Vissu af viðvörun almannavarna þegar þeir óku að Landmannalaugum VG skrifar 27. febrúar 2013 10:57 Frá björgunaraðgerðum og þegar ferðamennirnir lentu við Landspítalann í Fossvogi. „Hann vissi af veðurspá og vatnavöxtum, en það var ekkert að veðrinu þennan dag," segir Björn Hróarsson, eigandi ferðafyrirtækisins Extreme Iceland, en ökumaður fyrirtækisins komst í hann krappan í fyrradag þegar hann festi bíl sinn í straumharðri á nærri Landmannalaugum. Fjórir ferðamenn voru í bílnum ásamt leiðsögumanninum og þurftu þau öll að klifra á topp bílsins, sem var nær kominn í kaf, og bíða í tvær klukkustundir eftir þyrlu landhelgisgæslunnar. Þeim var bjargað að lokum, en litlu mátti muna að bifreiðin færi alveg á kaf áður en þyrlan kom á vettvang. Engum varð meint af volkinu. Almannavarnir sendu tilkynningar á alla fjölmiðla um flóðaviðvaranir á svæðinu klukkan þrjú á mánudaginn, sama dag og slysið átti sér stað, en tilkynning þess eðlis birtist nokkuð fyrr á vef Veðurstofu Íslands. Þar var varað eindregið við flóðum og miklum vatnavöxtum á svæðinu. Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú málið, eins og öll önnur slys. Lögreglan lét einnig hafa eftir sér að þetta hefði ekki verið í fyrsta skipti sem bjarga þyrfti fólki úr háska í skipulagðri ferð á vegum ferðaskrifstofunnar. Þá sé verið að kanna ábyrgð fyrirtækisins í málinu, meðal annars til hliðsjónar af tilkynningum almannavarna og veðurstofu. Spurður út í þetta segir Björn að ökumaðurinn sem um ræðir, Ragnar Páll Jónsson, hafi 30 ára reynslu og því megi ekki gleyma í þessu tilviki. „Það var ekki búið að taka einustu ákvörðun um það að fara alla leið," bætir Björn við og á þá við að það hafi ekki endilega staðið til að keyra yfir ána. Spurður hvort fyrirtækið hafi áður þurft á aðstoð að halda í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli svarar Björn, „við keyptum einu sinni snjóbíl frá björgunarsveit til þess að aðstoða okkur." Björn segir að þetta hafi gerst síðasta vetur og bíllinn hafi komið frá Hellu. Hann bætir við að það sé ekki óalgengt að ferðafyrirtæki nýti sér slíka þjónustu. Þegar Björn er aftur spurður hvort leiðsögumaðurinn hafi vitað af miklum vatnavöxtum á svæðinu svarar Björn að þeir hefði verið fullkomlega meðvitaðir um það. „En það var ekkert víst að áfangastað yrði náð," segir hann og bætir við að þá hefði bara verið snúið aftur við. Þarna komi inn reynsla Ragnars og brjóstvit. Hann segir Ragnar Pál hinsvegar hafa verið óheppinn þennan dag. Sjálfur sagði Ragnar í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær að hann hefði verið búinn að taka þá ákvörðun að fara ekki yfir ánna - enda hafi hún verið mjög vatnsmikil og straumhörð. „Svo er ég að fara snúa við, í staðinn fyrir að setja bílinn í bakkgír þá keyri ég áfram, á einhverja tvo til þrjá metra eftir heim að ánni, þegar bakkinn gefur sig og ég pompa niður," sagði Ragnar Páll. Björn segir þetta bara hafa verið hörmulegt slys. Spurður hvort fyrirtækið hafi verklagsreglur, sem taki meðal annars mið af viðvörunum almannavarna og veðurstofu, svarar Björn því til að auðvitað hafi fyrirtækið slíkar reglur. Hann bætir við að það hafi oft þurft að aflýsa ferðum vegna þessa. Hann bætir hinsvegar við að það væri sjaldan farið út fyrir bæjarmörkin ef það ætti ekki að fara með ferðamenn út á land í vondu veðri. „En það var ekkert að veðrinu þennan dag, það var bara gríðarlega hlýtt og þess vegna miklir vatnavextir," segir Björn sem er nú á leiðinni upp að Landmannalaugum ásamt þremur bílum og allnokkrum mannskap til þess að draga bílinn upp úr ánni. Hann segir það ábyrgðarhluta að ná bílnum upp, meðal annars til þess að koma í veg fyrir olíuleka. Aðspurður hvort lögreglan hafi tekið skýrslu af honum eða Ragnari Páli svarar Björn því til að skýrslutökunum hafi verið frestað fram í næstu viku svo það væri hægt að ná bílnum upp úr ánni. Tengdar fréttir Fimm bjargað úr sjálfheldu - lögreglan rannsakar málið Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar íslenskt ferðafyrirtæki fór með fjóra ferðamenn upp að Landmannalaugum, þar sem bíll ferðafyrirtæksisins festist með þeim afleiðingum að fimm voru í sjálfheldu. 26. febrúar 2013 15:45 Ferðalangarnir fimm allir komnir af sjúkrahúsi Ferðalangarnir fimm, fjórir útlendingar og einn íslenskur fararstjóri og bílstjóri, sem var bjargað af þaki jeppa úti í miðri á í Landmannalaugum snemma í gærkvöldi og fluttir til Reykjavíkur, voru allir útskrifaðir af Landspítalanum í gærkvöldi, að aðhlynningu lokinni. 26. febrúar 2013 06:31 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Hann vissi af veðurspá og vatnavöxtum, en það var ekkert að veðrinu þennan dag," segir Björn Hróarsson, eigandi ferðafyrirtækisins Extreme Iceland, en ökumaður fyrirtækisins komst í hann krappan í fyrradag þegar hann festi bíl sinn í straumharðri á nærri Landmannalaugum. Fjórir ferðamenn voru í bílnum ásamt leiðsögumanninum og þurftu þau öll að klifra á topp bílsins, sem var nær kominn í kaf, og bíða í tvær klukkustundir eftir þyrlu landhelgisgæslunnar. Þeim var bjargað að lokum, en litlu mátti muna að bifreiðin færi alveg á kaf áður en þyrlan kom á vettvang. Engum varð meint af volkinu. Almannavarnir sendu tilkynningar á alla fjölmiðla um flóðaviðvaranir á svæðinu klukkan þrjú á mánudaginn, sama dag og slysið átti sér stað, en tilkynning þess eðlis birtist nokkuð fyrr á vef Veðurstofu Íslands. Þar var varað eindregið við flóðum og miklum vatnavöxtum á svæðinu. Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú málið, eins og öll önnur slys. Lögreglan lét einnig hafa eftir sér að þetta hefði ekki verið í fyrsta skipti sem bjarga þyrfti fólki úr háska í skipulagðri ferð á vegum ferðaskrifstofunnar. Þá sé verið að kanna ábyrgð fyrirtækisins í málinu, meðal annars til hliðsjónar af tilkynningum almannavarna og veðurstofu. Spurður út í þetta segir Björn að ökumaðurinn sem um ræðir, Ragnar Páll Jónsson, hafi 30 ára reynslu og því megi ekki gleyma í þessu tilviki. „Það var ekki búið að taka einustu ákvörðun um það að fara alla leið," bætir Björn við og á þá við að það hafi ekki endilega staðið til að keyra yfir ána. Spurður hvort fyrirtækið hafi áður þurft á aðstoð að halda í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli svarar Björn, „við keyptum einu sinni snjóbíl frá björgunarsveit til þess að aðstoða okkur." Björn segir að þetta hafi gerst síðasta vetur og bíllinn hafi komið frá Hellu. Hann bætir við að það sé ekki óalgengt að ferðafyrirtæki nýti sér slíka þjónustu. Þegar Björn er aftur spurður hvort leiðsögumaðurinn hafi vitað af miklum vatnavöxtum á svæðinu svarar Björn að þeir hefði verið fullkomlega meðvitaðir um það. „En það var ekkert víst að áfangastað yrði náð," segir hann og bætir við að þá hefði bara verið snúið aftur við. Þarna komi inn reynsla Ragnars og brjóstvit. Hann segir Ragnar Pál hinsvegar hafa verið óheppinn þennan dag. Sjálfur sagði Ragnar í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær að hann hefði verið búinn að taka þá ákvörðun að fara ekki yfir ánna - enda hafi hún verið mjög vatnsmikil og straumhörð. „Svo er ég að fara snúa við, í staðinn fyrir að setja bílinn í bakkgír þá keyri ég áfram, á einhverja tvo til þrjá metra eftir heim að ánni, þegar bakkinn gefur sig og ég pompa niður," sagði Ragnar Páll. Björn segir þetta bara hafa verið hörmulegt slys. Spurður hvort fyrirtækið hafi verklagsreglur, sem taki meðal annars mið af viðvörunum almannavarna og veðurstofu, svarar Björn því til að auðvitað hafi fyrirtækið slíkar reglur. Hann bætir við að það hafi oft þurft að aflýsa ferðum vegna þessa. Hann bætir hinsvegar við að það væri sjaldan farið út fyrir bæjarmörkin ef það ætti ekki að fara með ferðamenn út á land í vondu veðri. „En það var ekkert að veðrinu þennan dag, það var bara gríðarlega hlýtt og þess vegna miklir vatnavextir," segir Björn sem er nú á leiðinni upp að Landmannalaugum ásamt þremur bílum og allnokkrum mannskap til þess að draga bílinn upp úr ánni. Hann segir það ábyrgðarhluta að ná bílnum upp, meðal annars til þess að koma í veg fyrir olíuleka. Aðspurður hvort lögreglan hafi tekið skýrslu af honum eða Ragnari Páli svarar Björn því til að skýrslutökunum hafi verið frestað fram í næstu viku svo það væri hægt að ná bílnum upp úr ánni.
Tengdar fréttir Fimm bjargað úr sjálfheldu - lögreglan rannsakar málið Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar íslenskt ferðafyrirtæki fór með fjóra ferðamenn upp að Landmannalaugum, þar sem bíll ferðafyrirtæksisins festist með þeim afleiðingum að fimm voru í sjálfheldu. 26. febrúar 2013 15:45 Ferðalangarnir fimm allir komnir af sjúkrahúsi Ferðalangarnir fimm, fjórir útlendingar og einn íslenskur fararstjóri og bílstjóri, sem var bjargað af þaki jeppa úti í miðri á í Landmannalaugum snemma í gærkvöldi og fluttir til Reykjavíkur, voru allir útskrifaðir af Landspítalanum í gærkvöldi, að aðhlynningu lokinni. 26. febrúar 2013 06:31 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Fimm bjargað úr sjálfheldu - lögreglan rannsakar málið Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar íslenskt ferðafyrirtæki fór með fjóra ferðamenn upp að Landmannalaugum, þar sem bíll ferðafyrirtæksisins festist með þeim afleiðingum að fimm voru í sjálfheldu. 26. febrúar 2013 15:45
Ferðalangarnir fimm allir komnir af sjúkrahúsi Ferðalangarnir fimm, fjórir útlendingar og einn íslenskur fararstjóri og bílstjóri, sem var bjargað af þaki jeppa úti í miðri á í Landmannalaugum snemma í gærkvöldi og fluttir til Reykjavíkur, voru allir útskrifaðir af Landspítalanum í gærkvöldi, að aðhlynningu lokinni. 26. febrúar 2013 06:31