Viðskipti innlent

Vodafone semur við Huawei til fimm ára

Vodafone hefur samið við Huawei, stærsta framleiðanda farsímabúnaðar í heimi, um samstarf til næstu fimm ára.

Með undirritun samnings þar um hefur Vodafone tryggt sér aðgengi að fyrsta flokks vél- og hugbúnaði eftir þörfum Vodafone á hverjum tíma.

Í tilkynningu segir að með samningnum hafi Vodafone skapað sér mikilvægan sveigjanleika í fjárfestingum, bæði vegna uppbyggingar á nýrri farsímatækni og endurnýjunar á núverandi kerfi á komandi árum.

Við samningagerðina naut Vodafone ráðgjafar erlendra sérfræðinga Vodafone Group, með góðum árangri.

„Við erum mjög ánægð með þennan langtímasamning, en samstarfið við Huawei hefur gengið vel á undanförnum árum," segir Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone í tilkynningunni.

"Samningurinn tryggir okkur aðgengi að besta mögulega fjarskiptabúnaði á klæðskerasniðnum verðum og samstarf okkar við Vodafone Group, eitt stærsta fjarskiptafyrirtæki heims, hefur enn og aftur sannað gildi sitt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×