjóðarbúsins, þar sem tekjur af hverjum ferðamanni hafa verið að dragast saman ár frá ári, eða um 1000-1500 evrur á hvern ferðamann frá árinu 2004. 26. maí 2014 19:03 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Þrátt fyrir fjölgun erlendra ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega vel í skatttekjum. Höfundar skýrslu um skattsvik í ferðaþjónustunni, segja þetta vísbendingu um aukin umsvif skattsvika í greininni. Skýrsla Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins á Bifröst um skattsvik í ferðaþjónustu var kynnt í húsakynnum Samtaka ferðaþjónustunnar í morgun. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega vel í skatttekjum þar sem skatttekjur og mældar útflutningstekjur á hvern ferðamann hafa dregist saman, að hluta vegna aukinna skattsvika. Höfundar skýrslunnar telja bil á milli virðisaukaskattsþrepa vera stórt vandamál, þar sem það skapi hvata til að færa vörur og þjónustu milli þrepa.„Ég myndi vilja sjá eitt virðisaukaskattsþrep fyrir ferðaþjónustuaðila. Þannig að þeir sem eru að selja þjónustu til ferðamanna og á veitingastöðum, að þeir séu að selja þjónustu sem er öll í sama þrepinu“, segir Jón Bjarni Steinsson, annar höfunda skýrslunnar. Jón segir það lykilatriði fyrir aðila í rekstri, hvort sem það er í ferðaþjónustu eða öðru, að vera með bókhaldið í lagi. „Þeir sem eru að borga svart og eru í svartri atvinnustarfsemi, og eru með bókhaldið svona í rassvasanum, geyma peninga annars staðar en á bankabók, þeir eru bara í verri rekstri heldur en aðrir. Að þú ert kannski ekkert að græða peninga á því að vera að svíkja undan skatti, þú ert hugsanlega bara að snuða sjálfan þig.“ Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir skýrsluna staðfesta þær vísbendingar um að svört atvinnustarfsemi þrífist í ferðaþjónustunni, líkt og í öðrum atvinnugreinum. „Við teljum að þarna sé pottur brotinn, sem við viljum sjálf hafa frumkvæði að leysa úr.“ Með hvaða hætti? „Það er alveg ljóst að virðisaukaskattskerfið í ferðaþjónustu er mjög flókið og til trafala, eins og það er framsett í dag. Það þarf líka að skapa hvata hjá starfsfólkinu í greininni til þess að það þrýsti ekki á það að fá svartar tekjur.“
Tengdar fréttir Skattsvik í ferðaþjónustu rannsökuð „Umræðan um skattsvikin og neðanjarðarhagkerfið í ferðaþjónustunni er svo fyrirferðarmikil að full ástæða er til að gera skipulega rannsókn á málinu.“ 4. mars 2014 17:08 Skattsvik í ferðaþjónustu veruleg Þrátt fyrir töluverða aukningu á komum ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega til þjóðarbúsins, þar sem tekjur af hverjum ferðamanni hafa verið að dragast saman ár frá ári, eða um 1000-1500 evrur á hvern ferðamann frá árinu 2004. 26. maí 2014 19:03 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Skattsvik í ferðaþjónustu rannsökuð „Umræðan um skattsvikin og neðanjarðarhagkerfið í ferðaþjónustunni er svo fyrirferðarmikil að full ástæða er til að gera skipulega rannsókn á málinu.“ 4. mars 2014 17:08
Skattsvik í ferðaþjónustu veruleg Þrátt fyrir töluverða aukningu á komum ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega til þjóðarbúsins, þar sem tekjur af hverjum ferðamanni hafa verið að dragast saman ár frá ári, eða um 1000-1500 evrur á hvern ferðamann frá árinu 2004. 26. maí 2014 19:03