Innlent

Vísindamenn finna nýtt frumefni

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Katrín Lilja efnafræðingur segir fréttirnar um nýtt frumefni vera stórar fyrir vísindaheiminn.
Katrín Lilja efnafræðingur segir fréttirnar um nýtt frumefni vera stórar fyrir vísindaheiminn. mynd/365
Rannsóknarteymi úr háskólanum í Lundi í Svíþjóð telur sig hafa fundið nýtt frumefni. Teymið hefur kynnt rannsóknarniðurstöður sem sanna tilvist þessa áður óþekkta efnis, sem flokkast með hinum svokölluðu þungu frumefnum.

Enn er ekki komið nafn á nýja frumefnið en alþjóðlegur hópur vísindamanna hefur þegar staðfest tilvist frumefnisins sem mun hafa sætistölu 115 í lotukerfinu.

Katrín Lilja Sigurðardóttir efnafræðingur við Háskóla Íslands segir að þetta séu vissulega stórtíðindi í vísindaheiminum.

„Það er alltaf ákveðin þversögn fólgin í vísindalegum uppgötvunum, því þótt ný þekking skapist þá leiðir hún oft af sér fleiri spurningar en svör,“ segir Katrín Lilja.

„Það er búið að uppgvöta öll náttúrulegu frumefnin, þau sem finnast í náttúrunni. Frumefnin sem vísindamenn eru að finna nú til dags eru öll í þessum flokki þungra frumefna. Þau eru búin til á rannsóknarstofu og búa yfir þeim eiginleikum að vera mjög óstöðug og brotna nánast samstundis niður,“ segir Katrín Lilja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×