Vodafone mun ekki vísa ákvörðun Persónuverndar til dómstóla Randver Kári Randversson skrifar 28. maí 2014 12:10 Vodafone hyggst ekki vísa ákvörðun Persónuverndar til dómstóla. Visir/Vilhelm Vodafone hyggst ekki vísa ákvörðun Persónuverndar í lekamálinu til dómstóla, en fyrirtækið áréttar að um gagnastuld hafi verið að ræða. Vegna fréttar Vísis um úrskurð Persónuverndar í lekamálinu hjá Vodafone, þar sem kemur fram að Persónuvernd telur að varðveisla Vodafone á persónuupplýsingum, samrýmist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, hefur Vodafone sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Þann 30. nóvember sl. var brotist inn á heimasíðu Vodafone, þaðan sem gögnum var stolið. Tölvuþrjóturinn sem ábyrgur var fyrir innbrotinu gerði gögnin aðgengileg á netinu, m.a. innihald vefskilaboða sem send höfðu verið frá heimasíðunni. Í kjölfar innbrotsins óskuðu nokkrir aðilar eftir því við Persónuvernd, að stofnunin tæki afstöðu til þess hvort vistun umræddra vefskilaboða á einkasvæði notenda væri í samræmi við lög um persónuvernd. Niðurstaða Persónuverndar liggur nú fyrir. Stofnunin telur, að upplýst samþykki notenda hafi verið nauðsynlegt áður en vefskilaboð voru vistuð á einkasvæði notenda. Sú leið Vodafone að bjóða notendum að afþakka vistun á samskiptasögu sinni hafi ekki verið nægjanleg, þar sem hún hafi ekki falið í sér upplýst samþykki. Fyrirtækið hafi því ekki aflað samþykkis fyrir vistuninni með réttum hætti. Rétt er að taka fram, að ákvörðunin snýr aðeins að þeim álitaefnum sem heyra undir lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Hún nær því ekki til álitaefna sem falla undir fjarskiptalög og Póst- og fjarskiptastofnun hefur til skoðunar. Vodafone mun ekki vísa ákvörðun Persónuverndar til dómstóla. Vodafone áréttar, að með vistun á samskiptasögu viðskiptavina á þeirra eigin læsta vefsvæði vildi Vodafone eingöngu þjónusta notendur. Meirihluti þeirra skilaboða sem send voru af vefnum voru frá þjónustufyrirtækjum og félagasamtökum, sem sendu sínum viðskiptavinum eða félagsmönnum þjónustuupplýsingar. Í kjölfar innbrotsins á heimasíðu Vodafone í nóvember sl. hét fyrirtækið því að verða leiðandi á sviði net- og upplýsingaöryggis. Vodafone hefur á undanförnum mánuðum gripið til margvíslegra aðgerða til að ná því markmiði. Má þar m.a. nefna fjölbreyttar tæknilegar breytingar og uppfærslur, veikleikaskannanir á tölvukerfum og árásaprófanir af ýmsu tagi. Áhættumat hefur verið endurgert, samstarf við Vodafone Group í netöryggismálum hefur verið eflt og fyrirtækið hefur lagt sig fram um að miðla af reynslu sinni til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Vodafone hyggst ekki vísa ákvörðun Persónuverndar í lekamálinu til dómstóla, en fyrirtækið áréttar að um gagnastuld hafi verið að ræða. Vegna fréttar Vísis um úrskurð Persónuverndar í lekamálinu hjá Vodafone, þar sem kemur fram að Persónuvernd telur að varðveisla Vodafone á persónuupplýsingum, samrýmist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, hefur Vodafone sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Þann 30. nóvember sl. var brotist inn á heimasíðu Vodafone, þaðan sem gögnum var stolið. Tölvuþrjóturinn sem ábyrgur var fyrir innbrotinu gerði gögnin aðgengileg á netinu, m.a. innihald vefskilaboða sem send höfðu verið frá heimasíðunni. Í kjölfar innbrotsins óskuðu nokkrir aðilar eftir því við Persónuvernd, að stofnunin tæki afstöðu til þess hvort vistun umræddra vefskilaboða á einkasvæði notenda væri í samræmi við lög um persónuvernd. Niðurstaða Persónuverndar liggur nú fyrir. Stofnunin telur, að upplýst samþykki notenda hafi verið nauðsynlegt áður en vefskilaboð voru vistuð á einkasvæði notenda. Sú leið Vodafone að bjóða notendum að afþakka vistun á samskiptasögu sinni hafi ekki verið nægjanleg, þar sem hún hafi ekki falið í sér upplýst samþykki. Fyrirtækið hafi því ekki aflað samþykkis fyrir vistuninni með réttum hætti. Rétt er að taka fram, að ákvörðunin snýr aðeins að þeim álitaefnum sem heyra undir lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Hún nær því ekki til álitaefna sem falla undir fjarskiptalög og Póst- og fjarskiptastofnun hefur til skoðunar. Vodafone mun ekki vísa ákvörðun Persónuverndar til dómstóla. Vodafone áréttar, að með vistun á samskiptasögu viðskiptavina á þeirra eigin læsta vefsvæði vildi Vodafone eingöngu þjónusta notendur. Meirihluti þeirra skilaboða sem send voru af vefnum voru frá þjónustufyrirtækjum og félagasamtökum, sem sendu sínum viðskiptavinum eða félagsmönnum þjónustuupplýsingar. Í kjölfar innbrotsins á heimasíðu Vodafone í nóvember sl. hét fyrirtækið því að verða leiðandi á sviði net- og upplýsingaöryggis. Vodafone hefur á undanförnum mánuðum gripið til margvíslegra aðgerða til að ná því markmiði. Má þar m.a. nefna fjölbreyttar tæknilegar breytingar og uppfærslur, veikleikaskannanir á tölvukerfum og árásaprófanir af ýmsu tagi. Áhættumat hefur verið endurgert, samstarf við Vodafone Group í netöryggismálum hefur verið eflt og fyrirtækið hefur lagt sig fram um að miðla af reynslu sinni til hagsbóta fyrir samfélagið allt.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira