Vodafone vill kaupa ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 09:07 Höfuðstöðvar 365 í Skaftahlíð. Vísir/Andri Marinó Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. hafa undirritað samkomulag um einkaviðræður og helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla hf. Kaupin eru háð ýmsum forsendum og fyrirvörum. Undir ljósvakamiðla 365 falla bæði sjónvarps-og útvarpsrekstur félagsins en Fréttablaðið og Vísir.is eru undanskilin í viðskiptunum samkvæmt samkomulaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone en þar segir jafnframt að 365 miðlar hf. „muni halda áfram rekstri fréttastofu og verður samið um miðlun efnis milli aðila eftir því sem við á.“ Tilkynningu Vodafone má sjá hér að neðan: „Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. hafa undirritað samkomulag um einkaviðræður og helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla hf. Kaupin eru háð ýmsum forsendum og fyrirvörum. Undir ljósvakamiðla 365 miðla hf. falla bæði sjónvarps- og útvarpsrekstur félagsins. Helstu sjónvarpsstöðvar eru Stöð 2, Stöð 2 Sport, Stöð 3 og Bíórásin og á útvarpssviðinu eru það meðal annars Bylgjan, FM957 og X-ið. Á fjarskiptamarkaði hafa 365 miðlar 3,4% markaðshlutdeild á farsímamarkaði og 12,6% á internetmarkaði samkvæmt nýjustu tölfræðiskýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar. Gangi viðskiptin eftir verður til öflugt fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki á Íslandi, sem mun bjóða upp á fjölbreytt vöruframboð og enn betri þjónustu, með um 23 milljarða króna veltu á ári. Forsendur um kaupverð eru grundvallaðar á upplýsingum seljanda og þeim forsendum að rekstrarhagnaður hins keypta fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA), að viðbættum samlegðaráhrifum, geti numið allt að 2 milljörðum króna á ársgrundvelli. Kaupverð, miðað við framangreindar forsendur væri allt að 3,4 milljarðar króna; greitt með 1,7 milljörðum króna í reiðufé annars vegar og 32.380.952 hlutum í Fjarskiptum hf. hins vegar, auk yfirtöku vaxtaberandi skulda að fjárhæð 4,6 milljarðar króna. Við útreikning á fjölda hluta er miðað við gengið 52,5 kr. á hlut sem fæli í sér 16,7% álag á dagslokagengi Fjarskipta hf. þann 30. ágúst 2016. Þar sem viðskiptin myndu fela í sér kaup á ákveðnum eignum og rekstri tækju Fjarskipti hf. m.a. ekki yfir mögulega áhættu í tengslum við skattaleg málefni né leiguskuldbindingar 365 miðla hf. Eignir 365 miðla hf. sem undanskildar eru í viðskiptunum samkvæmt samkomulaginu eru Fréttablaðið og visir.is. 365 miðlar hf. munu halda áfram rekstri fréttastofu og verður samið um miðlun efnis milli aðila eftir því sem við á. Þar sem aðilar eru samkeppnisaðilar á markaði hefur kaupandi enn sem komið er haft aðgang að takmörkuðum upplýsingum um hið selda. Samkomulag þetta er því háð ýmsum forsendum og skilyrðum, þar á meðal að metinn rekstrarhagnaður og horfur í rekstri byggi á forsendum sem eru ásættanlegar að mati kaupanda eftir framkvæmd áreiðanleikakönnunar, auk samþykkis Samkeppniseftirlitsins og eftir atvikum annarra eftirlitsaðila. Nánar verður gert grein fyrir viðskiptunum ef endanlegur kaupsamningur kemst á eða ef viðræður aðila falla niður. Gangi viðskiptin eftir má gera ráð fyrir að gengið verði endanlega frá kaupunum á fyrri hluta ársins 2017.“ Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. hafa undirritað samkomulag um einkaviðræður og helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla hf. Kaupin eru háð ýmsum forsendum og fyrirvörum. Undir ljósvakamiðla 365 falla bæði sjónvarps-og útvarpsrekstur félagsins en Fréttablaðið og Vísir.is eru undanskilin í viðskiptunum samkvæmt samkomulaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone en þar segir jafnframt að 365 miðlar hf. „muni halda áfram rekstri fréttastofu og verður samið um miðlun efnis milli aðila eftir því sem við á.“ Tilkynningu Vodafone má sjá hér að neðan: „Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. hafa undirritað samkomulag um einkaviðræður og helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla hf. Kaupin eru háð ýmsum forsendum og fyrirvörum. Undir ljósvakamiðla 365 miðla hf. falla bæði sjónvarps- og útvarpsrekstur félagsins. Helstu sjónvarpsstöðvar eru Stöð 2, Stöð 2 Sport, Stöð 3 og Bíórásin og á útvarpssviðinu eru það meðal annars Bylgjan, FM957 og X-ið. Á fjarskiptamarkaði hafa 365 miðlar 3,4% markaðshlutdeild á farsímamarkaði og 12,6% á internetmarkaði samkvæmt nýjustu tölfræðiskýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar. Gangi viðskiptin eftir verður til öflugt fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki á Íslandi, sem mun bjóða upp á fjölbreytt vöruframboð og enn betri þjónustu, með um 23 milljarða króna veltu á ári. Forsendur um kaupverð eru grundvallaðar á upplýsingum seljanda og þeim forsendum að rekstrarhagnaður hins keypta fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA), að viðbættum samlegðaráhrifum, geti numið allt að 2 milljörðum króna á ársgrundvelli. Kaupverð, miðað við framangreindar forsendur væri allt að 3,4 milljarðar króna; greitt með 1,7 milljörðum króna í reiðufé annars vegar og 32.380.952 hlutum í Fjarskiptum hf. hins vegar, auk yfirtöku vaxtaberandi skulda að fjárhæð 4,6 milljarðar króna. Við útreikning á fjölda hluta er miðað við gengið 52,5 kr. á hlut sem fæli í sér 16,7% álag á dagslokagengi Fjarskipta hf. þann 30. ágúst 2016. Þar sem viðskiptin myndu fela í sér kaup á ákveðnum eignum og rekstri tækju Fjarskipti hf. m.a. ekki yfir mögulega áhættu í tengslum við skattaleg málefni né leiguskuldbindingar 365 miðla hf. Eignir 365 miðla hf. sem undanskildar eru í viðskiptunum samkvæmt samkomulaginu eru Fréttablaðið og visir.is. 365 miðlar hf. munu halda áfram rekstri fréttastofu og verður samið um miðlun efnis milli aðila eftir því sem við á. Þar sem aðilar eru samkeppnisaðilar á markaði hefur kaupandi enn sem komið er haft aðgang að takmörkuðum upplýsingum um hið selda. Samkomulag þetta er því háð ýmsum forsendum og skilyrðum, þar á meðal að metinn rekstrarhagnaður og horfur í rekstri byggi á forsendum sem eru ásættanlegar að mati kaupanda eftir framkvæmd áreiðanleikakönnunar, auk samþykkis Samkeppniseftirlitsins og eftir atvikum annarra eftirlitsaðila. Nánar verður gert grein fyrir viðskiptunum ef endanlegur kaupsamningur kemst á eða ef viðræður aðila falla niður. Gangi viðskiptin eftir má gera ráð fyrir að gengið verði endanlega frá kaupunum á fyrri hluta ársins 2017.“
Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira